Víðförli - 01.11.2005, Page 5

Víðförli - 01.11.2005, Page 5
NÓVEMBER 2005 VÍÐFÖRLI 5 Yfir 320 manns á Landsmóti Yfir 320 manns tóku þátt í landsmóti æskulýðsfélaga sem haldið var á Akureyri 14. — 16. október. Mótið var meðal fjölmennustu landsmóta frá upphafi. Þátttakendur komu frá 22 æskulýðsfélögum og voru kirkjunum sínum og sjálfum sér til mikils sóma. Yfirskrift mótsins var ,,í örmum Guðs”. Mótið hófst seint á föstudagskvöldi með mótssetningu, helgistund og kvöldvöku, auk þess sem boðið var upp á lofgjörðarstund I Glerárkirkju. Dagskrá laugardagsins hófst með fræðslustund í Glerárkirkju þar sem lögð var rík áhersla á virka þátttöku unglinganna allra. Þannig kynntust þátttakendur nokkrum persónum Biblíunnar sem fólki í örmum Guðs og svöruðu þeirri spurningu í samvinnu og samræðu við aðra þátttakendur hvort og þá hvernig þau líktust eða vildu líkjast þeim. Einnig var unnið með sýning- una „Kristur um víða veröld” og þeirri spurningu velt upp hvaða mynd sýndi best það að vera í örmum Guðs. Að hádegisverði loknum var boðið upp á fjölbreytt hópastarf þar sem hægt var að velja um gönguferðir, klifur, kvikmyndasýningu, föndur, hárgreiðslu og biblíuspjall svo eitthvað sé nefnt. Síðdegis var búningakeppni og ólympíu- leikar landsmótsins en kvölddagskráin samanstóð af ferð á skautasvellið, kvöldvöku og leynigesti sem reyndist vera Jónsi úr í svörtum fötum. Mótinu lauk með guðsþjónustu í Glerárkirkju fyrir hádegi á sunnudeginum þar sem sr. Arnaldur Bárðarson og Rétur Björgvin Þorsteinsson djákni leiddu helgihaldið með dyggum stuðningi unglingakórs Glerárkirkju. Undirbúningur mótsins var í höndum Ásdísar Björns- dóttur, Ólafs Jóhanns Borgþórssonar og sr. Sólveigar Höllu Kristjánsdóttur og voru þau Ólafur og sr. Sólveig Halla einnig mótsstjórar. Af orðum leiðtoga og þátttakenda að móti loknu má skilja að mikil ánægja ríkir með mótið, aðstöðuna í Síðuskóla og Glerárkirkju, dagskrána og ekki síst frammistöðu mótsstjóranna sem skiluðu hreint frábæru starfi. Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar er árlegur við- burður þar sem að fræðslusvið Biskupsstofu býður kirkjum landsins að senda unglinga úr starfi safnaðanna á mót sjálfum sér til uppbygginginar en um leið virka mótin sem mikil vitamínsprauta í starfið því að unglingarnir koma fullir áhuga og hugmynda til baka. Pétur Björgvin Þorsteinsson

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.