Víðförli - 01.11.2005, Qupperneq 6
6
24. ÁRG. 3. TBL.
V
ÐFORLI
Yfirlýsing um vatn fyrir alla
Undirrituö samtök vilja með sameiginlegri yfirlýsingu þessari
vekja athygli ríkisstjórnar, sveitarstjórna, stofnana, fyrir-
tækja og almennings á mikilvægi og sérstöðu vatns fyrir
land, þjóð og lífríki. Þótt enginn vatnsskortur sé á íslandi þá
er staðan önnur víðast hvar í heiminum. Gnótt vatns gefur
því ekki tilefni til skeytingarleysis af okkar hálfu. Þvert á
móti ber okkur að færa lagaumgjörð um vatn í þann búning
að hún tryggi rétta forgangsröðun varðandi vatnsvernd og
nýtingu og geti verið öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Flugsa
verður til framtíðar og hafa almannahagsmuni og náttúru-
vernd að leiðarljósi.
Vatn er takmörkuð auðlind og almannagæði sem er undir-
staða alls lífs og heilbrigðis. Vatn er frábrugðið öðrum efnum
að því leyti að það finnst náttúrulega í föstu, fljótandi og
loftkenndu formi og er aldrei kyrrt á einum stað eða einu
eignarlandi heldur á stöðugri hringrás um heiminn.
Undirrituð samtök telja að aðgangur að vatni sé grund-
vallarmannréttindi, eins og kveðið er á um í samþykktum
Sameinuðu þjóðanna sem ísland hefur undirgengist.
Sérhver maður á því rétt á aðgengi að hreinu drykkjarvatni
og vatni til hreinlætis og heimilishalds.
Líta ber á vatn sem félagsleg, menningarleg og vistfræði-
leg gæði sem ekki má fara með eins og hverja aðra versl-
unarvöru.
Nýting vatns skal vera sjálfbær og aðgengi að því tryggt
með lögum fyrir núlifandi kynslóð og kynslóðir framtíðar-
innar. Það er skylda stjórnvalda að tryggja þegnum sínum
þennan rétt án mismununar.
Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja verndun vatns
sem náttúruverðmæta sem og að tryggja hollustu og dreif-
ingu vatns til allra þjóðfélagsþegna með fjárfestingu í mann-
virkjum og mengunarvörnum. Vatnsveitur verði því reknar á
félagslegum grunni, taki mið af almannahagsmunum og
tryggi rétt einstaklinga til nægilegs hreins vatns til drykkjar
og hreinlætis á viðráðanlegu verði. Það er jafnframt hlut-
verk stjórnvalda að tryggja að við nýtingu vatns verði öðrum
náttúruverðmætum ekki spillt.
Stjórnvöldum ber að tryggja almenningi aðgengi að
öllum upplýsingum er varða verndun og nýtingu vatns og
stuðla að aukinni virkni almennings og meðvitund um mikil-
vægi vatns, náttúru og réttrar umgengni við landið.
Vegna mikilvægis vatns fyrir íslenska þjóð og lífríki land-
sins telja undirrituð samtök nauðsynlegt að fest verði í
stjórnarskrá íslands ákvæði um skyldur og réttindi stjórn-
valda og almennings hvað varðar réttindi, verndun og nýt-
ingu vatns. Lög og reglugerðir um nýtingu vatns taki því mið
af ákvæðum sem viðurkenna rétt einstaklinga til vatns sem
og lögum er varða verndun vatns og náttúru.
Til að tryggja skilvirka verndun og nýtingu vatns ber
stjórnvöldum að skipuleggja stjórnsýslu þannig að eðlilegt
jafnvægi sé á milli þessara þátta og réttar einstaklinga til
aðgengis að vatni.
BSRB, Kennarasamband íslands, Landvernd, MFÍK,
Náttúruverndarsamtök íslands, SÍB, Þjóðkirkjan.
Samþykkt á ráðstefnu um vatn, 29. október 2005
Kirkjugestum
fjölgar í Reykjavík
Undanfarin þrjú ár hefur verið gerð könnun á kirkjusókn
í Reykjavíkurprófastsdæmum fyrstu vikuna í október.
Talið hefur verið, hve margir mæta í helgihald og athafnir,
barna og unglingastarf, tónlistastarf, fullorðinsfræðslu
og ferðamenn. Nú liggja tölur fyrir með samanburði við
síðastliðin tvö ár, og eru gröf kirkna í Reykjavíkurpró-
fastsdæmi vestra aðgengileg á vefnum www.kirkjan.is/
vestra. Síðar koma þar inn tölur úr Reykjavíkurpró-
fastsdæmi eystra.
Aukning varð um 28% á fyrstu viku október í ár
miðað við sömu viku í fyrra í báðum prófastsdæmum.
Heildarfjöldi kirkjugesta í Reykjavík án ferðamanna var
25.013. Ferðamenn voru 4.541 og þar af 4.300 í
Hallgrímskirkju. Fjöldinn í vestra var 12.772 en í eystra
12.241.
Kennaraverkfallið í fyrra hafði greinileg áhrif á slakari
mætingu, sérstaklega í barnastarfi kirknanna. Þrátt fyrir
það er mæting í ár betri en bæði árin 2004 og 2003.
Nývígðir prestar
og djáknar
Sunnudaginn 18. september vígði Jón Aðalsteinn Bald-
vinsson vígslubiskup Sólveigu Höllu Kristjánsdóttur guð-
fræðing til prestsþjónustu við Akureyrarkirkju.
Þann 26. september síðast liðinn var Sigurlín Huld fvars-
dóttir guðfræðingur vígð sem djákni i ensku biskupakirkj-
unni. Vígslan er ávöxtur þess samstarfs sem Porvoo
samþykktin gerir mögulegt og fór fram í St Johns Notting
Hill í London. Biskup íslands, Karl Sigurbjörnsson, predik-
aði og annaðist vígslu ásamt biskupnum af London Hr
Richard Chartres. Djáknavígslan er fyrsta skref til prests-
vígslu í ensku biskupakirkjunni.
Prestsvígsla fór fram í Skálholtsdómkirkju þann 9. októ-
ber sl. Þá vígði sr. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup,
Birgi Thomsen, guðfræðing, sem hefur verið settur prestur
að Sólheimum í Grímsnesi.
Sunnudaginn 30. október kl. 16 vígði Karl Sigurbjörns-
son, biskup íslands, Hólmgrím Elís Bragason, guðfræðing,
sem ráðinn hefur verið héraðsprestur í Austfjarðaprófasts-
dæmi.