Víðförli - 01.11.2005, Side 8
8
VÍÐFÖRLI
24. ÁRG. 3. TBL.
Starf
Leikmannnaskólans
Nú standa yfir í Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar síðustu
námskeið þessa hausts. Góð aðsókn hefur verið að
skólanum og hafa um 100 manns sótt opin námskeið í
Grensáskirkju og Breiðholtskirkju.
Einnig hafa safnaðarnámskeið verið haldin víða um
land og má telja að allt að 200 manns hafa sótt þau
námskeið Leikmannaskólans. Þar hefur verið boðið upp
á námskeið m.a. um bænabandið, störf í sóknarnefnd-
um, störf meðhjálpara, námskeið um útfarasiði og hið
kunna sjálfstyrkingarnámskeið „Konur eru konum bestar".
í janúar hefst dagskráin með námskeiði um konur í
Biblíunni sem dr. Arnfríður Guðmundsdóttir hefur um-
sjón með en síðan fylgja í kjölfarið fjögur önnur nám-
skeið. Við bendum á að námskeiðið, Fjölskyldan, trúin
og heimilið verður haldið í febrrúar en það var áður á
dagskrá í október. Námskeiðið tengist áherslu í stefnu-
mótun kirkjunnar 2005-2006 á fjölskylduna og heimilið.
Við hvetjum presta, starfsfólk safnaðanna og sóknar-
nefndarfólk að hafa samband og nýta sér þau námskeið
sem í boði eru á vegum skólans. Einnig má nálgast
upplýsingar á vef skólans, kirkjan.is/leikmannaskoli
Tilraun með
valsöfnuði rædd á
Norska kirkjuþinginu
Norska kirkjuþingið hittist í nóvember og ræddi þann mögu-
leika að leyfa stofnun safnaða innan kirkjunnar sem ekki
eru landfræðilega afmarkaðir, það er að segja með land-
fræðileg sóknarmörk.
Sóknarmörk í Norsku kirkjunni eru landfræðileg líkt og í
Þjóðkirkjunni. Þó eru undantekningar, kirkja heyrnarlausra
er söfnuður innan Norsku kirkjunnar sem ekki hefur land-
fræðileg sóknarmörk.
Umræðan nú er liður í almennri endurskoðun innan
Norsku kirkjunnar. Tillaga liggur fyrir um að gefa leyfi til
tilraunasafnaða sem ekki hafi landfræðilega afmörkun.
Skilyrði fyrir stofnun slíkra valsafnaða er að safnaðar-
meðlimir séu skírðir, prestur safnaðarins sé vígður og
söfnuðurinn lúti tilsjón biskups.
Valsöfnuðurinn getur ekki farið fram á styrk til starfsins
frá hefðbundnum sjóðum kirkjunnar en þó þarf að vera
möguleiki að tengja hann við svæðisbundið kirkjustarf.
Meðlimir í söfnuðinum skrá sig úr heimasöfnuði sínum og
ganga í valsöfnuðinn, burtséð frá búsetu.
Námskeið í
Biblíubrúðugerð
Námskeið í Biblíubrúðugerð var haldið í Munaðarnesi í
október, væntanlega það fyrsta sinnar tegundar hér á
landi. Þátttakendur voru aðeins þrír enda um tilrauna-
keyrslu á námskeiðinu að ræða. Leiðbeinandi var Regina
Þorsteinsson en hún er viðurkenndur ABF leiðbeinandi.
Biblíubrúður eru spennandi leið til þess að auka myndræna
túlkun Biblíunnar og stefnt er á fleiri námskeið á næstunni.
Biblíubrúðurnar eru til í nokkrum stærðum en þær al-
gengustu eru 28 sentimetra háar og standa á blýfótum.
Beinagrind brúðunnar er sveigjanlegur þráður. Þráðurinn er
klæddur „holdi“ og saumaður er fatnaður á brúöurnar í
samræmi við klæðnað á tímum Biblíunnar. Þær gefa mögu-
leika á öðruvísi nálgun á sögum Biblíunnar. Börn og full-
orðnir upplifa sögur úr Biblíunni, sem sagðar eru með stuðn-
ingi Biblíubrúðanna, á lifandi og persónulegan hátt. Þannig
opnast áhorfendanum ný sýn á biblíutextann því að brúð-
urnar gefa mjög vel til kynna viðbrögð sögupersónanna í
túlkun fræðarans.
Biblíubrúður
Með rætur á miðöldum
Hefðin á bak við Biblíubrúðurnar er orðin mjög löng. Þegar
á miðöldum tíðkaðist það að í klaustrum voru búnar til litlar
styttur sem stillt var upp í kirkjunum á jólunum og sýndu
Maríu, Jósef, vitringana, hirðana og jafnvel fleiri við jötu Jesú-
barnsins. Með tilkomu betri föndurefna færðist þessi siður
svo inn á heimili víða í Evrópu.
Allt frá upphafi nítjándu aldar hafa svo þróast sveigjan-
legar brúður í stað styttnanna. En þær hafa umfram allt
þann kost fram yfir stytturnar að hægt er að segja sögu
með brúðunni, þ.e. setja hana í nýja stellingu fyrir hvert
atriði sögunnar. Elsta félagið sem stofnað hafa verið til
þess að halda faglega utan um gerð og notkun Biblíubrúð-
anna er ABF sem er með aðsetur sitt í Suður-Þýskalandi.
Hér er komið ný og spennandi leið fyrir presta, djákna,
æskulýðsfulltrúa og annað starfsfólk safnaða til þess að
auka fjölbreytni í boðunarstarfi. Um leið er það holl og góð
upplifuna að föndra sína eigin biblíubrúðu.