Víðförli - 01.11.2005, Qupperneq 9

Víðförli - 01.11.2005, Qupperneq 9
NÓVEMBER 2005 VÍÐFÖRLI 9 Viðurkenning fyrir djáknastarf Djáknunum Unni Halldórsdóttur og Ragnheiði Sverrisdóttur hefur verið veitt verðlaun fyrir að stuðla að eflingu kæleiks- þjónustu í íslensku þjóðkirkjunni. Kærleiksþjónusta kirkj- unnar er skilgreind sem umhyggja fyrir náunganum grund- völluð á kærleika Krists sem er tjáð í lífi og starfi kirkjunnar. Það er stofnunin Diakonistiftelsen Samariterhemmet í Uppsölum í Svíþjóð sem veitti þeim þessa viðurkenningu en þær stunduðu báðar djáknanám við þessa stofnun. Unnur útskrifaðist þaðan 1965 og tók djáknavígslu til Hall- grímskirkju sama ár. Ragnheiður lauk djáknanáminu 1980 og vígðist til starfa í Gottsundasöfnuði í Uppsölum en hefur starfað hér á landi frá 1986. Diakonistiftelsen veitir árlega „hönnorsstipendium", heiðursverðlaun, til einhvers djákna sem þykir hafa skarað frammúr í starfi sínu sem djákni. Þær Unnur og Ragnheiður hlutu þau fyrir að hafa haft frumkvæði að því að íslenska þjóðkirkjan hóf að kanna möguleika til djáknanáms á Islandi árið 1991 en innan kirkjunnar hafði um langt skeið verið áhugi á að efla kærleiksþjónustu hennar. Guð- fræðideild Háskóla íslands tók upp nám í djáknafræðum 1993 og hafa um 80 manns lokið því. í dag eru 23 djáknar að störfum í samtals 19 stöðu- gildum á íslandi. Frá 1960 hafa 30 djáknar tekið vígslu. Mun fleiri hafa lokið djáknanámi frá Háskóla íslands sem gjarnan vilja vinna sem djáknar. Þó hafa nokkur tekið námið sem símenntun til að efla sig í störfum sínum eins og t.d. hjúkrunarfræðingar og kennarar. Djáknar hafa farið til starfa í söfnuðum, á stofnunum og í félagasamtökum. Sjá nánar á vef Djáknafélags íslands, www.kirkjan.is/di Sænska kirkjan semur form fyrir staðfesta samvist Sænska kirkjan samþykkti í dag að semja form fyrir bless- unarathöfn staðfestrar samvistar fyrir samkynhneigða. Þetta var samþykkt á kirkjuþinginu með tveimur þriðju atkvæða. Allir biskupar kirkjunnar studdu málið. Rrestar kirkjunnar hafa blessað staðfesta samvist sam- kynhneigðra en ályktunin í dag snérist um að útbúið verði form fyrir slíka blessun og sett í handbók kirkj- unnar. Kaflinn um hjónavígslur mun því hér eftir fá yfir- skriftina Vígslur og blessunarathafnir. Þá var samþykkt að kirkjunni bæri að vinna gegn því að samkynhneigðu fólki væri mismunað. Andstæðingar ályktunarinnar færðu rök fyrir því að þetta væri í andstöðu við Biblíuna og stefndi í hættu samkirkjulegu samstarfi kirkjunnar. Biskup vísiterar í Húnaþingi Biskup fslands, Karl Sigurbjörnsson, vísiteraði Húna- þing á haustmánuðum. Fyrri hluti vísitasíunnar var 8.- 12. september og síðari hlutinn dagana 2. - 9. okóber. Með biskupi í för voru eiginkona hans, Kristín Guð- jónsdóttir og Guðni Þór Ólafsson prófastur í Húna- vatnspróf astsdæm i. í yfirreið biskups yfir prófastsdæmi, visitasíum, fer hann í allar kirkjur svæðisins og ræðir við sóknar- nefndinar. Einnig er lögð áhersla á að heimsækja skóla og sjúkrastofnanir og ræða við fólk á staðnum. Dag- skráin er því þétt skipuð. í þessari vísitasíu biskup skoðaði biskup um 30 kirkjur, tók þátt í fjölda helgistunda og guðsþjónusta, heimsótti átta skóla og þrjár sjúkrastofnanir og dvalar- heimili. Mikilvægur þáttur í visitasíu er að ræða við sóknarnefndafólk prófastsdæmisins og átti biskup fjölda funda með þeim. Þá hélt hann kyrrðardag með prestum prófastsdæmisins að Melstað þann 18. nóvember. Bloggað um biskupsheimsókn Grunnskóli Hvammstanga var einn þeirra skóla sem biskup heimsótti. f grunnskólanum sungu börnin fyrir biskup en þar er venja að syngja morgunsöng. Biskup spjaliaði síðan við börnin og birtist af því lítil saga á bloggsíðunni Börnin á Bessó, sem fjallar um börnin á Bessastöðum ( Húnaþingi vestra. Biskup íslands hefur verið í „vísitasíu" hér í sveit og bæ undanfarið. Nú í vikunni kom hann við í Grunnskólanum á Hvammstanga. Þar sungu öll börnin fyrir biskupinn og svo ræddi hann við þau öll í dálitla stund. Hann spurði þau meðal annars hvort þau þekktu Gullnu regluna. Helga Rún hélt það nú og greindi biskup frá því hver hún væri. Hann hrósaði henni fyrir og lagði út af reglunni og spurði svo hvort þau vissu hver hefði kennt þeim Guilnu regluna. Eitthvað vafðist það fyrir þeim, nema Magnúsi sem sagði: „Helga systir mín“. Það var kannski ekki alveg lærifaðirinn sem biskupinn var að fiska eftir. Hann ræddi ýmislegt fleira við hópinn. Þar á meðal hvort þau biðu ekki bænirnar sínar áður en þau færu að sofa á kvöldin. Jú, flest gerðu það, nema að Magnús sagði: „Ja, ég kann engar bænir“. Þá sagði biskupinn: „Biddu þá Helgu systir þína að kenna þér“.

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.