Víðförli - 01.11.2005, Qupperneq 10

Víðförli - 01.11.2005, Qupperneq 10
10 VÍÐFÖRLI 24. ÁRG. 3. TBL. Biskupsvígsla í Kenýja Fjöldi manns fylgdist með vígslunni Sr. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, tók þátt í biskupsvígslu í Pókot héraði í Kenýja sunnudaginn 18. september s.l. William Lopeta, sem vígðist til biskups, á trú sína að þakka íslensku kristniboði í Kenýja og hefur komið hingað til lands á vegum kristniboðsins. íslendingar hófu kristniboð í Kenýja árið 1978 og hafa starfað þar síðan, mestmegnis í Pókothéraði í Norðvestur- hluta landsins. Mikill vöxtur er í kirkjunni þar og hafa nýir söfnuðir sprottið upp mjög víða. (slenska kristniboðið er unnið í samstarfi við Lúthersku kirkjuna í Kenýju sem telur 55 þúsund manns. William Lopeta kemur úr söfnuði sem Ragnar Gunnarsson kristniboði stofnaði með heimmönn- um árið 1991 í Lain, sem var hluti af starfssvæði íslenska kristniboðsins í Chepareria. Það er því óhætt að segja að William Lopeta tengist íslensku kristniboði sterkum bönd- um. Hann hlaut menntun síðan í fræðslumiðstöð kirkjunnar í Kapenguria í Pókot héraði og síðan í prestaskóla kirkj- unnar í Matongo í SV hluta landsins. Auk þess að vera vígsluvottur, predikaði sr. Sigurður við biskupsvígsluna. Fleiri íslendingar voru viðstaddir vígsluna, sr. Þorvaldur Karl Helgason, biskupsritari, Jónas Þ. Þóris- son, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar og formaður Sambands íslenska kristniboðsfélaga, Skúli Svavarsson, kristniboði sem er ásamt konu sinni Kjellrun Langdal á ný Sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup setur biskupsmýtuna á höfuð William Lopeda

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.