Víðförli - 01.11.2005, Síða 13
NÓVEMBER 2005
VÍÐFÖRLI
13
búa bíómynd. Þegar við ætluðum út
úr húsinu þar sem við vorum þá
komumst við ekki - ísraelski herinn
hafði sprautað táragasi yfir allt því að
einhverjir fimm ára krakkar voru að
kasta steinum í þá.
Við fórum líka til Hebron. Það er
120.000 manna borg og þar búa 400
ísraelskir landtökumenn. Borgin er
alveg undirlögð út af þeim - hver
ísraeli hefur þrjá hermenn með sér,
svo að þarna eru yfir 1200 hermenn.
Inni í sama hverfi og ísraelar búa eru
líka fátækir Palestínumenn. Fylgdar-
verkefnið sem LH er með felst meðal
annars í því að alþjóðlegir sjálfboða-
liðar fylgja börnum í skólann í gegnum
þetta hverfi því að (sraelarnir grýta
börnin á leiðinni."
Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Geir Konráð Theodórsson.
Vilja að fólk sjái ástandið með
eigin augum
usta kirkjunnar birtist á öflugan hátt í hjálpar- og þróunar-
starfi á herteknu svæðunum á Vesturbakkanum. Það er
gaman að sjá hina alþjóðlegu kirkjulegu nærveru hér í
landinu helga,” segir Kristín Þórunn. „Við sjáum til dæmis
hvernig lútherska kirkjan í Bandaríkjunum sendir hingað
fólk til að aðstoða kirkjuna hér í almannatengslum og til
prestþjónustu. Þýska kirkjan byggði líka þessa alþjóðlegu
ráðstefnu/samfélagsmiðstöð í Betlehem sem fundurinn er
haldinn í og hér fer fram margs konar samfélagsleg upp-
bygging. Þá hefur sænska kirkjan mjög sterka nærveru hér
og finnsk kirknasamtök eru áberandi í boðun og hjálpar-
starf i. “
Hvers vegna er þetta látið líðast?
Geir og Guðmundur tóku þátt í forþingi fyrir ungt fólk og
liður í því var ferðir í þorp í Palestínu. Þeim þykja vestrænar
fréttir ekki gefa rétta mynd af ástandinu.
„Þær gefa svo ranga mynd af aröbum með því að segja
bara frá þessum örfáu sem eru að sprengja sig. En þegar
maður hefur hitt þetta fólk og talað við það þá sér maður
líka aðra hlið - margir hér hafa misst allt - og þegar fjöl-
skyldan er farin, eigurnar og allt þá er fólk komið á ystu nöf.
Óréttlætið hér er mjög mikið og undarlegt að það skuli látið
viðgangast. Hver einasti maður hefur misst eitthvað og
flestir hafa sögu um missi einhvers nákomins. Samt bera
þeir þetta vel, krakkarnir sem eru orðnir góðir vinir okkar
hér, þeir bera mikið en maður sér það ekki beint á þeim,“
sagði Geir.
Guðmundur var sama sinnis. „Fólk gerir sér almennt ekki
grein fyrir því hvað ástandið er hrikalegt og við eigum eftir
að líta til baka yfir söguna og spyrja hvers vegna þetta var
látið líðast. Ég fór í flóttamannabúðir í Betlehem sem eru
alveg við múrinn og þar hittum við mann sem var með
æskulýðsstarf fyrir krakkana í þorpinu. Þau voru að undir-
Geir hefur svipaðar sögur að segja af
heimsóknunum: „Ég fór í litla bæi sem hafa orðið mest fyrir
afleiðingum múrsins. Einn bærinn hafði til dæmis
ólífugarða og sex brunna en múrinn skar bæði brunnana
og akrana burt frá þeim. ísraelarnir loka hliðunum á milli
þegar þeim sýnist. Fólkið kemst þá ekki á akrana nema
það gangi í þrjá tíma. Hjá einni fjölskyldunni fór dóttirin,
sem var um tvítugt, ekki lengur í skóla því að þegar hún fór
í gegnum hliðið stoppuðu ísraelarnir hana og létu hana fara
úr fötunum undir því yfirskyni að þeir væru að leyta að
sprengju. Þetta var svo niðurlægjandi að hún hætti að fara.
Svo var annað lítið þorp sem var umkringt af landtöku-
byggðum. Þær voru eiginlega að kæfa þorpið og það voru
ósýnileg landamæri til staðar. Ef fólk fór yfir þau var það
skotið. Maður sá för eftir byssukúlur á húsum. Landtöku-
mennirnir komu á næturna og skutu á vatnstanka og hús
og ógnuðu fólkinu. Það sama var að gerast víða á Vestur-
bakkanum. Við heyrðum margar hræðilegar sögur. Til
dæmis var okkur sagt frá fötluðum mongólíta í bænum
sem var með járnspelkur. Hann var einn þegar landtöku-
menn komu og spurðu hann um eitthvað á hebresku, sem
hann skilur ekki. Svo skutu þeir í hnéskeljarnar á honum.
Þegar alþjóðleg fylgdarsamtök koma þangað þá breytist
ástandið til batnaðar. Og fólkið sagði að það vildi ekki
peninga en það vildi að sem flestir kæmu og sæju ástandið
og forðuðu svona grimmdarverkum með nærveru sinni.“
Lútherska heimssambandið var stofnað árið 1947 í
Lundi í Svíþjóð. Það hefur nú 138 aðildarkirkjur með
samtals um 66 milljónir meðlima í 77 löndum. Þjóðkirkjan
hefur verið aðili að Lútherska heimssambandinu frá
stofnun og tekið virkan þátt í starfi þess.