Víðförli - 01.11.2005, Side 14

Víðförli - 01.11.2005, Side 14
14 VÍÐFÖRLI 24. ÁRG. 3. TBL. Vinna gegn fordómum í Evrópu 35. aðalfundur Samkirkjulegra æskulýðssamtaka í Evrópu (Ecumenical Youth Council of Europe, EYCE) var haldinn í Turku í Finnlandi dagana 24.-30. október. ÆSKR á aðild að þessum samtökum síðan 1993 og hefur tekið virkan þátt í starfi þeirra. Á fundinn voru mættir fulltrúar frá aðildar- samtökum EYCE víðs vegar úr Evrópu til þess að taka þátt í að móta framtíð EYCE. Fjögur ný aðildarfélög voru tekin inn í EYCE á fundinum og var það mikið ánægjuefni fyrir samtökin. Nefndir störfuðu meðan á fundi stóð. Meðal þess sem rætt var þar voru efni á borð skiptingu auðvalds í heim- inum, samtal trúarbragða, hlutskipti EYCE í Evrópu, aðild að EYCE, samkirkjumál og fjármál. Nefndirnar skiluðu hver og ein skýrslu að nefndarstörfum loknum og má finna upplýsingar um þær á www.eyce.org. Ný stjórn var kjörin og er óhætt að segja að hún sé afar vel skipuð samkirkjulega séð. í henni sitja fulltrúar frá Waldesísku kirkjunni, lúthersku kirkjunni, rétttrúnaðarkirkj- unni, anglikönsku kirkjunni og rómversk-kaþólsku kirkj- unni. Eitt af megin verkefnum EYCE næstu árin verður að styrkja tengslin við ungmenni af öðrum trúarbrögðum. EYCE lítur á þetta verkefni sem mikilvægt til þess að vinna gegn fordómum og ófriði í Evrópu og bindur miklar vonir við það. EYCE hefur einnig undanfarið unnið að því að auka þátttöku ungmenna úr austur-Evrópu í námskeiðum og var fyrsta skrefið að stofna sérstakan sjóð sem ætlaður er til þess að styrkja þáttöku þeirra. Þátttakendur í námskeiðum hafa verið duglegir að leggja fé í þennan sjóð og lét aðalfundurinn ekki sitt eftir liggja. Á fundinum söfnuðust tæpar 300 evrur í sjóðinn. Þakka má fram- kvæmdastjóra EYCE og gjaldkera EYCE fyrir það en þeir voru tilbúnir að taka þátt í smá sprelli ef rétt upphæð næðist til þess. Klæddi gjaldkerinn, sem er heldur stór- vaxinn, sig upp í kvenmannsföt en framkvæmdastjórinn rakaði af sér skeggið í fyrsta sinn í tíu ár. Vakti þetta uppá- tæki mikla kátínu en það sem betra er, er að sjálfsögðu féð sem safnaðist í sjóðinn góða. EYCE hefur einnig skipulagt sérstaka heimsókn á Balkanskaga til þess að styrkja betur sambönd við ungmenni þar. EYCE stefnir svo á að halda námskeið í Úkraínu á næsta ári, en á því námskeiði verður fjallað um ungmennalýðræði. Sjöfn Þór, fyrrverandi stjórnarmeðlimur í EYCE Pistlar um þjóðmál, kirkju og trú í nóvember var opnaður nýr Pistlavefur á www.tru.is/ pistlar. Þar eru birtir 2-3 pistlar vikulega um ýmis efni sem varða kirkju og trú. Boðið er upp á umræður um efni pistlanna og við hvetjum lesendur Víðförla til að leggja endilega orð í belg. Á undanförnum vikum hafa birst pistlarnir: Svavar A. Jónsson: Eigum við að trúa fjölmiðlunum? Þórey Guðmundsdóttir: Þorum að axla ábyrgð sem uppalendur Axel Árnason: Huggun 1 Anna M. Þ. Ólafsdóttir: Þegar dyrabjallan hringir... Jónas Þ. Þórisson: Neyðin kallar í Pakistan Kristján Valur Ingólfsson: Marteinn bróðir minn Sigurður Árni Þórðarson: Kaþarsis - hreinsun Kristín Þórunn Tómasdóttir: í upphafi var vatnið Irma Sjöfn Óskarsdóttir: Hrópum og hlustum Árni Svanur Daníelsson Upptökur af Kirkjuþingi Sú nýbreytni var tekin upp á Kirkjuþingi í október að upptökur frá umræðum á þingfundum voru gerðar aðgengilegar á vef þingsins. Þannig gátu allir sem fylgjast vildu með einstökum málum kynnt sér hvernig fjallað var um þau. Umræðurnar eru enn aðgengilegar á www.kirkjan.is/ kirkjuthing/?upptokur/2005. Gerður var góður rómur að þessu og hafa einstakar skrár verið sóttar um 700 sinnum. Á vef þingsins er jafnframt hægt að nálgast málaskrá Kirkjuþings og bráða- birgðaútgáfu af gerðum þingsins. Þá er stefnt að því að setja gerðir Kirkjuþings frá upphafi á vef þingsins á næsta ári. Árni Svanur Daníelsson

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.