Víðförli - 01.11.2005, Síða 15
NÓVEMBER 2005
V í Ð F Ö R L I
15
Af Kirkjuþingi 2005
Kirkjuþing 2005 fjallaði um nokkuð mörg mál að þessu
sinni eða alls 24.
Þingið samþykkti frumvarp að breytingu á þjóðkirkju-
lögunum, nokkrar ályktanir, þ. á m. um Hjálparstarf kirkj-
unnar og fjármál þjóðkirkjunnar, tvo nýja bálka starfsreglna
svo og ýmsar breytingar á gildandi starfsreglum. Þá sinnti
þingið hefðbundnu eftirlitshlutverki sínu, m.a. með því að
fjalla um skýrslu Prestssetrasjóðs og reikninga kirkjunnar.
Ef farið er yfir helstu samþykktir þingsins má fyrst nefna
að Kirkjuþing lýsti yfir stuðningi við þá stefnu sem Hjálpar-
starf kirkjunnar hefur mótað um eflingu starfseminnar til
ársins 2010, meðal annars um þreföldun söfnunarfjár. Kirkju-
þing samþykkti að hvetja söfnuði, prestaköll og prófast-
dæmi til þess að taka virkan þátt í hjálparstarfinu á kom-
andi árum og beindi Kirkjuþing því til safnaða að gera
alþjóðlegt hjálparstarf að reglulegu verkefni í starfsemi
sinni. í þessari ályktun Kirkjuþings var fjallað um margt
fleira sem þýðingarmikið má telja á sviði kærleiksþjónustu
kirkjunnar, sem ekki er rúm til að fjalla um hér.
Þróunarverkefni um svæöabundið samstarf
Þingið ályktaði að koma á þróunarverkefni um svæða-
bundið samstarf er nái til allra sókna og prestakalla í land-
inu. Felst m.a. í þessu að efla samvinnu sókna og presta-
kalla og þar með þjónustu kirkjunnar og að nýta mannauð
og fjárhagslega burði út fyrir sóknarmörk. Prófastar skulu
hafa umsjón með þróunarverkefninu og Biskupsstofa veita
faglega ráðgjöf.
Samþykkt var að beina því til Biskups íslands að loka-
tillaga að fjölskyldustefnu, markmiðum og leiðum, verði
lögð fyrir Kirkjuþing 2006.
Þýðingarmikið mál sem þingið afgreiddi var frumvarp til
laga um breytingu á þjóðkirkjulögum nr. 78/1997, en frum-
varpið var samið á vegum kirkjunnar. Er um að ræða tilmæli
þingsins til dóms- og kirkjumálaráðherra, um að flytja frum-
varp þetta. Frumvarpið felur m.a. í sér að vald Kirkjuþings
er aukið frá því sem nú er. Verði frumvarpið að lögum mun
Kirkjuþing eftirleiðis ákvarða skipan kjördæma Kirkjuþings,
í stað þess að það er lögboðið í dag. Jafnframt mun Kirkju-
þing ákvarða fjölda fulltrúa á þinginu, en áfram verður þó
lögboðið að leikmenn skuli vera fleiri en vígðir menn. í stað
þess að ræða um kjördeild presta eins og nú er verður um
kjördeild vígðra manna að ræða, þ.e. djáknar bætast I hóp
prestanna. Vonast er tii að Alþingi veiti frumvarpinu brautar-
gengi og jafnframt að unnt verði að samþykkja það fyrir
ársbyrjun 2006, m.a. vegna þess að gengið er til kosninga
á næsta ári til Kirkjuþings.
Auka kirkjuþing á vormisseri
Verði frumvarpið samþykkt sem lög frá Alþingi verður auka
Kirkjuþing kallað saman snemma á næsta ári til að fjalla um
nauðsynlegar breytingar á starfsreglum kirkjunnar, sem eru
háðar því að frumvarpið öðlist lagagildi. Þessar breytingar
varða annars vegar reglur um kjör til Kirkjuþings og hins
vegar þingsköp Kirkjuþings, en núgildandi starfsreglur um
þessi mál er að finna í starfsreglum um Kirkjuþing nr.
729/1998. í sjálfu sér er um nauðsynlegar tæknilegar breyt-
ingar að ræða fyrst og fremst en jafnframt varð úr að endur-
skoða tiltekna þættti núgildandi fyrirkomulags.
I fyrsta lagi er lagt til að kjörgengi verði víkkað út meðal
leikmanna þannig að allir leikmenn í Þjóðkirkjunni, sem upp-
fylla skilyrði til að sitja í sóknarnefnd, geti gefið kost á sér
til Kirkjuþings, eftir ákveðnum skilyrðum. Þeir sem áhuga
hafa á að bjóða sig fram verða að snúa sér til sóknar-
nefndar sinnar og lýsa yfir áhuga sínum.
í öðru lagi verður sóknarnefndum heimilt, samkvæmt
tillögunum, að tilnefna kjörgenga menn til kjörs í kjör-
dæminu eftir nánari reglum, en í dag eru það leikmenn á
héraðsfundum sem tilnefna. Sóknarnefndir geta þá t.d.
tilnefnt þá sem kunna að hafa gefið sig fram og lýst áhuga
eða leitað til tiltekinna einstaklinga.
í þriðja lagi er lagt til að fulltrúum á þinginu verði fjölgað
úr 21 í 29 þ.e. að atkvæðisbærir fulltrúar verði 12 vígðir
menn og 17 prestar. Eftir sem áður situr Biskup íslands
þingið með málfrelsi og tillögurétt auk vígslubiskupa, full-
trúa dóms- og kirkjumálaráðherra og guðfræðideildar.
Þingið fjallaði um skýrslu nefndar þeirrar sem kosin var
á þinginu í fyrra til að fara yfir skipan kjördæma Kirkjuþings
og kosningafyrirkomulag en frumvarpið og þessi tvö þing-
mál sem rakin hafa verið eiga rót að rekja til starfa nefndar-
innar. Ein ályktun sem samþykkt var er einnig afleiðing af
starfi nefndarinnar, en það er um að fela Kirkjuráði að skipa
nefnd til að fara yfir kirkjustjórn í héraði. Einkum er um að
ræða verksvið prófasta og vígslubiskupa, ekki hvað síst
fyrirkomulag sáttaumleitana í deilumálum og athuga skal
hvort setja eigi reglur um meðferð héraðssjóða o.fl.
Samþykktar voru starfsreglur um Samkirkjunefnd Þjóð-
kirkjunnar og má segja að nefndin hafi fengið þannig traust-
ari stöðu í stjórnkerfi kirkjunnar, en vægi og þýðing sam-
kirkjumála hefur aukist umtalsvert á undanförnum árum.
Raufarhafnarprestakall lagt niður
Kirkjuþing samþykkti að leggja niður Raufarhafnarpresta-
kall frá 1. júní nk. og mun þjónusta Raufarhafnarsókn verða
í Skinnastaðaprestakalli eftirleiðis.
Tillaga um Kirkjumiðstöð á Akureyri hefur fengið tölu-
verða umfjöllun. Kirkjuþing beindi því til Kirkjuráðs að fram
færi nánari skoðun og meiri undirbúningur að málinu.
Verður væntanlega næsta ár notað til að fara yfir málið og
kanna það samkvæmt samþykktum þingsins.
Samþykkt var að Kirkjuráð, í samstarfi við Kirkjugarða-
ráð, hlutist til um að gengið verði kerfisbundið til verks um
skipulag á kirkjustöðum í samstarfi við hagsmunaaðila.
Tryggt verði að kirkjur og kirkjugarðar fái skýrt afmarkað
land eða helgunarsvæði og að önnur réttindi kirknanna á
stöðunum og framtíðarhagsmunir sóknarbarnanna gagn-
vart þeim verði tryggð.
Bent skal á að fram komu ýmsar gagnlegar ábendingar