Víðförli - 01.11.2005, Blaðsíða 16

Víðförli - 01.11.2005, Blaðsíða 16
16 VÍÐFÓRLI 24. ARG. 3. TBL. í nefndarálitum þingnefnda Kirkjuþings sem verða teknar til athugunar. Hér hefur einungis verið stiklað á stóru en fleiri ályktanir, starfsreglur o.fl. var afgreitt á þinginu. Gerðir Kirkjuþings í bráðabirgðaútgáfu eru aðgengilegar á vef kirkjunnar kirkjan.is og má sjá þar allar afgreiðslur mála og upphaf- legar tillögur á málaskrá þingsins sömuleiðis. Guðmundur Þór Guðmundsson VIÐHORF: Jón Pálsson, framkvæmdastjóri Hins íslenska Biblíufélags, skrifar um mikilvægi árangursmælingar ístefnumótun út frá stefnumótun Þjóðkirkjunnar. Stefnumiðað árangursmat og kirkjan Einn megintilgangur stefnumótunar er, fyrir utan það að öllum sé stefna viðkomandi skipulagsheildar Ijós, að geta fylgst með framgangi hennar. Til þess þarf mælieiningar, þ.e. móta þarf mælikvarða sem geta sagt til um hvernig framgangi stefnunar miðar og hvort unnið sé samkvæmt viðmiðunum hennar. Til að móta slíkar mælieiningar sem taka mið af stefnunni er tilvalið að byggja á aðferðarfræði svokallaðs skorkorts (Balance Score Card) en tilgangur þess er að stjórnendur geti fylgst með hvernig gengur að framkvæma stefnuna. Það eru því söfnuðirnir og stofnanir kirkjunnar sem ættu að setja sér stefnu og búa sér til mælieiningar út frá aðferðarfræði BSC. Þetta eru þeir aðilar sem raungera stefnu þjóðkirkjunnar hver á sínum stað og bera í reynd ábyrgð á að hún nái fram að ganga. Og þrátt fyrir að söfnuðirnir í landinu séu ákaflega mismunandi bæði að stærð og hvað aðstöðu varðar er ekkert sem kemur í veg fyrir að þeir móti sér stefnu sem hentar þeirra aðstæðum og búi til mælieiningar sem segja til um framgang hennar. Að móta stefnu í hverjum söfnuði sem byggir á stefnumótunarskjalinu ætti að vera tiltölulega auðvelt. Flóknara gæti virst hvaða mælieiningar eigi að miða útfrá við mat á árangri. Ljóst er að margt í stefnu kirkjunnar verður ekki mælt tölulega (quantitatívt) því mörg atriði í henni snúast um aðra hluti eins og trúarafstöðu og lífsgæði (qualitatívt). Hvernig á að mæla lífsgæði eða trúarafstöðu er vitanlega stóra spurningin. Ég tel þó að þetta þurfi ekki að vera svo flókið eða erfitt í framkvæmd. Stjórnendur og sarfsmenn safnaða hafa því hlutverki að gegna að þjónusta söfnuð sinn og að þróa virk tengsl við sem flesta í honum hvort sem viðkomandi sækja guðsþjónustur reglulega eða ekki. Það hefur líka þegar sannað sig að ýmsir möguleikar og leiðir eru til að ná til fólks en bryddað hefur verið upp á margskonar nýbreytni í sumum söfnuðum sem síðan hefur fest sig í sessi. Fjöl- breytnin í starfsemi safnaðarins getur því verið ákveðin mælikvarði. Fjöldi þátttakenda er vitanlega beinn mæli- kvarði og er mikilvægt að gera ekki lítið úr honum því hann getur sagt til um hvort starfsemin sé á réttri leið eða ekki. í því sambandi er mikilvægt að fylgjast með tölulegum upplýsingum um þátttaöku því ef allt í einu verða miklar breytingar á henni gefur það ákveðna vísbendingu um að eitthvað sé að gerast. T.d. verði mikil fækkun á þátttöku virka slíkar talningar eins og viðvörunarbjalla sem gefur stjórnendum tilefni til endurmats á starfseminni. Tengsl kirkjustarfsins við aðrar stofnanir, félög og fyrirtæki í sókn- inni, eins og skóla og vinnustaði, eru einnig ákveðin mæli- kvarði. Varðandi þá þætti sem ekki verður slegið tölu á er hægt að beita þeirri aðferð að fylgjast grant með hvaða augum viðkomandi samfélag lítur kirkjuna sína. Slíkt getur birst með ýmsum hætti, t.d. í umfjöllun í blöðum, í því hvenær og við hvaða aðstæður kirkjan er kölluð til og ekki síst í almennu viðhorfi fólks til hennar. Viðhorfskönnun er öflugt tæki til að öðlast mynd af þessum þáttum. Að láta gera slíka könnun ætti eflaust að vera fyrsta skrefið við mótun stefnu safnaðarins. Síðan mæti endurtaka hana að nokkr- um árum liðnum til að sjá hvort viðhorfin hafi breyst, t.d. hvort ánægjan með starfsemi kirkjunnar hafi aukist eða minnkað. Með slíkri kerfisbundinni nálgun á viðfangsefnið ættu söfnuðurnir í landinu og stofnanir kirkjunnar að geta unnið markvisst að því að raungera hina mjög svo metnaðarfullu stefnu þjóðkirkjunnar. Þannig verður mögulegt að þjóð- kirkjan sem heild geti skapað sér þann sess í samfélaginu sem hún vili ná og sett hefur verið fram í stefnótunarskjali hennar. Þessi pistill er lengri og birtur íheild á tru.is/pistlar. Þar er einnig hægt að bregðast við efni pistilsins. Postillan vex Kirkjupostillan (www.tru.is/postilla) heldur áfram að vaxa. Þar er nú að finna á þriðja hundrað prédikanir frá flestum dögum kirkjuársins. Við birtum að jafnaði 3-4 prédikanir í viku hverri og tökum jafnt við nýjum sem gömlum prédikunum. í byrjun nóvember gerðum við tilraunir með upptöku á prédikunum sem er bæði hægt að lesa á vefnum og hlusta á. Þær eru merktar með íkoni sem lítur svona út: D Við hvetjum lesendur Víðförla til að líta í Postilluna og sækja sér uppbygg- ingu og innblástur þangað. Árni Svanur Daníelsson

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.