Víðförli - 01.11.2005, Page 17

Víðförli - 01.11.2005, Page 17
NÓVEMBER 2005 VIÐFORLI 17 Norrænt æskulýðsmót í Svíþjóð Hulda Líney Magnúsdóttir, æskulýðsfulltrúi Landakirkju, segir frá ferð á æskulýðsmót: Æskulýðsfélag Landakirkju og Kfum&k í Eyjum fór síðastliðið sumar á Norrænt æskulýðsmót sem haldið var á eynni Barnes Ö í Svíþjóð. Eyjahópurinn samanstóð af 14 meðlimum æskulýðsfélagsins og fimm leiðtogum. Aðrir frá íslandi voru fimm félagar úr æskulýðsfélagi Mosfellsbæjar ásamt fararstjóra ferðarinnar, Hreiðari Erni Stefánssyni og fjórir úr Skógarvinum ásamt tveimur leiðtogum. Flogið var til Kaupmannahafnar og gist nokkrar nætur á FDF. Þaðan farið á rútu á mótið, 12 klukkustunda ferð í 30 stiga hita. Áfangastaðurinn var Barnes Ö sem er ákaflega falleg eyja í sænska skerjagarðinum. Þátttakendur voru frá öllum Norðurlandaþjóðum nema Grænlandi. Þeim var skipt í hópa þar sem reynt var að blanda þátttakendum frá öllum þjóðum saman. Dagurinn byrjaði alltaf á samverustund sem þjóðirnar skiptust á að halda. Á hverjum degi var boðið upp á þrjú mismunandi verkefni og skiptust hóparnir á að leysa þau svo að allir fengu að prófa allt. Það sem var í boði var meðal annars kennsla á kanó og í dýfingum, ströndin (sandkastalakeppni og sólbað), mismunandi leikir, tálga, dorgveiðar, ýmsir sirkusleikir, umræðuhópar, dans og gítarkennsla. Á kvöldin var endað á léttri kvöldvöku þar sem sungið var undir gftarspili tveggja íslenskra leiðtoga. Flenni lauk síðan með bíblíustund. Um mitt mót var mótið brotið upp og farið í allsherjar sjóræningjaleik sem byggðist upp á þrautum og keppnum milli liða. Það tókst með eindæmum vel og höfðu þátttak- endur gaman af þó þeir blotnuðu oft. Á meðan þátttak- endur leystu mismunandi verkefni voru aðstoðarleiðtogar á leiðtoganámskeiði. Enduðu þeir síðan þjálfunina með því að skipuleggja eina kvöldstund sem tókst mjög vel. Á milli verkefna var góður frítími. Þá var gott að fara á ströndinni og í sjóinn. Ekki veitti af að kæla sig þar sem frábært veður var allan tíma og sást ekki skýjahnoðri á himni og hitinn var á milli 28 - 32 stig. Þann 10. júlí endaði mótið og haldið var aftur til Kaupmannahafnar. Þá tóku aftur við skelfilegir 12 tímar í rútu í 35 stiga hita og nær engin loftræsting. Æskulýðsfélagar gerðu gott úr því og sváfu á milli þess sem gert var grín og sungið. í Kaup- mannahöfn var gist á FDF eins og á útleið og höfðu félagar mikið af frjálsum tíma á milli þess sem farið var á tækni- safn, Tívolí, siglingu um Nýhöfn og Kristjanía skoðuð. En alltaf kemur að ferðalokum. Haldið var sem heim lá með lceland Express þann 13. júlí og komið til Eyja það kvöld. Ferð þessi tókst mjög vel myndaðist gott samband milli allra þátttakenda. Margir mynduðu vinatengsl og eru enn í sambandi bæði í gegnum msn, síma en einnig hafa nokkrir af islensku félögunum hist í litlum hópum. Þessi ferð verður lengi í minningu höfð.

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.