Víðförli - 01.11.2005, Page 19

Víðförli - 01.11.2005, Page 19
NÓVEMBER 2005 V í Ð F Ö R LI 19 Úrvalslið íslenskra hugsuða íhuga lífið, tilveruna og trúna í nýrri bók Hvar býr hamingjan? Eru börn óvitar? Eru englar alls staðar? Kanntu að meta þögnina? Þykir þér gaman í erli dagins? Var ekki gott að vakna í morgun? Hvað kostar fjögurra dyra, sjö ára gömul Lada? Hvers virði er fjölskyldan, makinn og börnin? í bókinni í dag, um lífið tilveruna og trúna má finna þessar spurningar og margar fleiri. Þeim er varpað fram og svarað af 179 konum og 187 körlum. Alls er um 366 hugleiðingar að ræða, ein fyrir hvern dag ársins - líka hlaupársdag. Höfundar eru á öllum aldri og margir þeirra þjóðkunnir. En flestir þeirra eru í hópi hversdagslegs fólks sem sækir ekki í sviðsljósið en allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa af miklu að miðla, lífsþekkingu sem sprottin er upp úr önnum dagsins og öllu því sem lífið hefur upp á að bjóða, hamingju jafnt sem ögrunum. Umfjöllun og efnistök sýna á skýran hátt hvað hverjum og einum er hjartfólgnast og hugleiknast í lífinu. Oft rifja höfundar upp minningu sem virðist í fyrstu hversdagsleg en verður lærdómsrík. Allt er hér sett fram á látlausan hátt og gjarnan með bros á vor, sögur um litla sigra, vonbrigði og lífsreynslu sem geta reynst drjúg hjálp fyrir þann sem veltir fyrir sér tilgangi lífsins. Á meðal höfunda eru blaðamenn, prestar, listamenn, framkvæmdastjórar, Ijósmæður, ráðgjafar, leikarar, arki- tektar, kennarar, hjúkrunarfræðingar.verkalýðsforingjar, al- þingismenn, dagskrárgerðarfólk og þannig mætti lengi telja. Þeir koma af nánast af öllum sviðum mannlífsins. Bókin I dag er á vissan hátt þverskurður af hugsun Tugir höfunda komu í Kirkjuhúsið á útgáfudegi til að sækja eintak sitt af bókinni í dag. nútíma íslendingsins, sýnir hvaða augum hann lítur lífið og hvað honum er efst í huga. Segja má að hér sé á ferð úrvalslið íslenskra hugsuða sem deila með lesendum hugsunum sínum þar sem margt óvænt og lærdómsríkt kemur í Ijós. Lífsspeki hversdagsins sem vekur til um- hugsunar. Nota má bókina í dag á margan hátt. Að sjálfsögðu má lesa hana spjaldanna á milli. Einnig er hægt að velja hugleiðingu fyrir daginn hvort sem er samkvæmt dagatali eða af handahófi. Til viðbótar þessu er svo hægt að skrá í bókina afmælisdaga. Á hverri síðu er enn fremur að finna ritningarorð úr Biblíunni, sem draga rauðan þráð í gegnum bókina, uppörvandi orð sem hægt er að fletta upp og kynna sér nánar ef áhugi vaknar. Næring í dagsins önn Almanak kirkjunnar er birt daglega á vefnum. Gott er aö líta þar við í upphafi dags og sækja sér næringu fyrir dagsins önn. Við birtum þar stutta morgun- og kvöldlestra, bæn dagsins, sálmvers dagsins og stuttan pistil eða fróðleiksmola. Einnig er hægt að skrá sig á póstlista almanaksins á www.kirkjan.is/almanak. Þeir sem slíkt gera fá sendan morgunlestur og bæn í tölvu- pósti á hverjum dagi. Árni Svanur Daníelsson Nýr fræðslufulltrúi Hans G. Alfreðsson guðfræðingur hefur verið ráðinn fræðslu- fulltrúi á fræðslusviði Biskupsstofu með æskulýðsmál að aðalviðfangsefni frá og með 1. október n.k. Um er að ræða tímabundna ráðningu í hálft starf til eins árs. Hans útskrifaðist úr guðfræðideild H.í. árið 2000 og starfaði tvö næstu árin sem meðferðarráðgjafi á Stuðlum, meðferðar- og greiningarstöð fyrir unglinga. Hann tók við starfi æskulýðsfulltrúa Dómkirkjunnar haustið 2002 og hefur haft þar umsjón með öllu barna- og unglingastarfi síðan. Hans mun starfa þar áfram í hálfu starfi. Að auki hefur hann verið í starfshópi um lífsleikniverkefni Þjóð- kirkjunnar í framhaldsskólum.

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.