Víðförli - 01.11.2005, Qupperneq 20

Víðförli - 01.11.2005, Qupperneq 20
20 VIÐFORLI 24. ÁRG. 3. TBL. Bækur Skalholtsútgáfunnar Kirkjuhúsið, Laugavegi 31 - Sími 552 366 ÍSLENDINGAR ÍHUGA LÍFIÐ, TILVERUNA 0G TRÚNA í NÝRRI BÓK í bókinni I dag, um lífið tilveruna og trúna eru 366 hugleiðingar, ein fyrir hvern dag ársins. Höfundar eru á öllum aldri og margir þeirra þjóðkunnir. Allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa af miklu að miðla, lífsþekkingu sem sprottin er upp úr önnum dagsins og öllu því sem lífið hefur upp á að bjóða, hamingju jafnt sem ögrunum. Á meðal höfunda eru blaðamenn og bændur, listamenn og Ijósmæður, framkvæmdastjórar, ráðgjafar og leikarar, alþingismenn og arkitektar, kennarar og hjúkrunarfræðingar, verkalýðsforingjar og dagskrárgerðarfólk, sjómenn og skrifstofufólk, og þannig mætti lengi telja. Þeir koma af nánast af öllum sviðum mannlífsins. Umfjöllun og efnistök sýna á skýran hátt hvað hverjum og einum er hjartfólgnast og hugleiknast í lífinu. Oft rifja höfundar upp minningu sem virðist í fyrstu hversdagsleg en verður lærdómsrík. Allt er hér sett fram á látlausan hátt og gjarnan með bros á vor, sögur um litla sigra, vonbrigði og lífsreynslu sem geta reynst drjúg hjálp fyrir þann sem veltir fyrir sér tilgangi lífsins. Nota má bókina / dag á margan hátt. Að sjálfsögðu má lesa hana spjaldanna á milli. Einnig er hægt að velja hugleiðingu fyrir daginn hvort sem er samkvæmt dagatali eða af handahófi. Til viðbótar þessu er svo hægt að skrá í bókina afmælisdaga. Á hverri síðu er enn fremur að finna ritningarorð úr Biblíunni, sem draga rauðan þráð í gegnum bókina, uppörvandi orð sem hægt er að fletta upp og kynna sér nánar ef áhugi vaknar. Meðal höfunda í bókinni eru Árni Tryggvason leikari, Einar Kárason rithöfundur, Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn í Reykjavík, Guðrún Bergmann hótelhaldari, Gunnar Hersveinn heimspekingur, Jón Ólafsson tónlistarmaður, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Hjálmar Sveinsson útvarpsmaður, Ingólfur Margeirsson rithöfundur, Jón Ársæll Þórðarson sjónvarpsmaður, Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur, afreksfólkið Ólafur Stefánsson og Kristín Rós Hákonardóttir, Fréttamennirnir Sigmundur Ernir og Ómar Ragnarsson, Jónína Leósdóttir blaðamaður og Vigdís Finnbogadóttir. ÞANKAGANGUR JÓNS GNARR Það er list að fjalla um málefni trúar og samfélags af kímni og alvöru án þess að kjarni málsins fjari út í góðlátlegu brosi eða kafni undar þunga alvörunnar. List að setja brennandi mál líðandi stundar undir Ijós trúarinnar - velta fyrir sér þýðingu hennar í lífi nútímamanna sem eru í kapphlaupi við tímann og sjálfa sig. Skoða á einlægan hátt og gagnrýnan samfélagið sem við lifum og hrærumst í. Láta kímnina og alvöruna vega salt og varpa Ijósið hvora á aðra svo til verði nýtt sjónarhorn. Þetta tekst Jóni Gnarr í nýrri bók sinni, Þankagangur. Hann staldrar við í önnum dagsins og virðir fyrir sér líf sitt og samferðamanna sinna. Líf sem oft er flókið og krefjandi - líf sem oft virðist vera jafnvel fáránlegt og geggjað. Hversdagsleg atvik sem við öll þekkjum verða honum tilefni til að skoða lífið út frá því sjónarhorni þar sem jafnvægi milli kímni og alvöru ríkir. Þess vegna er texti hans snarpur og hristir duglega upp í lesendum. Hann er einlægur í trú sinni og djarfur vegna þess að trúin er lifandi í brjósti hans og heil. Þankagangur er bók sem kemur öllum í gott skap - alla til umhugsunar. bók sem vekur

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.