Víðförli - 01.11.2005, Page 21
NÓVEMBER 2005
V ÍÐ FÖ R LI
21
BIBLÍAN FRÁ GRUNNI EFTIR
SIMON JENKINS
Hvaða erindi skyldi Biblían eiga við
nútímann?
Lipur handbók við hæfi
nútímamanna
Hver varAbel? Og Kain? Af hverju fór
Jósef til Egyptalands? Hver var þessi
Gídeon? Og allir þessi spámenn?
Jeremía...Jesaja? Afhverju eru
guðspjöllin fjögur? Hver er þessi Pétur?
Og þessi undarlegi maður, hann Páll
postuli? Opinberunarbókin hefur vakið
alls konar hugmyndir og margir hafa
pælt i henni - en hvaða boðskap skyldi
hún flytja?
Oft heyrast þær raddir að Biblían
sé torskilin bók, söguþráður
flókinn og ekki aðgengilegur
nútímamanninum. Auk þess sé
letrið svo smátt og heimur hennar
einkennilega framandi og ólíkur
öld tækni og tölva. En þá kemur
Biblían frá grunni, að góðum notum
og svarar ýmsum spurningum sem
brenna á okkur.
Þessar spurningar og mikiu fleiri eru
mörgum kunnar og kannski höfum
við sjálf spurt þeirra einhvern tíma!
Fáar bækur geyma jafn mörg nöfn
og Biblían. Og fáar bækur segja jafn
merkilega sögu og Biblían enda hefur
hún ekki verið að ástæðulausu kölluð
bók bókanna.
Biblían frá grunni rekur í stórum dráttum
efni allra bóka Biblíunnar og setur
þær í sögulegt samhengi. Flún gefur
greinargott yfirlit svo að lesandinn er
miklu fróðari að lestri loknum og áttar
sig smám saman á hvílíkan fjársjóð
Biblían hefur að geyma og þá ekki
aðeins hvað snertirtrú heldur líka
menningu nútimans og sögu.
Biblían frá grunni er öllum ætluð og er
framúrskarandi handbók á sínu sviði og
ætti að vera til á hverju heimili. Eins og
símaskráin.
Martin Lönnebo
PÆNABANDIf)
Ijálfun i lífsþrótli, lifslðugun,
sjálfsstjórn pg i þvi að lifa i návisl Guös
BÆNABANDIÐ
Eitt andartak andspænis
lífsspurningunum
Talnabönd þekkja flestir. Þau eru ríkur
þáttur í trúarlífi rómversk-kaþólskra og
rétttrúnaðarkirkjunnar. Talnabönd eru
hjálpartæki bænalífs, perlur á bandi sem
maður rekur sig eftir um leið og farið er
með bænir eða sannindi trúarinnar eru
hugleidd. Bókinni Bænabandið fylgir
bænaband, sem sænski biskupinn Martin
Lönnebo kom fram með fyrir nokkrum
árum. Það er byggt upp af átján perlum
í ýmsum litum og gerðum. Hver og ein
hefur sitt heiti og merkingu. Það hefur breiðst út til margra landa
og verið tekið fagnandi af fólki með mismunandi trúarskoðanir,
sem hefur viljað styrkja bænalíf sitt. Oft er erfitt að tengja hið
kristna trúarlíf daglegu lífi og amstri. Bænabandið getur reynst
gagnlegt til þess. Með því að feta leið bænabandsins frá perlu
til perlu gefst tóm til að nema staðar eitt andartak andspænis
lífsspurningunum og sjá þær sem það sem þær eru - sjá þær
eins og perlur á bandi. Perlurnar eru ekkert í sjálfu sér, þær eru
eins og smámiðarnir á ísskápshurðinni - áminning um það sem
ekki má gleymast - orð og tilfinningar sem maður ber með sér,
en sem maður gleymir ef til vill að íhuga og biðja fyrir.
TÍÐAGJÖRÐ
Tíðagjörð er sígild kristin bænagjörð. Uppi-
staðan er m.a. Davíðssálmar og lestrar úr
Biblíunni. Til notkunar í einrúmi eða í hópum.
ORÐ í GLEÐI - METSÖLUBÓK!
Þessi bók geymir gott
veganesti út í dagsins
amstur og eril. Bókin
flytur glettin orð en þó
alvörufull og djúpvitur
sem ylja lesendum um
hjartarætur og vekja
bros á vör. Örsögur og
íhuganir, myndbrot og
Ijóð, spekiorð og bænir
sem styrkja og næra
hugann.
HUGGUN I SORG
Huggunarorð í formi
íhugunar, bæna og
orða Biblíunnar sjálfrar
um sorg og missi,
huggun og von. Textar
bókarinnar orða hugsanir
þegar hugurinn leitar
hjálpar í hugarneyð,
þegar sorgin sækir að.
HUGGUN í SORG
HUGLEIÐINGAR OG BÆNAORÐ
KARL SIGURBlORNSSON