Víðförli - 01.11.2005, Síða 22
22
VÍÐFÖRLI
24. ÁRG. 3. TBL.
fJVerju- afi?
AF HVERJU, AFI?
í þessari bók talar afi við börn
sem hlakka til jólanna. Aftur
og aftur hljómar spurningin: Af
hverju afi? Af hverju? Börnin
spyrja afa um jólin í gamia daga
og um fyrstu jólin þegar Jesús
fæddist. Þau spyrja um gjafir,
gamla jólasiði og gömul orð úr
Biblíunni og kunnum jólasálmum
eins og: Afi, hvað er þetta meinvill
í myrkrunum lá?
Afinn í þessari bók er Sigurbjörn
Einarsson, biskup. Orð hans bera
með sér hlýju og kímni ásamt visku hins aldna. Bókin svarar
ekki síður spurningum fullorðinna um tíma sem er liðinn og
skildi svo margt eftir handa börnum á öllum aldri. Bókin kom
fyrst út árið 1984 og hefur lengi verið ófáanleg. Hún er sígild
bók og ómissandi dýrgripur á aðventu og jólum.
JOLAHREINGERNING ENGLANNA
Trú, Von og Kærleikur eru englar sem fá það erfiða
verkefni að taka til í veröldinni fyrir jólin. Þeir hitta alls
konar furðufólk, fýlupoka,
ólátabelgi, frekjudósir,
væluskjóður, kjánaprik,
hrekkjalóma, blaðurskjóður,
kjaftaskúma og letipúka og
prakkarastrik! Skondin saga
fyrir börn á ýmsum aldri,
sannkölluð lífsleiknibók!
GEISLADISKURINN
SÖGUR OG SÖNGVAR
Á AÐVENTU OG
JÓLUM
JÓLASÖGUR FRÁ
ÝMSUM LÖNDUM
Sögur og sígíld ævintýri.
Jólasögur sem höfða til allra
aldurshópa!
MYNDSKREYTT BIBLÍA FYRIR BÖRN
OG FULLORÐNA
Hefur þig langað til þess að lesa Biblíuna en ekki
komið þér að verki? Lestu þá þessa bók...
Hér eru sögur Bibliunnar endursagðar á skýran og einfaldan
hátt sem hentar bæði börnum og fullorðnum. Fjöldi mynda
prýðir frásögnina og glæðir hana kraftmiklu lífi.
Barnabiblía
(PB
; nfl