Víðförli - 01.11.2005, Síða 23
NÓVEMBER 2005
VÍÐFÖRLI
23
Bækur fyrir börn
„Aö læra að biðja er að læra að sjá heiminnn eins og hann
lítur út frá himni.“
Bænabók barnanna er safn 150 bæna og versa sem Karl
Sigurbjörnsson hefur tekið saman. Þessar perlur varpa
Ijóma inn í hinar ólíkustu aðstæður lífsins og eru hver
með sínu móti, en umfram allt eru þær einfaldar, látlausar,
einlægar og minnisstæðar.
3.TÍU B0Ð0RÐ GUÐS
Tíu boðorð Guðs - leiðsögn á vegi lífsins heitir ný bók frá
Skálholtsútgáfunni. Bókin endursegir á einfaldan hátt texta
boðorðanna tíu þannig að börn geta skilið.
2. JESÚS ER BESTIVINUR BARNANNA -
GLUGGABÓK
Sögur um Jesú með gluggum til að opna. Þessi gluggabók
geymir sögur af Jesú sem eru heppilegar fyrir yngri börnin.
Sagt er frá fæðingu Jesú, vinum hans, kraftaverkum og
upprisu. Börnin læra um leið að telja, þekkja litina og hvað
afkvæmi dýra heita. Það eru 45 gluggar til að opna og þá
komast börnin að ýmsu skemmtilegu. Lifandi bók og litrík.
4. ÓSKIR TRJÁNNA
Einu sinni stóðu þrjú lítil tré uppi á fjalli nokkru og létu sig
dreyma um hvað biði þeirra þegar þau yrðu stærri... Þannig
hefst þessi hrífandi saga af þremur trjám og óskum þeirra -
sem rætast á undraverðan hátt... Saga sem börn heillast af.