Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.02.2000, Síða 5

Bæjarins besta - 09.02.2000, Síða 5
Elías Oddsson, Lárus Valdimarsson og Óðinn Gestsson skrifa Stefiiumótun í safjarðar- bæjar í atvinnumálum Stefnumótun ísafjarðarbæj- ar í atvinnumálum var kynnt í kjölfar útgáfu bæklings hinn 7. janúar sl. Síðan hefur nokk- uð verið fjallað urn stefnuna. Komið hefur fram gagnrýni sem er gott, sumt er málefna- legt en ekki annað eins og gengur. Sú gagnrýni hefur að mestu beinst að því að ekki sé fjallað um undirstöðuatvinnu- greinarnar, þ.e. sjávarútveg og landbúnað. I þessu virðist gæta nokkurs misskilnings. Við undirbúning að þessari stefnumótun var tekin ákvörðun um að fella undir matvælaframleiðslu það sem áður var skilgreint í að- greinda málaflokka, þ.e. sjáv- arútveg, fiskvinnslu og land- búnað. Allir þessir þættir lúta að framleiðslu matvæla og er eðlilegt að líta á fiskveiðar sem frumstig fiskvinnslu. Ar- angur í framleiðslu matvæla verður aldrei betri en slakasti þáttur ferils framleiðslunnar, hvort heldur er við veiðar, vinnslu eða sölu afurða. Þess vegna er ástæðulaust að að- greina þetta eins mikið og nú er gert. Sú aðgreining innan mat- vælaframleiðslu sem við höf- um búið við undanfarna ára- tugi er kannski hluti af okkar vandamáli í atvinnumálum í dag. Að sjálfsögðu má taka undir, að einhverju leyti, orð Guðjóns A. Kristjánssonar þingmanns í opnu bréfi til bæj- arstjóra á vef Isafjarðarbæjar (http://www.isafjordur.is / greinar/adsent/index.htm) og fleiri, um að meiri kvóti væri það sem ætti að vera krafa og markmið ísafjarðarbæjar. En það leysir ekki þann vanda sem við búum við í dag, sem er einhæfni í atvinnulífi og fólksfækkun. Þegar talsverður hluti land- aðs afla hér á svæðinu er flutt- ur í aðra landshluta til vinnslu, þá verðum við að skoða hvað Elías Oddsson. það er sem gerir slíka flutn- inga mögulega og hvort ekki sé ástæða til að huga að breyt- ingum, jafnvel hugarfars- breytingu, varðandi þessi mál í heild hér fyrir vestan. Lestur rits Á síðu 11 í ritinu um stefnu- mótun í atvinnumálum er fjallað um styrk, veikleika, tækifæri og ógnanir. Þar kem- ur skýrt fram, að mikil þekk- Hlíðarskjól við Hjallaveg á ísafirði var brotið niður í síðustu viku. Eftir að hlutverki hússins sem leikskóla lauk var þar um skamman tíma listasmiðja ungs fólks undir nafninu Andrúm en sú starfsemi leið undir lok á síðasta ári. Húsið var í eigu Isafjarð- arbœjar og taldist ónýtt og var ákveðið á síðasta hausti að það yrði rifið. A síðustu árum þess sem leikskóla var mjög kvartað undan aðstöðunniþar, svo ogþrálátum músagangi. Asthildur Cesil Þórðardóttir. við túnfótinn hjá okkur. Það er yndislegt að taka frá eina helgi í skammdeginu og skella sér í Reykjanesið. Þar er tekið ljúfmannlega á móti gestum og þeir geta verið í algjörri afslöppun. Það geta verið nokkrar konur sem taka sig saman og fara, eða sauma- klúbbar, eða hjón með lítil börn, nú eða bara afi og amma með barnabörnin. Hugsið ykkur bara sleppa amstrinu og skella sér í Reykjanes og láta dekra þar við sig í kyrrð og ró, sem endurnærir sálina. Við vorum einstaklega heppnar með veður en vissu- lega er hægt að vera þarna þótt veðrið sé ekki svona gott. Ég vil benda fólki á þennan möguleika. Það voru ánægðar og hressar systur sem komu til baka eftir þessa góðu helgi. Og það er víst að svo verður um fleiri. Notum betur og meira þessa aðstöðu sem er í Reykjanes- inu. Það þarf ekki endilega að þvælast eitthvað langt í burtu. Þarna er hægt að njóta í kyrrð og næði þessarar frábæru sundlaugar og hjartahlýju gestgjafana, sitja í ylvolgri lauginni og horfa á litadýrð himinsinsíljósaskiptunum, hlusta á þungan sjávarnið- inn í fjarska, fuglasönginn. Svo er fjaran heillandi og upplagt að fara í göngu- ferðir til allra átta. Allt um- hverfið svo mátulega ferskt og náttúrlegt. Verði er auk þess mjög stillt í hóf, þannig að þetta er alls ekki dýr ferð. Svo vil ég bara þakka kærlega fyrir mig. Það er alveg áreiðanlegt að við systurnar eigum eftir að bregða okkur oftar inn í Reykjanes í svartasta skammdeginu. - Með kveðju. Asthildur Cesil Þórðardóttir. Lárus Valdimarsson. ing á útgerð og fiskvinnslu sé einn af styrkleikum svæðisins, en einhæft atvinnulíf, skortur á markaðsþekkingu og vöru- þróun séu veikleikar okkar. Auknar grunnrannsóknir fyr- irtækja og stofnana á svæðinu, og vöruþróun fyrirtækja sam- hliða aukinni markaðsþekk- ingu, væri það sem vinna þyrfti að. Helsti veikleiki okk- ar er sá að undirstöðuatvinnu- greinarnar eru háðar ytri að- stæðurn, bæði náttúrlegum og mannlegum. í kaflanum Menntun og rannsóknir er sér- staklega vikið að þörfinni á auknum rannsóknum í þeim stofnunum og fyrirtækjum sem þegar starfa hér. Þetta eru niðurstöður um áttatíu þátttakenda sem komu að mótun stefnunnar. Þátttak- endum var skipt í átta hópa og þar af var einn sem fjallaði um matvælaframleiðslu. Sá hópur var skipaður fimm full- trúum sem starfa við sjávar- útveg og þremur fulltrúum sem starfa við landbúnað. Með þetta að leiðarljósi, svo og þær breytingar sem hafa orðið í frumframleiðslugrein- um, voru sett fram markmið og leiðir sem lúta að því að aukafjölbreytni atvinnulífsins en styrkja jafnframt stoðir þess með því að byggja upp þekkingu fyrirtækjanna og auka grunnrannsóknir og tengingu atvinnulífsins við skólana á svæðinu. Markmið og tilgangur Eitt af markmiðum stefnu- mótunarvinnunnar var að fá Óðinn Gestsson. tjölda fólks úr öllum greinum atvinnulífsins saman, fá fram ólíkar skoðanir og áherslur og draga fram það sem þátttak- endur voru sammála um að skipti máli. Samdóma álit langflestra þátttakenda var að hlutverk stjórnvalda sé fyrst og fremst að skapa aðstæður og umhverfi til atvinnurekstr- ar. Það má jafnframt benda á, að það er hlutverk þingmanna kjördæmisins að berjast fyrir því að við sitjum við sama borð og aðrir landsmenn á sem flestum sviðum mannlífs og menningar, að ekki sé um mis- munun að ræða sem geri at- vinnulífi okkar erfiðara fyrir í þeirri samkeppni sem nú ríkir á Islandi. Að okkar mati er það of mikil einföldun staðreynda, að þá stöðu sem uppi er hér á Vestfjörðum megi eingöngu rekja til kvótakerfisins og nægir að benda á niðurstöður kannanna, t.d. Byggðastofn- unar, á orsökum brottflutnings fólks af landsbyggðinni. Það er því að okkar mati okkur lífsnauðsynlegt að auka fjöl- breytni atvinnulífsins sem um leið mun styrkja undirstöðu- atvinnuvegi okkar á tímum ört vaxandi samkeppni. Megináhersla okkar í nán- ustu framtíð er að við náum að starfa sarnan innan svæðis- ins og koma fram með sam- eiginleg markmið. Því ef okk- ur tekst það ekki er líklegt að aðrir notfæri sér þau tækifæri sem við annars eigum. Elías Oddsson, Lárus Valdimarsson, Óðinn Gestsson. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa Gests O. Loftssonar Hlíf I, ísafiröi Sérstakar þakkir færum við starfsfólki öldrunardeildar FSÍ. Jóna Bjarnadóttir Bjarni L. Gestsson Ágústa Benediktsdóttir Sævar Gestsson Ragna Arnaldsdóttir barnabörn og langafabörn. r IsaQörður r Ovenju- niikiö um unglinga- drykkju Óvenjulega mikið var að gera hjá lögreglunni á Isafirði um helgina. Þar á meðal var talsvert amstur út af drykkju- skap unglinga og ýmsum uppákomum af þeim sökum, ólíkt því sem verið hefur að undanförnu. Aðfaranótt laug- ardags hirti lögreglan upp ölv- aða stúlku fædda 1986 eða á fermingaraldri og ók henni heim þar sem foreldrarnir tóku á móti henni. Að sögn yfirlögregluþjóns eru atvik sem þetta sjaldgæf hér um slóðir eftir það átak sem gert hefur verið í útivistar- málum. Lögreglan hefur und- anfarnar helgar verið með aukavakt þar sem tveir borg- aralega klæddir lögregluþjón- ar hafa gengið um götur Isa- tjarðar og ekið til annarra byggða á norðanverðum Vest- fjörðum. Þeir hafa tekið upp börn sem þeir hafa séð á förn- um vegi og farið með þau til síns heima. „Foreldrarnir hafa verið mjög þakklátir fyrir að fá þennan stuðning og ástandið hefur yfirleitt verið mjög gott, þó að einstök atvik komi upp“, sagði yfirlögregluþjónn. Lögreglan • • Olvaður ökumaður tekínn Lögreglunni í Bolungarvík var tilkynnt um ölvaðan öku- mann á ferð klukkan að ganga fimm á laugardagsmorgun. Hann ók áleiðis til Isafjarðar og þar sent hálka var á vegin- urn og maðurinn ók nokkuð greitt var ekki reynt að elta hann uppi, heldur var lögregl- an á ísafirði beðin um aðstoð. Lögreglubíll var sendur á móti manninum og var hann stöðvaður og málið afgreitt á hefðbundinn hátt. ísaljörður Aðalnám- skrá leik- skóla kynnt Á morgun, fimmtudaginn lO.febrúarkl. 18, verðurhald- inn fundur í ráðstefnusal Framhaldsskóla Vestfjarða þar sem Hrafnhildur Sigurð- ardóttir mun kynna aðalnám- skrá leikskóla. Foreldrar, sveitarstjórnar- menn, leikskólakennarar og aðrir starfsmenn leikskóla eru hvattir til að mæta til fundar- ins. MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2000 5

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.