Bæjarins besta - 24.05.2000, Side 9
Öflugt félagsstarf á Dvalarheimilinu Hlíf á ísafírði
Högni Sturluson, íbúi á Hlíf er öllum stundum við smíðar enda hagleiksmaður mikill.
Guðný Finnsdóttir við taumálun.
Elísabet Kristjánsdóttir, yfirmaður vinnu-
stofu Hlífar, og Sigríður Vagnsdóttir.
Hér að neðan má sjá módel afSœborgu sem
er í viðgerð hjá hagleiksmönnunum á Hlíf.
Fjölbreytt úrval muna sem smíðaðir eru af Ágústi Guð- Helga Pálsdóttir hefur verið
mundssyni. iðin við prjónaskapinn.
Sýning á verkum
íbúanna á laugardag
Á dvalarheimili aldraðra,
Hlíf á Torfnesi, gera menn
sér margt til dundurs þótt á
efri ár séu komnir. Þar er
öflugt félagsstarf og mikil
framleiðsla á alls kyns mun-
um. Fólk prjónar, smíðar og
saumar og segir Elísabet
Kristjánsdóttir yfírmaður
vinnustofu, að félagsstarf
aldraðra hafi sjaldan eða
aldrei verið jafn blómlegt.
„Við erum með opið frá
klukkan 10-17 alla daga og
fólk getur unnið hér eins og
það vill. Starfsfólkið aðstoð-
ar við hönnun og smíði, sem
og efnisval auk þess sem
það selur íbúunum efni í
munina og skipuleggur
hvern dag. Við erum til
þjónustu alla daga á þessum
tíma og reynum að koma til
móts við alla.
Ibúarnir gera það sem
þeim langar til að gera og
við reynum að hvetja þá til
að vinna að einhverju skap-
andi. Við erum með kín-
verskan pennasaum, búta-
saum, vefnað, smíðar, tau-
málun, keramikmálun, leir-
vinnu og að sjálfsögðu
gömlu góðu prjónavinnuna.“
Að sögn Elísabetar er að-
eins hluti þeirra muna sem
fbúarnir skapa, til sölu. „Það
sem er gert á dagdeildinni er
flest allt til sölu, en við
hérna niðri á vinnustofunni
seljum ekki mikið af því
sem við gerum.“
Sýning verður haldin á
verkum íbúanna laugardag-
inn 27. maí nk. frá klukkan
15:00-17:00. „Við hvetjum
alla bæjarbúa til að mæta.
Sýndir verða allir þeir munir
sem fólkið hefur verið að
vinna að í vetur og eru sum-
ir þeirra óhemju fallegir og
vel þess virði að horfa á í
einhvern tíma. Kökubasar
verður á staðnum, auk þess
sem seldar verða vöfflur og
kaffi. Andvirði alls þess sem
við seljum þennan dag,
rennur í ferðasjóð íbúanna á
Hlíf,“ sagði Elísabet.
Aljheiður Guðjónsdóttir við bútasaum.
/TIGK
SLATTUVÉLAR, ORF OG
LIMGERÐISKLIPPUR í ÚRVALI
STIGA
RAFMAGNS-
SLATTUVÉL
MEÐ GARÐ-
HIRÐIPOKA
FYRIR LITLA
STIGA TURBO
SLÁTTUVÉL
MEÐ GARÐ-
HIRÐIPOKA
GÓÐ FYRIR
HEIMILI
STIGA
RAFMAGNS-
LIMGERÐIS-
KLIPPUR
360 W
STIGA
RAF-
MAGNS
ORF
450 W
A VÉLSMIÐJAN ÞRISTUR EHF
<'*■> VÉLA VERSL UN
V Sindragata 8 • ísaftrði • Sími 456 4750
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 9