Bæjarins besta - 24.05.2000, Side 7
Meistaraflokkur kvenna hjá BÍ tekur þátt í íslandsmótinu í sumar eftir nokkurra ára hlé
M/f/Víí)Virar oytftami Uðii getiu
öýtvndaÓ mig fi/ nuuin&lcupnum**
- scgir IÞögg Lára Sigurgeirsdóttir. þjáljuri og kcnnari viÓ Grunnskólann á ístiýtröi
Dögg Lára Sigurgeirsdóttir, þjálfari kvennaliðs BÍ.
Knattspyrna kvenna hefur
verið í töluverðri lægð á Isa-
firði undanfarin ár, en nú skal
bætt úr. Meistaraflokkur
kvenna hjá Boltafélagi Isa-
fjarðar hefur æft stíft í allan
vetur og mun taka þátt í knatt-
spyrnumótum í sumar af fullri
alvöru. Þjálfari kvennaliðsins
er Dögg Lára Sigurgeirsdóttir,
sem jafnframt er kennari við
Grunnskóla Isafjarðar. Dögg
Lára er fædd í Reykjavík og
uppalin í Vestmannaeyjum.
„Ég fæddist í Reykjavík árið
1974, en eins og menn vita
var eldgos í Heimaey árið ár-
ið á undan og því ekki mjög
vistlegt íVestmannaeyjum þá.
Þangað flutti ég þó fljótlega
aftur með foreldrum mínum
og bjó þar allt þar til ég fór í
Háskólann í Reykjavík til að
nema líffræði. Það nám klár-
aði ég ekki, en fór að læra til
kennara við Kennaraháskól-
ann og útskrifaðist þaðan sem
kennari.
Hafði aldrei
séð Vestfirði
Oft hefur reynst erfitt að fá
menntaða kennara til smærri
staða úti á landi og hafa menn
notað ýmis meðul til að lokka
til sín fagmenntað fólk. En
hvað var það sem dró Dögg
Láru vestur?
„Ég hafði aldrei séð ísafjörð
eða Vestfirði almennilega.
Mig langaði til að kynnast
svæðinu og fólkinu svo að ég
ákvað í fyrrahaust að ráða mig
til starfa við Grunnskólann á
ísafirði. Núna er ég það sem
heitir almennur kennari og
umsjónakennari eins af 7.
bekkjum skólans. Ég er lærður
stærðfræði- og eðlisfræði-
kennari, enda virðist alltaf
vanta fólk með slíka mennt-
un.“
Um starfið í Grunnskólan-
um hefur Dögg ekkert nema
gott að segja. „Grunnskólinn
á fsafirði er góður vinnustaður
og ég hef í raun ekkert út á
hann að setja. Mér hefur liðið
ágætlega í vinnunni og þótt
gott að vinna með nemendum
og starfsfólki skólans.“
Sótti um
þjálfarastöðu
Dögg Lára hefur alla tíð
haft mikinn áhuga á íþróttum
og starfaði mikið með íþrótta-
félögum í Vestmannaeyjum.
„Ég var í íþróttafélaginu Týr
og æfði þar ýmsar íþrótta-
greinar, svo sem handbolta og
fótbolta.
Þegar ég kom vestur hafði
ég samband við Björn Helga-
son, íþrótta- og æskulýðsfull-
trúa ísafjarðarbæjar, og spurð-
ist fyrir um þjálfarastöðu í
handbolta eða fótbolta. Hann
sagði mér að lítið væri um
handboltaiðkun í bænum, sér-
staklega hjá konum. Ekki
vantaði heldur þjálfara í knatt-
spyrnuna á þeim tíma, en
einum eða tveimur mánuðum
seinna var hringt í mig og ég
boðuð á fund hjá BÍ. Þá hafði
þjálfari kvennaboltans hætt og
ég var beðin um að fylla í
skarðið. Ég tók verkið að mér
og hef ekki séð eftir því.“
Stór og öflugur
leikmannahópur
Að sögn Daggar Láru fór
kvennaboltinn frekar hægt af
stað, en eins og sparkfróðir
menn vita er áhugi manna á
fótbolta heldur minni yfir vetr-
armánuðina en á sumrin. „Þær
voru ekki margar stelpurnar í
haust. Þó hafði myndast nokk-
uð sterkur kjarni af stelpum
sem voru áhugasamar. Þegar
við síðan ákváðum að taka
þátt í Islandsmótinu jókst
áhuginn mikið og við fórum
að fá stelpur á æfingar sem
ekki höfðu mætt áður. Einnig
fóru þær stelpur að mæta betur
sem höfðu mætt illa og úr
varð stór og sterkur kjarni. Ég
hef því úr miklum fjölda leik-
manna að velja og held að
þjálfarar annarra kvennaliða
geti öfundað mig af þeim
fjölda frantbærilegra leik-
manna sem er til staðar hjá
BÍ.“
Leikirnir töpuðust
naumlega
Meistaraflokkur kvenna
hefur ekki verið á ísafirði í
nokkurár. Hverjarætli kröfur-
nar séu hjá hinu nýlega við-
reista liði? „Sem betur fer er
engin pressa á okkur. Menn
hafa ekkert til að miða við,
þannig að hver leikur sem við
vinnum er plús í kladdann, og
h ver leikur sem tapast flokkast
sem byrjendamistök."
Þrátt fyrir þetta segir Dögg
Lára að hvergi verði gefið eftir.
„Við tókum þátt í innanhús-
móti í vor og vorum óheppnar
að ná ekki lengra en við gerð-
um. Þeir leikir sem við biðum
ósigur í, töpuðust svo til allir
með einu marki og ég veit að
liðið getur gert miklu betur.“
Nú hefur ferðakostnaður
alltaf verið vandamál hjá litl-
um félögum úti á landi? „Við
náðum að semja við Knatt-
spyrnusamband Islands unt að
fá að spila tvo úlileiki í einu,
og við það fækkaði ferðunum
um helming. í ofanálag fáum
við ódýr fargjöld hjá Flugfé-
lagi fslands svo að ferðakostn-
aðurinn verður aðeins minni
en gífurlegur."
Allir á völlinn
Dögg Lára segir fyrirtæki í
bænum hafa verið mjög dug-
leg við að styrkja liðið. „Ég
var svolítið kvíðin þegar við
fórum að safna, því ég veit að
menn eru alltaf að banka upp
á hjá fyrirtækjum og snfkja
peninga fyrir hinu og þessu.
Það kom mér því verulega á
óvarl hversu vel var tekið á
móti okkur. Flestir voru fúsir
að gefa og útlit er fyrir að
stelpurnar þurfi ekki að borga
nema lítinn hluta ferðakostn-
aðarins sjálfar.“
Heimaleikir liðsins verða
allir spilaðir á grasvellinum á
Torfnesi. „Við fáum að spila
okkar leiki á grasvellinunt og
nú er bara að vona að fólk láti
sjá sig á leikjum. Ég býst ekki
við því að rukkað verði inn á
völlinn og því ætti fólk að
eiga auðvelt með að mæta og
hvetja okkur. Fyrsli heima-
leikurinn er, að ég held, 3.
júní nk. Annars hefur KSI
breytt dagskránni oft, aðal-
lega út af okkur.“
Fær reynslubolta
frá fyrri tíniuni
Að sögn Daggar koma leik-
menn liðsins ekki einungis frá
Isafirði. „Það eru stelpur frá
Bolungarvík, Þingeyri og
fleiri stöðum að spila með
okkur. Þeim á líklega eftir að
fjölga eitthvað í sumar þegar
stelpur koma í sumarfrí úr
skólum að sunnan.
Við höfum spilað tvo æf-
ingaleiki í sumar. Annar leik-
urinn var við FC Kareoke sem
fór illa með okkur, en hinn
leikurinn var við hinn gamla
kvennaflokk BÍ. Þareru konur
komnar á fertugsaldur sem
stóðu sig mjög vel og voru
okkur erfiðar. Ég er að reyna
að fá nokkra reynslubolta úr
gamla flokknum til að spila
með okkur.“
Ætlaði aldrei
að vera í sumar
„Mér hefur liðið mjög vel á
Isafirði í vetur og hef eignast
marga nýja vini. Ég ætlaði
ekki að vera hér í sumar, en
ákvað síðan að ekki væri nóg
að sjáVeslfirði að vetri til þeg-
ar snjór er yfir öllu. Þjálfara-
starfið hjá BÍ spilaði líka mik-
ið inn í, en félagið allt og
stjórn þess sérstaklega, hafa
reynst mér mjög vel og ég fæ
allt sem vil. Það eru margir
kraftmiklir menn innan fé-
lagsins og mjög gott að vinna
með öllu þessu fólki.
Þrátt fyrir þetta á ég mína
fjölskyldu og æskuvini íVest-
mannaeyjum, þannig að ég
reikna ekki með því að búa
hér á Isafirði í framtíðinni. Ég
fer í burtu í haust og þá líklega
til útlanda til að læra eða leika
mér.“
Orkubú Vestfjarða
Útboð í
jarövegsvinnu
Þverárvirkjun í Steingrímsfirði, stíflu-
gerð o.fl.
Orkubú Vestfjarða óskar eftir tilboðum í
stíflugerð og fleira við Þverárvirkjun í Stein-
grímsfirði. Verkið felst í að hlaða jarðstíflu úr
efnum sem að mestu leyti verða tekin innan
lónstæðisins í Þiðriksvallavatni, leggja og
lagfæra vegi, breikkun farvegar Húsadaisár,;
grafa skurð í árfarvegi, steypa umhverfis nú-
verandiþrýstivatnspípu, leggja botnrásarpípu
og steypa umhverfis hana, reisa lokahús
með nauðsynlegum tengingum ásamtöðrum
verkliðum.
Verkinu skal lokið 1. nóvember 2000.
Áætlaðar helstu magntölur við verkið eru:
- sprengingar um 5.000 m3
- fyllingar, heildarmagn, 48.000 m3
- steypa, heildarmagn, 540 m3
Væntanlegir bjóðendur eru hvattir til þess
að kynna sérrækilega aðstæðurá staðnum.
Á tímabilinu 24. til 31. maí 2000 mun
verkkaupi standa að sameiginlegri vettvangs-
skoðun þeirra bjóðenda sem áhuga hafa á
að kanna svæðið. Tilkynna skal verkkaupa
um áformaða þátttöku í vettvangsför en
hann mun upþlýsa nánar um hvenær ferðin
sé áformuð og hvernig henni verði háttað.
Útboðsgögn eru til sölu á kr. 5.000.- á
skrifstofu Orkubús Vestfjarða, Stakkanesi 1,
400 ísafirði, og á Verkfræðistofu Sigurðar
Thoroddsen, Ármúla 4, 108 Reykjavík.
Tilboð skulu hafa borist til Orkubús Vest-
fjarða, Stakkanesi 1, 400 ísafirði, fimmtu-
daginn 8. júní2000 kl. 11:00 og verða þau
opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem
óska eftir að vera viðstaddir.
Orkubú Vestfjarða
- beislað náttúruafl
MIÐVIKUDAGUR 24. MAI2000 7