Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.12.2000, Side 6

Bæjarins besta - 06.12.2000, Side 6
r ^ Gamansögur af alþingismönnum Kærí kjósandi Bókaútgáfan Hólar hefur sent frá sér bókina Kæri kjósandi sem er sjálfstætt framhald hinna vinsælu metsölubóka Hæstvirkur forseti og Já, ráðherra. Blað- ið hefur fengið góðfúslegt leyfi útgefanda til að birta nokkrar skemmtisögur úr bókinni. Átti enga mynd af Grími rakara Sagan hermir að forsetinn okkar, Ólafur Ragnar, hafí gefið Margréti Danadrottn- ingu ljósmynd af föður sín- um þegar hún heimsótti ísa- fjörð hér um árið. Þetta barst vitanlega í tal á fundi sjálf- stæðismanna skömmu síðar og var Davíð Oddsson þá spurður, hvort hann teldi svona nokkuð við hæfi. Hann svaraði grafalvarlegur á svipinn: „Jú, það tel ég. Eg veit ekki til þess að Margrét Danadrottning hafi átt nokk- ra mynd af Grími rakara.“ Magnús heimtar sannanir Magnús Torfason var al- þingismaður fyrir fjölmarga flokka á sinni tíð, meðal annars- Framfaraflokkinn, Sjálfstæðisflokk eldri og Framsóknarflokkinn. Jafn- framt var hann sýslumaður, fyrst í Rangárvallasýslu, þá Isafjarðarsýslu og síðast í Arnessýslu. A sýslumannsárum Magnúsar í Arnessýslu kom eitt sinn bóndi til hans á skrifstofuna og kærði fyrir honum að kona sín væri sér ótrú. „Hafið þér sannanir fyrir því?“ spurði Magnús. „Já, ég get sannað að hún hefur leitt annan mann á götu en mig,“ svaraði bónd- inn. „Það eru engar sannanir,“ sagði Magnús þá. „Það er ekki það sama að teyma merina og ríða henni.“ Súkkulaðið búið Það var í jólaglöggi hjá Framsóknarflokknum á Vestfjörðum í desember- mánuði 1998. Teitið var haldið á ísafirði og voru þingmenn flokksins í kjör- dæminu, Gunnlaugur M. Sigmundsson og Kristinn H. Gunnarsson, vitaskuld mættir í gleðskapinn. Tóku þeir báðir til máls og sagði Gunnlaugur meðal annars: „Eins og þið vitið öll þá er Guðni Geir Jóhannesson bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins hér í bæ. Hann var kjörinn í vor og kunni í fyrstu lítið fyrir sér í pólitík. Það hefur hins vegar lagast, en þó frétti ég í morgun, að Guðni hafi aldrei komið til Suðureyrar. Ekki er það nú gott, enda tilheyrir þetta byggðarlag Isafjarðarbæ og þar er mikið af framsóknar- mönnum. Ég ákvað að kippa þessu í lag. Ég var á leiðinni þang- að og bauð Guðna með. Við ókum í gegnum jarðgöngin og til Suðureyrar og heim- sóttum þar fyrst af öllum gamla konu, sem alltaf hef- ur kosið Framsóknarflokk- inn. Hún bauð okkur í kaffi og dvöldum við hjá henni lengi dags. Guðni er durtur og feim- inn. Hann sagði ekki orð allan tímann sem við vorum hjá henni, heldur sat þögull við eldhúsborðið og bruddi í sífellu hnetur sem voru í stórri skál á borðinu. Að skilnaði hrökk upp úr hon- um: , „Þú fyrirgefur mér von- andi, en ég gáði ekki að mér og kláraði allar hnetur- nar.“ „Það er allt í lagi, vinur," svaraði gamla konan um hæl. „Ég er alveg tannlaus og get því ekki borðað hnet- ur, en var þó búin að sjúga allt súkkulaðið utan af þeim.“ Hannibal é vildi ekki upp í Það var á framboðsfundi í Bolungarvík 1974. Þetta voru fyrstu kosningarnar sem Sighvatur Björgvins- son bauð sig fram í efsta sæti fyrir Alþýðuflokkinn og Vilmundur Gylfason í annað. Hjá frjálslyndum og vinstri mönnum var Karvel Pálmason efstur og Jón Baldvin Hannibalsson í öðru sæti. En þrátt fyrir þetta mikla mannval var fundurinn óhemju daufur og leiðin- legur. Þetta skynjaði sjálf- stæðismaðurinn Matthías Bjamason, sem átti að tala í annarri umferð, og ákveður hann að hressa upp á mann- skapinn. Matthías byrjar ræðu sína og segist harma að sjá alla þessa krata, sinn á hverjum listanum, eins og þeim hefði nú orðið tíðrætt um það í sumar að sameinast. Gylfi Þ. Gíslason, þáverandi for- maður Alþýðuflokksins, hefði gengið svo hart fram til að ná sáttum að hann hefði ekki boðið Hannibal að koma upp í til sín. „Já, Gylfi lyfti sænginni,“ sagði Matthías, „og það var ekkert eftir hjá Hannibal annað en að hoppa upp í, en Hannibal vildi ekki.“ Svo varpaði Matthías þessari spurningu fram í salinn: „Hefur nokkur maður heyrt að hann Hannibal hafi fyrr neitað að fara upp í?“ Eftir þetta var ekki leiðin- legt á fundinum. Nýjar vestfirskar þjóðsögur Gísla Hjartarsonar Þríðja útgála komiimút AIls eru nú þrjú hundruð og þrjár nýjar vestfirskar þjóð- sögur Gísla Hjartarsonar rit- stjóra á Isafirði komnar á prent. Þriðja heftið í ritröðinni „Hundrað og ein ný vestfirsk þjóðsaga“ kom úr bókbandi í síðustu viku og voru fyrstu bækurnar opnaðar í rnorgun- kaffí í Ahaldahúsi ísafjarðar- bæjar á Stakkanesi. Sögurnar sem Gísli hefur snapað saman af nafnkenndu fólki og við- burðum áVestfjörðum, sannar eða ýktar eða lognar að ein- hverju leyti, hafa notið mikilla vinsælda í tveimur síðustu jólabókaflóðum. Útgefandi sagnanna erVest- firska forlagið (Hallgrímur Sveinsson) á Hrafnseyri. Þeg- ar fyrsta heftið kom út fyrir tveimur árum mun ekki hafa verið gert ráð fyrir framhaldi. Eins og nú horfir er hins vegar hvorki þrot né endir í sjónmáli og Gísli er enn að safna í sarpinn. Hér á síðunni eru nokkur sýnihorn úr safni Gísla. Móra endurborin Halldór Jónsson á Broddadalsá á Ströndum er greina- góður og skemmtilegur ágætiskarl, sem enn lifir hátt á ní- ræðisaldri. Hann þeysir nú um alla landareignina á fjórhjóli með nýja hnjáliði úr stáli. Dóri á Broddadalsá er nokkuð fljótfær og til eru mörg skemmtileg tilsvör höfð eftir honum. Fyrir nokkru, eftir að sonurinn Torfi var tekinn við búi, lóguðu þeir feðgar mórauðri garnalá í heimaslátrun að hausti. Hafði ærin verið forystukind. I leitum haustið eftir þegar verið var að reka féð í rétt kemur gömul ær í réttina og líktist hún mjög ánni sem slátrað hafði verið haustið áður. Þá kallar Dóri og er fljótmæltur að vanda: „Torfi, þarna er hún komin hún Móra sem við lóguðum í fyrra!“ Samstaða Að Hólum í Geiradal bjó rnaður að nafni Þórarinn Kristjánsson. Það er ekki sami Þórarinn og þar býr nú en sá er Sveinsson. Þessi bjó áður að Illugastöðum, flutti þaðan að Hyrningsstöðum og síðan að Hólum. Þórarinn þótti að mörgu leyti sérkennilegur í tilsvörum og öðru. Eitt sinn var Þórarinn að lýsa samstöðu og hjálpsemi sveitunga sinna og sagði: „Það er hver höndin upp á móti annarri við að hjálpa hinni.“ Hallgrímur Sveinsson bókaútgefandi á Hrafnseyri afhendir Olafi Borgarssyni starfsmanni Isafjarðarbœjar fyrsta eintakið á kaffistofu Ahaldahússins. Gísli Hjartarson þjóðsagnasafnari fylgist með. r \ Koníakskraniim ÓskarÞórarinsson skipstjóri áísafirði varþekkturmaður hér vestra og ævinlega nefndur Skari sprútt í daglegu tali. Skari seldi brennivín í gríð og erg á svörtum í marga áratugi. Var þetta nauðsynleg þjónusta við ísfirðinga og nágranna þeirra. Óskar varð nokkuð snemma ekkill og bjó hin síðari árin með Katrínu Gísladóttur. Þegar Skari var orðinn gamall og fúinn íluttist hann með Kötu til Hafnarfjarðar. Þar bjuggu þau í þjónustu- íbúðum aldraðra uppi í hrauninu nálægt veginum til Kefla- víkur. Þá var Óskar löngu hættur að selja brennivín. Hann lést síðan syðra fyrir nokkrum árum. Kata var afar góð við Skara og þegar hann var orðinn alveg lappalaus var hún dugleg að liðka hann með því að fara með hann í gönguferðir. Hafnarfjörður er mesti álfabær á Islandi og þar er hvarvetna urmull af álfum. Eitt sinn er þau Kata og Skari eru í gönguferð í hrauninu heyra þau neyðaróp inni í runna. Þau fara inn í runnann og finna álf sem hefur fest fótinn í gjótu. Skari var fljótur að losa álfinn sem var þakklátur fyrir björgunina og sagði: „Óskar Þórarinsson, þú hefur bjargað lífi mína Að launum færðu eina ósk.“ „Ég þarf enga ósk“, segir Óskar, „ég fer bráðum að drepast." „Jú, ég meina þetta“, segir álfurinn. „Óskaðu þér.“ „Jæja þá“, segir Óskar. „Ég vil hafa nóg koníak að drekka þangað til ég dey.“ Alfurinn: „Óskin er uppfyllt. Þegar þú kemur heim munt þú pissa koníaki og svo mun verða þar til þú ert allur.“ Nú brá svo við, að á heimleiðinni hafði Kata ekki roð við Skara á göngunni. Þegar þau koma heim segir Óskar strax: „Kata, náðu í glas.“ Kata nær í glas og Skari pissar og smakkar. Og viti menn, þetta er fimm stjörnu Napóleonkoníak. Þá segir Kata: „Gef mér líka í glas.“ „Nei, Kata, þú færð ekkert glas. Framvegis drekkur þú af stút, kelli mín.“ Flugfélag íslands á ísafírði * ASI-sæti enn seid Kjarasamningur sveitarfélaga Framlengdur til áramóta ísfirðingum standa enn til boða svokölluð ASI-fargjöld hjá Flugfélagi Islands. Að sögn Arnórs Jónatanssonar, stöðvarstjóra FI á Isafirði, hafa engin fyrirmæli borist um að hætta beri að selja sæti á þessum kjörum. Fram hefur komið í fréttum að fólki hefði verið sagt að sérfargjöld þessi væru fallin úr gildi. „Ef það er laust ASÍ-sæti í vél, þá seljum við það“, segir Arnór. „Ekki er boðið upp á þessi kjör þegar umferð er sem mest. Þannig hefur ekki verið hægt að kaupa sætin með síðustu vélum á föstudögum og sunnudögum. Samningur FI við ASÍ er að því er ég best veit í gildi til áramóta og við seljum á þessum fargjöldum þangað til annað kemur í ljós.“ Kjarasamningur milli 5 sveitarfélaga á Vestfjörðum og Alþýðusambands Vest- fjarða hefur verið fram- lengdur til áramóta en fellur þá úr gildi án uppsagnar. Samningurinn tók upp- haflega gildi 1. september .1997. Láunanefnd sveitarfélaga undirritaði framlenginguna fyrir hönd sveitarfélaganna. í meðfylgjandi bókun segir, að aðilar að samningnum skuli vinna að gerð sameig- inlegs heildarkjarasamn- ings, þannig að einn samn- ingur taki við af gildandi kjarasamningi Launanefnd- ar sveitarfélaga vegna sveit- arfélaganna fimm annars vegar og Alþýðusambands Vestfjarða vegna aðildafé- laga sinna hins vegar. Til sölu Til sölu er húselgnin Miðtún 45, ísafirði. Húsið er raðhús á tveimur hæðum, 198m2 ásamt góðum bílskúr. Góð staðsetning, frá- bært útsýni. UpplýsingargefurHeiðarí símum 456 3441 og 897 2628. 6 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.