Bæjarins besta - 06.12.2000, Blaðsíða 8
Framhaldsnámið var „samsu
skiptafræðum og alþjóðastjo
s
- segir Unnar Hermannsson, forstöðumaður Islenskra verðbi
Hingað til hafa verðbréfa-
viðskipti ekki verið það fyrsta
sem menn tengja viðVestfirði.
Þó fór svo fyrir skemmstu að
fyrirtækið Islensk verðbréf hf.
hóf starfsemi í Bolungarvík
en Unnar Hermannsson veitir
skrifstofunni þarforstöðu. Nú
eiga Vestfirðingar í fyrsta
skipti að geta nýtt sér ráðgjöf
og þjónustu sérhæfðs verð-
bréfafyrirtækis heima í héraði.
Mönnum
frjálst að „skoða“
íslensk verðbréf hf. eru með
skrifstofu í húsnæði Spari-
sjóðs Bolungarvíkur. Þar geta
menn m.a. leitað sér ráðlegg-
inga og keypt og selt verðbréf.
„Fólk þarf ekki að mæta með
fulla skjalatösku af peningum
á fyrsta degi - þó að vissulega
sé það ekki verra“, segir Unn-
ar og hlær við.
„Mönnum er vitaskuld full-
komlega frjálst að „skoða“,
eins og það væri kallað í versl-
unum, þ.e. líta inn eða slá á
þráðinn og ræða horfur á
mörkuðum, hvort heldur hér
heima eða erlendis, og velta
fyrir sér þeim möguleikum
sem kunnaað verafyrirhendi.
Við hjá Islenskum verðbréfum
leggjum mikla áherslu á traust
gagnvart okkar viðskiptavin-
um. Við gerum okkur fulla
grein fyrir því að slíkt traust
byggist ekki upp á einni nóttu,
heldur kemur það til með að
taka tíma. lafnframt þarf að
sýna viðskiptavinum fram á
að við séum traustsins verðir.
Hér fyrir vestan mun ég leggja
mesta áherslu á það fyrstu
mánuðina að byggja upp þetta
traust sem er svo nauðsynlegt
íþessum viðskiptum. Árangur
Islenskra verðbréfa hf. á Norð-
urlandi gefur okkur hins vegar
tilefni til bjartsýni.
Ég held að það hafi verið
löngu tímabært að bjóða þessa
þjónustu á Vestfjörðum. Is-
lensk verðbréf eru með höf-
uðstöðvar á Akureyri og hafa
vaxið mikið frá því að fyrir-
tækið var stofnað árið 1987.
Þetta er eina verðbréfafyrir-
tæki landsins sem er með höf-
uðstöðvar utan höfuðborgar-
svæðisins og má með réttu
kalla landsbyggðarfyrirtæki.
Það er í eigu sparisjóða og
stærri fjárfesta á borð við líf-
eyrissjóði, einkum af Norð-
urlandi, en þó einnig vest-
firskra aðila. Nú starfa um tutt-
ugu manns hjá fyrirtækinu á
Akureyri en einungis einn hér
á Vestfjörðum, enn sem komið
er. Ég reikna þó fastlega með
því að við bætum við okkur
starfsfólki innan tíðar ef áætl-
anir okkar ganga eftir."
Framhaldsnám
á Englandi
Unnar er sonur þeirra Her-
manns Hákonarsonar og Sig-
urveigar Gunnarsdóttur á Isa-
firði. „Ég flutti með foreldrum
mínum til Isafjarðar þegar ég
var sex ára gamall. Á ísafirði
gekk ég í skóla þar til ég lauk
stúdentsprófi hjá Birni Teits-
syni árið 1994.
Að menntaskóla loknum
fór ég í Háskóla Islands. Þar
lærði ég stjórnmálafræði og
lauk BA-námi í þeim vísind-
um árið 1997. í framhaldi af
því fór ég í framhaldsnám á
Englandi. Ég hlaut mjög góð-
an námsstyrk frá breska sendi-
ráðinu sem gerði mér kleift
að nema við London School
ofEconomics og lærði þar eins
konar samsuðu af viðskipta-
fræðum og alþjóðastjómmál-
um. Þar lauk ég framhalds-
námi og útskrifaðist með
MSc.-gráðu sumarið 1998.“
Alþjóðatengsl
háskóla
Þegar heim til íslands var
komið fór Unnar að vinna hjá
alþjóðaskrifstofu Háskólans.
„Þar er unnið að tengslum há-
skóla um allan heim. Ég ann-
aðist alls kyns stúdentaskipti
og fleira er varðaði alþjóðlegt
samstarf háskóla. Þegar ég
hætti þar fór ég að vinna hjá
menntamálaráðuneytinu. Þar
vann ég sem áður að háskóla-
tengdum málum.“
Athyglisvert tækifæri
- En hvernig kom það til að
Unnar var ráðinn forstöðu-
maður Islenskra verðbréfa á
Vestfjörðum?
„Ég hafði heyrt að fyrirtæk-
ið hefði uppi áform um að
færa út kvíarnar og voru Vest-
firðir m.a. nefndir í því sam-
hengi. Ég setti mig í samband
við fyrirtækið og spurðist fyrir
um fyrirætlanir þeirra. Þessar
þreifingar enduðu með því að
mér var boðin staðan.
Líkt og ilestir vita er ekkert
offramboð af atvinnutæki-
færum áVestfjörðum fyrirfólk
með sérhæfða menntun. Ég
sá þetta tilboð þess vegna sem
athyglisvert tækifæri til að
koma heim aftur og takast á
við spennandi verkefni á ögr-
andi vettvangi.“
Opel Corsa 3ja dyra 1 dagur kr. 989,- kr. 38,- hver km m/vsk
Opel Astra 3ja dyra 1 dagur kr. 989,- kr. 42,- hver km m/vsk.
Opel Astra station 1 dagur kr. 989,- kr. 48,- hver km m/vsk.
AVIS
Góður kostur
fyrir lands-
byggðarfólk
Ötvegum einnig bíla erlendis
Innifalið t verðum eru tryggingar og skattur
Sími: 533 1090 Dugguvogur 10 - E-mail: avis@avis.is - www.avis.is
Fax: 533 1091 Umboðsmaður á ísafirði: 456 3800
Hafa trú á svæðinu
Aðstaða Islenskra verð-
bréfa hf. í Bolungarvík var
opnuð með pompi og prakt í
fyrri viku. „Viðtökurnar hafa
verið framar vonum og fjöl-
margir hafa litið inn og kynnt
sér þá kosti sem í boði eru.
Þessi viðbrögð þykja mér lofa
mjög góðu um framhaldið.
Útibúið er rekið í góðu sam-
starfi við Sparisjóð Bolungar-
víkur. „Við hjá Islenskum
verðbréfum hf. höfum verið
mjög ánægðir með samstarfið.
Allt starfsfólk sparisjóðsins
og ekki síst Ásgeir Sólbergs-
son sparisjóðsstjóri hafa tekið
mér opnum örmum. Þetta við-
mót gefur góð fyrirheit um
samstarfið. Stefnt er að því að
færa út kvíarnar og opna fljót-
lega aðstöðu á Isafirði í sam-
starfi við sameinaðan Spari-
sjóð Vestfirðinga.
Forsvarsmenn Sparisjóðs
Vestfirðinga hafa lýst yfir
áhuga sínum á samstarfi við
Islensk verðbréf. Ég get fullyrt
að sá áhugi er gagnkvæmur.
Undirbúningsvinna er þegar
hafin vegna opnunar á ísafirði
og hefur þar febrúar verið
nefndur. Það verður að koma
í ljós hvort þær áætlanir stand-
ast en allir sem að málinu
koma eru staðráðnir í því að
opna á ísafirði eins fljótt og
hægt er. Ég hef þá trú að það
verði mikill styrkur fyrir
svæðið að hafa öflugan sam-
einaðan sparisjóð áVestfjörð-
um. Við hjá Islenskum verð-
bréfum væntum a.m.k. mikils
8
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000