Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.12.2000, Síða 7

Bæjarins besta - 06.12.2000, Síða 7
Konur frá Stígamótum og Kvennaathvarflnu á ferð um landið „Kynferðisofbeldl eflaust ekkert minna á Vestfjörðum en í Reykjavík“ í síðustu viku komu þrír starfsmenn Stígamóta og Kvennaathvarfsins í Reykja- vík í heimsókn til Isafjarðar. Það voru þær Rúna Jónsdóttir og Díana Sigurðardóttir frá Stígamótum og Asta Júlía Arnardóttir frá Kvennaat- hvarfinu. Erindið var að funda með starfsfólki í löggæslu-, heilbrigðis- og skólamálum og kynna starfsemi samtak- anna. Þessi kynningaferð er farin um allt land í tilefni af alþjóðlegum dögum gegn kynferðisofbeldi sem standa yftr seinni hluta nóvember. Rúna Jónsdóttir hjá Stígamót- um segir konur um allan heirn nota þessa daga til að vekja athygli á því samfélagsmeini sem kynferðislegt ofbeldi er. „Atakið stendur víðast hvar í sextán daga. Liður í þessu átaki hér á Islandi er kynning- arferð um landið ailt. Sumir af okkar skjólstæðingum eru konur af landsbyggðinni sem við höfum því miður ekki get- að þjónað allt of vel. Þannig getur verið erfitt fyrir konur utan höfuðborgarsvæðisins að vera í svokölluðum sjálfs- hjálparhópum sem eru stuðn- ingshópar fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis. Þessir hóp- ar hittast fimmtán sinnum og gefur það auga leið að dýrt getur verið fyrir konur af landsbyggðinni að ferðast svo oft til Reykjavíkur.“ V itundar vakning meðal almennings Rúna segir Stígamót fá upp- lýsingar urn kynferðisofbeldi alls staðaraf landinu. „Þessari vitneskju fylgir að sjálfsögðu mikil ábyrgð og eigum við erfitt með að líta undan þegar við vitum af óréttlæti. Við er- um komnar til Isafjarðar til að minna á að kynferðisofbeldi er eflaust ekkert minna áVest- fjörðum en í Reykjavík, hlut- fallslega séð að sjálfsögðu. Hér er þjónusta fyrir fórnar- lömb slíks ofbeldis því miður af skornum skammti og vilj- um við skora á Vestfirðinga að breyta því.“ Asta Júlía Arnardóttir hjá Kvennaathvarfinu segir mark- mið átaksins vera tvíþætt. „Annars vegar ætlum við að kynna þjónustu þeirra sam- taka sem berjast gegn kyn- ferðislegu ofbeldi og hins veg- ar að stuðla að vitundarvakn- ingu meðal fólks á landinu öllu. Nýverið var gefinn út bæklingur á vegum Stíga- móta, Kvennaathvarfsins og Kvennaráðgjafarinnar. Þeim bæklingi verður dreift um landið allt auk þess sem hengd verða upp veggspjöld. Það er mikilvægt mannrétt- indamál að allir landsmenn hafi jafn greiðan aðgang að allri þjónustu, þar með talinni aðstoð við fórnarlömb ofbeld- is. Þó að við störfum í sollin- um í Reykjavík viljum við þjónaöllu landinu. Þess vegna hyggjumst við reyna í sam- vinnu við það fagfólk sem er á hverjum stað að virkja íbúa til að koma á fót einhvers kon- ar vísi að kvennaathvarfi og ráðgjafaþjónustu." íslendingar á eftir öðrum Norðurlöndum Ásta segir þá þekkingu sem skapast hefur hjá Kvennaat- hvarfinu í Reykaj vík geta nýst við uppbyggingu svipaðrar þjónustu annars staðar. „Einn- ig er gott að sjá að reynsla fagfólks á landsbyggðinni getur nýst okkur í að gera enn betur. Við þurfum að finna leið til að þjappa fólki saman og nýta þá reynslu sem er fyrir hendi. Díana Sigurðardóttir hjá Stígamótum telur að heppilegt væri að koma á fót þjónustu- miðstöð í hverjum landsfjórð- ungi. „Þar væri hægt að hafa allt í senn, kvennaathvarf, kvennaráðgjöf og sjálfshjálp- arhópa. Þáð hlýtur að vera hægt að fá fjármagn til rekst- Bíll til sölu! 777 sölu er Mltsublshi L-300 (XH-388) árg. 1991, dísel, 2,477 cc., ekinn 186 þús. km. sjö manna, fimm dyra, 4x4, nýlegur gírkassi. Bifreiðin er grá að lit og henni fyigir dráttarkrókur og aukafelgur. Verð kr. 650 þús. eða kr. 550 þús. stgr. Upplýsingar í símum 456 8201 (vinna) eða 456 8208 (kvöld og heigar). urs slíkrar miðstöðvar. Ef við berum okkur saman við önnur Norðurlönd, eins og vinsælt er að gera, sjáum við að Is- lendingar eru langt á eftir í þjónustu við fórnarlömb kyn- ferðislegs ofbeldis. Þannig eru átta kvennaathvörf á Græn- landi þó að íbúar þar séu fimm sinnum færri en á Islandi. Einhver kynni að segja að slíkt hús á smáum stað stæði oft tómt. Við segjum á móti að á mörgum smáum stöðum þykir ekki verjandi að vera án slökkviliðs þó það sé ekki síslökkvandi elda út um allan bæ.“ Frumkvæðið komi úr héraði Þær stöllur segja það ekki sniðugt að ætla að stofna eins konar útibú frá þeim þjónustu- miðstöðum sem fyrir eru í Reykjavtk. Rúna segir að nauðsynlegt sé að byggja upp þjónustu sem hentarþeim að- stæðurn sem eru fyrir hendi á hverjum stað. „Kvennaat- hvarfið, Kvennaráðgjöfin og Stígamót henta best fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu þó vissulega hafi verið reynt að þjóna öllu landinu. Menn verða að haga seglum eftir vindum og hverjir vita betur hvernig þeir blása en heima- menn sjálfir? Þess vegna verð- ur frumkvæðið að koma úr héraði. Mönnum er að sjálfsögðu frjálst að súpa úr okkar visku- brunni og nýta þá reynslu og þekkingu sem hefur skapast í gegnum árin.“ Hverri krónu yrði vel varið Ásta segir fólk ekki átti sig almennilega á því hversu al- varlegar afleiðingar kynferð- islegs ofbeldis eru. „Konur sem hafa orðið fyrir barðinu á slíku ofbeldi lenda oft í því að geta ekki staðið á eigin fótum. Þær þurfa oftar en aðrar á fé- lagslegri og fjárhagslegri að- stoð að halda og verða seint fullvirkir þjóðfélagsþegnar. Þess vegna held ég að hver króna sem fer í þetta starf skili sér ávöxtuð í samfélagið aft- ur.“ Díana segir fjármagn til reksturs Stígamóta, Kvenna- athvarfs og Kvennaráðgjafar koma að mestu frá ríkinu. „Sveitarfélög verða að sjálf- sögðu að koma með mótfram- lag en hvað okkar samtök varðar kemur meginhluti fjár- magnsins frá ríkinu. Ég held að sveitarfélög ættu ekki að sjá á eftir nokkrum krónum í þessi verkefni, því þau vilja að sjálfsögðu hafa virka og sjálfbjarga íbúa.“ Rúna Jónsdóttir, Díana Sigurðardóttir og Ásta Júlía Arnar- dóttir. ÍSAFJARÐARBÆR LJÓS TENDRUÐ Á JÓLATRJÁM Menningarnefnd ísafjarðarbæjar til- ky nnir eftirfarandi: Kveiktverðurájólatrjámílsafjarðar- bæ fyrir jólin 200D sem hér segir: Á Suðureyri, laugardaginn 9. desem- berkl. 14:00. s / A Isafírði, laugardaginn 9. desember kl. 16:00. Á Flateyri, sunnudaginn 10. desem- ber kl. 14:00. Á Þingeyri, sunnudaginn lO.desem- berkl. 17:00. Jólatréð á ísafirði sem að vanda er gjöf frá Hróarskeldu, vinabæ Isafjarð- ar í Danmörku, verður afhent af danska konsúlnum, Fylki Ágústssyni. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri flytur ávarp á öllum stöðunum. Einnig verð- ur stutt dagskrá þar sem m.a. jóla- sveinar koma í heimsókn og syngja Iog dansa með börnunum. Menningarmálanefnd ísafjarðarbœjar. íbúöir til leigu Tvær3ja herbergja íbúðir, 67m2 og 75m2 eru til leigu. íbúðirnar eru í Stórholti á ísafirði. Önnur íbúðin er laust strax, hin 1. janúar nk. Hagstætt leiguverð. Upplýsingar veitir Hafsteinn í síma 456 3022. smáar Til sölu er Suzuki Balero árg. 1998. Uppliækkaður. Uppl. í síma 866 1420. Til sölu eru fjögur nagla- deklc á felgum undir Lödu Sport. Upplýsingar í síma 456 5438. Til leigu er 2ja herb. íbúð á neðri hæð að Seljalands- vegi 52. íbúðin er öll ný- uppgerð. Uppl. í síma 894 8630 eða á staðnum milli kl. 20:00 og 22:30 í dag og næstu daga. Til sölu erLada Sport árg. 1991, óskoðuð. Ladaner á göðum nagladekkjum og henni fylgja mikið afvara- hlutum og fimm sumar- dekk á felgum. Hentug laghentum manni. Uppl. í síma 456 7689. Lítil bröndótt læða hefur gert sig heimakomna hjá okkur. Ef einhver kannast við hana, vinsamlegast haf- ið samband í s. 456 4621. Foreldri til foreldris. Eundur verður haldinn í gamla barnaskólanum í Hnífsdal fimmtudaginn 7. desemberkl. 20:30. Pund- urinn er opinn öllum foreldrum barna með fötl- un, misþroska, ofvirkniog önnur þroskafrávik. Til sölu eru uppstoppuá dýr s.s. minkur, refur og rjúpa. Upplýsingar í síma 861 4709. Til sölu er ísskápur, bj ónarúm og svefnbekkur. Uppl. í síma 456 7173. Kvenfélagið Hvöt verður með ,,Kolaport“ basar og kaffisölu sunnudaginn 10. desemberkl. 15:00 ífélags- heimilinu í Hnífsdal. Grunnvíkingar! Aðventu- fagnaður verur sunnu- daginn 10. desember kl. 15 í Sigurðarbúð. Óska eftir ódýrri en góðri þvottavél Uppl. í síma 456 3557 eftir kl. 18. Til sölu erborðstofuborð, dökkt með nöglum í borð- plötu. Sex stólar geta fylgt. Uppl. í síma 897 0285. Til sölu er Honda Civic árg. 1992. Toppbíll sem eyðir litlu. Verð kr. 320 þús. Uppl. í síma699 3068. Til sölu er Toyota Tercel árg. 1986. Skoðaður 01. Verð kr. 25 þús. Uppl. í síma 847 3408. Til leiguer 3jaherb. íbúð á Eyrinni á ísafirði. Laus strax. Upplýsingar í síma 456 3085. Stúdíóíbúð í Reykjavík. Leigist minnst í tvær nætur í senn fyrir allt að flórar persónur. Bíll til umráða ef óskað er. Uppl. í símum 557 1456 og 862 9443. ísafjarðarbær Synjað um styrkveitingu ísafjarðarbæ barst fyrir nokkru synjun frá stjórn Byggðastofnunar um styrk vegna ráðgjafar í atvinnumálum. Bréf Byggðastofnunar, stílað á Isafjarðarbæ, er stutt og án skýringa: Á fundi stjórnar Byggðastofnunar hinn 15-11-2000 var fjallað um umsókn þína um styrk vegna ráðgjafar í atvinnumálum. Stjórn stofnunarinnar getur því miður ekki orðið við beiðni þinni og tilkynnist það hér með. MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 7

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.