Bæjarins besta - 06.12.2000, Qupperneq 10
Melkorka og Níels itieð Rósu, móður Níelsar og Kristínu Heiðu, móður Melkorku og höfundi Útkallsbókanna, Óttari Sveinssyni. I bókinni kemur ekki
síst glöggt fram hvernig börnunum leið þegar þau voru við dauðans dyr og um hvað mœðurnar hugsuðu þegar börnin fundust hvergi.
í nýútkominni bók
Ottars Sveinssonar,
Útkall upp á líf og
dauða, eru tvær
sögur af rauveruleg-
um atburðum sem
gerðust fyrr á þessu
ári. Fyrri sagan lýsir
því er rúta með hóp
austurrískra ferða-
manna lenti í miðri
Jökulsá á Fjöllum í
sumar. Fólkið komst
á þak rútunnar og var
þar klukkustundum
saman í bráðri lífs-
hættu. Rútubflstjór-
inn, sem er íslenskur,
hætti sér út í straum-
þunga jökulána til að
ná í hjálp og barst
fleiri hundruð metra
með ánni. Tveir land-
verðir, karl og kona,
fóru á gúmbáti að
sokkinni rútunni og
misstu þar bátinn.
Litlu munaði að þau
færust. Aðrir stóðu
hjálparlausir á ár-
bakkanum og gátu
ekkert aðhafst.
Síðari frásögnin er af því er
tvö börn grófust undir snjó-
hengju ábæjarhlaði í Biskups-
tungum. Við grípum niðurþar
sem börnin hafa verið að leika
sér að því að stökkva í snjó-
skafl fram af fjárhúsþaki.
Andspænis fjárhúsinu var
snjóhengja sem skyndilega
fór af stað. Þau eru grafin undir
hengjunni þegar hér er komið
sögu:
Níelsi var illa brugðið:
„Ég gat mig hvergi hreyft,
nema kannski um nokkra
sentímetra. Ég lá einhvern
veginn á maganum. Hægri
handleggurinn var sveigður
aftur með bakinu. Hinn var
klesstur upp til vinstri, ská-
hallt frá andlitinu.
Ég reyndi að lemja með
hendinni upp til að rýma til.
Það var vonlaust. Snjórinn
þrýsti svo á mig. Einnig reyndi
ég að hreyfa höfuðið og snúa
til að fá rneira pláss. Snjórinn
var svo harður og þungur að
ég gat ekkert gert. Fæturnir
voru einhvern veginn snúnir
og hægri hluti líkamans illa
sveigður.
Ég heyrði í Melkorku. Hún
var greinilega að öskra óskap-
lega. Samt heyrði ég bara
dempaðhljóð í snjónum.Táin
á stígvéli Melkorku var rétt
við andlitið á mér. Hún kallaði
eins hátt og hún gat. Ég reyndi
að kalla til hennar:
„Hættu, Melkorka, hættu
þessum öskrum! Þú eyðir bara
súrefni,“ kallaði ég og varð
að hafa mig allan við því snjó-
rinn einangraði hljóðið óskap-
lega. Ég kallaði og kallaði.“
Melkorka var að hugsa um
frænda sinn, Guðmund, sem
hún hafði séð vera að moka
snjó á dráttarvélinni - hann
var næsta hugsanlega hjálp:
„Ég heyrði hljóð frá dráttar-
vélinni og reyndi að öskra á
Guðmund. Svo áttaði ég mig
á því að hann myndi ekkert
heyra í mér vegna hávaðans í
vélinni.
Það var dálítið pláss í kring-
um mig og ég heyrði að Níels
var eitthvað að kalla. Ég
heyrði bara óm í honum. Mér
fannst hann vera langt frá mér.
Ég hætti að kalla til að eyða
ekki þeirri orku sem ég átti
eftir. „Fólkið hlýtur að koma
og bjarga okkur," hugsaði ég.“
Níels hugsaði það sama og
Melkorka:
„Ég var hættur að heyra í
Melkorku. Mér fannst útilok-
að að reyna að kalla í bróður
minn á dráttarvélinni því ég
gerði mér grein fyrir að hann
myndi ekkert heyra í mér.
Maður heyrir ekkert í fólki
fyrir utan þegar maður er inni
í húsi á dráttarvél. Ég gat hins
vegar heyrt vélarniðinn í gegn-
um snjóinn.
„Ég held ég verði bara að
bíða og sjá hvað gerist. Ekkert
annað,“ hugsaði ég.
Allt í einu heyrði ég að drep-
ið var á dráttarvélinni og þá
kom þögnin.
„Guðmundur hlýtur að fara
að koma,“ hugsaði ég. Ég
hafði oft séð þætti um snjóflóð
í sjónvarpinu. Þarhafði greini-
lega komið fram að það heyr-
ist lítið sem ekkert í gegnum
snjóinn. Ég ákvað að vera ekk-
ert að eyða súrefninu með því
að reyna að kalla í bróður
minn.“
Melkorka litla hugsaði og
hugsaði - hvað átti hún að
taka til bragðs?
„Ég fór að hugsa urn sjó-
manninn í Vestmannaeyjum
sem mamma hafði eitt sinn
sagt mér frá - manninn sem
synti svo lengi í sjónum þegar
bátur sökk og fór að tala við
mávana á leiðinni.
„Ég verð að halda ró minni
eins og sjómaðurinn, ég verð
að vera róleg.“
Ég ákvað að leiða hugann
að einhverju öðru en þessum
snjó og fór að syngja:
„I'm singing in the rain, I'm
singing in the rain, tralala-
lala.“ Mér fannst allt svo
óraunverulegt. Ég og Níels
föst undir miklum snjó. Mér
fannst ekki að þetta væri að
koma fyrir mig.“
Níels lagði við hlustir:
„Ég heyrði einhvern óm frá
Melkorku. Fyrst hélt ég að
hún væri að æpa eitthvað. Svo
gat ég ekki betur heyrt en að
hún væri farin að syngja.
Fjórðungssambandið og menntunin
Netspurningin
Fjórðungssambandið hefur fengið nýjan framkvæmdastjóra. Sá er Ingimar
Halldórsson, fyrrum bæjarfulltrúi í Isafjarðarkaupstað og framkvæmdastjóri
Frosta hf. í Súðavík. Vafalaust er Ingimar vel að starfmu kominn enda treystir
stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga honum best hinna níu umsækjenda til
starfans. Ekki er að efa að rökstuðningur stjórnarinnar snýr að þeim þáttum í
fyrri störfum Ingimars er snerta reynslu hans af sveitarstjórnarmálum og
þekkingu ásamt reynslu af atvinnulífmu. Til þess að fyrirbyggja allan mis-
skilning er Ingimari óskað velfarnaðar í starfi og Fjórðungs-
sambandinu farsældar á komandi árum í störfum sínum fyrir
umbjóðendur sína sem eru reyndar sveitarfélögin 12 á Vest-
fjörðum. Obeint fer Fjórðungssambandið þó með umboð
fyrir alla íbúa sveitarfélaganna. Þeir bera í raun kostnaðinn af rekstri þess og
störfum.
Fjórðungssamband Vestfirðinga á sér rúmlega hálfrar aldar sögu, en það var
stofnað 1949 og hefur beitt sér fyrir mörgum framfaramálum. Hæst ber þar
stofnun Orkubús Vestfjarða 1977. Hin síðari ár hefur Fjórðungssambandið
ekki verið eins áberandi og fyrr á árum. Margt kemur þar til. Fækkun
sveitarfélaga úr 34 í 12 og gríðarleg fækkun íbúa. Þróunin í atvinnumálum
hefur því miður verið nokkuð á eina lund, fiskvinnslufyrirtækjum hefur
fækkað, fiskiskipum hefur sömuleiðis fækkað, kvótinn er sigldur burt og
ðtakkur skrifar
hraðfrystihúsin, sem voru burðarás atvinnulífs áður fyrr, standa auð.
Vaxtarbroddur í atvinnulífi liggur sennilega fyrst og fremst á tæknisviðinu. Sú
er að minnsta kosti raunin. Á hátíðarstundum tala forsvarsmenn ríkis og
sveitarfélaga fjálglega um nauðsyn og gildi menntunar. En fylgja þeir tali sínu
eftir með verkum?
Það vekur athygli að meðal hinna níu umsækjenda um starf framkvæmda-
stjóra Fjórðungssambandsins voru nokkrir, sem gátu státað af háskólamenntun,
meira að segja erlendis frá. Einhverjir þeirra höfðu lokið
framhaldsnámi í háskólum, það er að segja á meistarastigi.
Auk þess voru þeir með ýmiss konar reynslu úr atvinnulífinu.
Einnig var í hópnum ungt vel menntað fólk. Svo virðist
eindregið sem stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hafi ekki talið þörf á
menntafólki til þess að sinna störfum fyrir sambandið vegna umbjóðendanna,
sem eru sveitarfélögin, og þeirra umbjóðenda, sem eru kjósendur. Þessi niður-
staða kann að vera oftúlkuð. En skal ekki gleymt að sjálfsagt þykir mörgu
ungu velmenntuðu fólki, sem jafnvel á rætur sínar á Vestfjörðum þetta kaldar
kveðjur og sýna að lítill áhugi er fyrir menntun. Það sem verra er, að á hátíðar-
stundum tala forsvarsmenn sveitarfélaganna mikið um nauðsyn þess að fá
unga vel menntaða fólkið heim að námi loknu. En því miður virðast menntun
og reynsla samfara henni ekki eiga upp á pallborðið nú og skilaboðin eru skýr.
Spurt var:
Hver er
tilfinning þín
gagnvart
jólum ogjóla-
undirbúningi ?
Alls svömðu 406.
Tillilökkun sögðu 232 eða 57,14%
Kvíði sögðu 58 eða 14,29%
Tilhlökkuu og kviði sögðu
56 eða 13,79%
Engin sérstök sögðu 60 eða 14,78%
Nefspumingin er birt viku-
lega á bb.is og þar geta
lesendur látið skoðun sína
í ijós. Aðeins er tekiö við
einu svari frá hverri tölvu.
Niðurstöðurnar eru síðan
birtar hér.
Stakkur hefur ritað vikulega pistla '\Bœjarinsbesta í mörg ór. Skoðanir hansó mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umrœður. Þœr þurfa alls
ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt.
10 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000