Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.12.2000, Page 12

Bæjarins besta - 06.12.2000, Page 12
r r Iris Sveinsdóttir, heilsugæslulæknir í Bolungarvík og sambýliskona Lýðs Arnasonar, læknis á Flateyri Klippir kvikinyiid ii* og tónlist- armyndbönd í tómstundum íris Sveinsdóttir, heilsu- gæslulæknir í Bolungarvík, kom til Vestfjarða fyrir nokkr- um árum. Hún settist að á Flateyri með sambýlismanni sínum, Lýð Árnasyni, en þau eru bæði læknar. Þó að hún hafi ekki verið eins fyrirferð- armikil í félagslífinu og maður hennar, þá hefur hún unnið með honum að flestum þeim verkefnum sem hann hefur orðið þekktur fyrir. Þannig tók hún þátt í uppsetningu popp- messunnar, vann að útgáfu tveggja hljómplatna og er um þessar rnundir að klippa kvik- mynd eftir Lýð og Jóakim Hlyn Reynisson, sem er ætt- aður úr Hnífsdal. Langt læknis- fræðinám Iris býr í læknisbústaðnum í Bolungarvík með dóttur sinni Lovísu og hundinum Mola. „Reyndar er Moli nú meira hjá Lýð pabba sínum. Það er ekki verra að ala upp hunda en börn í litlum bæjum. Hundinn þarf að viðra oft á dag og miklu styttra og auð- veldara er að fara til slíkra verka hér en fyrir sunnan. Iris er fædd og uppalin í Reykjavík. „Ég hef reyndar búið hér og þar, meðal annars í Danmörku. Ég hlaut mína framhaldsskólamenntun í Flensborg í Hafnarfirði og fór síðan í Háskóla Islands að læra læknisfræði. Foreldrar rnínir fluttu til Svíþjóðar og þess vegna bjó ég á stúdenta- garði mestan þann tíma sem ég stundaði námið í háskól- anum. Það tekur ógurlega langan tíma að klára læknisfræðinám. Sex ár situr maður í skóla og lærir. Að þeim tíma loknum tekur við eins árs kandídats- nám og að lokum fimm til sex ár í sérfræðimenntun. Sú menntun fer reyndar að mestu fram í formi vinnu og starfs- reynsla er mikils metin.“ íris kaus að sérmennta sig í heimilislækningum og segist Glæsile^t tölvvtilboð með ISDN ■Æ Jf Gateway tölva VERÐ KR. 179.900,- Tilboðs 800 MHz Plll örgjörvi, 133 BUS 128 Mb SDRAM vinnsluminni, PC133 20 Cb harður diskur, 7200 rpm 32 Mb TNT2 skjákort AGP 1 i6x DVD geisladrif ■ Sound Blaster hljóðkort 1 56 kb mótald • Windows ME • Word 2000, Works, Atlas o.fl. • MS Intellimús með hjóli, Gateway lyklaborð ■ Turnkassi, 4 USB tengi • Boston Acoustics hátalarar ■ Gateway 17" EV700 skjár Frí internetáskrift í tvo mánuði frá Símanum Internet fylgir vélinni. Með tölvunni fylgír „tengdu sjálfur" ISDN pakki frítt með ásamt stofn- eða breytingargjaldi fyrir ISDN. Hægt er að velja milli þess að vera með mótald eða ISDN kort í tölvunni. m ' JH Ww simmn.is Þíónustumiðstöð Símans Hafnarstræti 1, ÍSAFIRÐt • SÍMI: 450 6000 Opið alla virka daga frá 9 -18 og lau. 9. des. frá 10 -16 S í M 1N N kunna hæfilega mikið fyrir sér á öllum sviðum læknisfræð- innar. „Öfugt við aðra sér- menntaða lækna, þá hef ég yfirborðsþekkingu á mörgum sviðum. Oft er sagt og þá oft- ast í gríni, að heimilislæknar kunni „ekkert í öllu“ en ekki „allt í engu“ eins og aðrir sér- menntaðir læknar. Ólíkt flestum öðrum grein- um læknisfræðinnar er hægt að sérmennta sig í heimilis- lækningumhérálandi. Flestar aðrar sérgreinar krefjast náms utan landsteinanna og koma menn oft ekki heim aftur fyrr en eftir 6-10 ára útlegð. Ég hef nýlokið sérnámi í heimilislækningum og er bara að bíða eftir pappírunum. Ég hef verið mikið á flakki á und- anförnum árum og unnið víða á Vestfjörðum en einnig í Hafnarfirði." Mátulega mikið að gera Iris hóf störf í Bolungarvík fyrir hálfu misseri og líkar vel. „Smábæjarlíf virðist eiga mjög vel við mig. Þrátt fyrir það finn ég oft fyrir löngun til að skreppa suður. Við Lýður eigum hús í Hafnarfirði sem við búum í nokkra mánuði á hverju ári. Það er mátulega mikið að gera á heilsugæslustöðinni. Ég á að heita yfirlæknir en tek titilinn ekki nema mátulega alvarlega. Á Heilbrigðisstofn- un Bolungarvíkur er algjört kvennaríki, þar starfa ein- göngu konur. Okkur kynsystr- unum semur mjög vel og rikir hver yfir annarri eins og vant er meðal kvenna. Ef einhver mótmælir mér, þá beiti ég bara titlinum.“ Fjölbreytt starf Aðspurð segist íris þegar hafa vanist bræðslulyktinni sem óneitanlega vekur athygli óvanra þegar komið er til Bol- ungarvíkur. „Sú lykt angrar mig lítið. Ég man þó eftir ein- um strák sem kom á heilsu- gæslustöðina beint úr beitn- ingaskúr. Hann hafði verið að vinna með lyktsterka beitu. Ég verð að segja að þeirri lykt gæti ég átt erfitt með að venj- ast, enda þurftum við að opna glugga og nota lyktúða eftir heimsókn stráksa. Ég held það sé mjög gott fyrir heimilislækni að starfa úti á landsbyggðinni. Tilfellin sem þarf að sinna eru miklu fjölbreyttari en væri ég fyrir sunnan, því að hér eru miklu færri sérfræðingar.“ Tónlist og klippingar Þau íris og Lýður hafa látið nokkuð að sér kveða í tónlist. „Við ákváðum á sínum tíma að gefa út plötu áður en við lærðum á hljóðfæri. Við gáf- um þá út plötuna Kartöflu- mýsnar. Síðar vann ég einnig að gerð Karlrembuplötunnar sem Lýður gerði með hjálp fleiri góðra manna.Tvær plöt- ur eru svo í bígerð um þessar mundir en eftir er að finna rétta tímasetningu fyrir útgáfu þeirra. Það er nauðsynlegt að hafa einhveráhugamál, sérstaklega þegar maður er í svona starfi. Tónlistin hefur leikið stórt hlutverk í mínu lífi. Eftir að dóttir mín fæddist hef ég þó meira og minna hallað mér að gerð og klippingu hreyfi- mynda. Til þessa hef ég aðal- lega unnið að gerð tónlistar- myndbanda en nú einnig kvik- mynda í fullri lengd. Þetta get ég nánast allt gert heima fyrir. Stórmynd á vestfirska vísu íris er um þessar mundir að klippa kvikmyndina „I faðmi hafsins“ sem Lýður Árnason hefur ásamt fleirum tekið upp á Vestfjörðum. „Sagan er að hluta til byggð á íslenskri þjóðsögu. Um er að ræða nútímasögu um fólk í litlu sjávarplássi. Sagan hefst ábrúðkaupi. Brúðurin hverfur um nóttina hefst spennuhlaðin og dramahlaðin atburðarás. Mér finnst fremur neikvæð mynd hafa verið dregin af landsbyggðinni í íslenskri kvikmyndagerð til þessa. Þessa mynd tel ég aftur á móti gefa jákvæða sýn á byggð og mannlíf í íslensku sjávarþorpi. Eða eins og fram kemur í texta eftir Ólaf Ragnarsson frá Flat- eyri: Er það hafið eða fjöllin sem að laða mig hér að, eða er það kannski fólkið á þessum stað?“ 12 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.