Tónamál - 01.12.1976, Blaðsíða 14
Sigmundur Lúðvíksson - Minning
Framh. af bls. 8.
Einarsson, Eyþór Þorláksson, Stefán Edelstein, Þórður
Hafliðason, Kolbeinn Ingólfsson og Guðmundur
Steinsson.
Við Bóbó mundum minnast byrjunartímabilsins
sem skemmtilegasta tímabilsins í okkar samveru, því
að þá vorum við ungir og hraustir, við höfðum engar
áhyggjur af morgundeginum og hvar sem við komum
var okkur tekið opnum örmum, allt gekk okkur í
haginn svo leikandi létt. Við minnumst tímabilsins í
Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði þegar hljómsveitin var
skipuð 5 mönnum fyrir góðan þaulæfðan samleik. Við
minnumst Leikhúskjallarans fyrir gott samstarf innan
hljómsveitarinnar en þá buðust okkur mörg tilboð hér-
lendis og erlendis, sem því miður við gátum ekki
þegið. Og við minnumst síðasta tímabilsins með Kol-
beini Ingólfssyni fyrir það hvað við höfðum mikið að
gera. Við áttum báðir stór heimili og þurftum fyrir
mörgum að sjá. að var því ekki auðvelt að neita starfi,
sem eftirá að hyggja hefði betur verið gert - því að of
mikið má af öllu gera.
Með fyrrverandi eiginkonu sinni, Dagbjörtu Elías-
dóttur, átti Bóbó 6 elskuleg og myndarleg börn. Dag-
björt var skilningsrík eiginkona og heimili hans hin
mesta stoð því hún var og er dugleg, fórnfús og raun-
sæ móðir. Með Ragnheiði Runólfsdóttur eignaðist
Bóbó eitt barn.
Bóbó var góður gítarleikari og þó sérstaklega góður
rythmaleikari. Hann var mjög góður félagi, drenglynd-
ur og ætíð glaðvær og því var hann vinmargur. Hann
hafði háar hugmyndir og ætlaði sér mikið í sambandi
við músík og þó sérstaklega í samstarfi okkar. En erfið
aðalatvinna, stórt heimili og naumur tíma leyfði ekki
frekari lærdómsþjálfun. Þó leitaði hann nokkrum sinn-
um til Eyþórs Þorlákssonar, en þeir voru mjög góðir
mátar, og kunni Bóbó vel að meta tilsögn og vináttu
hans.
Við höldum því fram, að menn fái ráðið svo og svo
miklu um framtíð sína og víst virðist það svo. En svo
erum við vitni að því er almáttar öfl reiða til höggs
og granda, jafnvel aftur og aftur og hitta alltaf þann
sama. Svo sannarlega á það við um Bóbó og hans fjöl-
skyldu, eins og þeir vita er bezt þekkja til.
Ég votta börnum hans, fyrrverandi eiginkonu, unn-
ustu, systkinum, ættingjum og ástvinum öllum mína
dýpstu samúð. Haukur Sveinbjarnarson.
Einar B Waage - Minning
Framh. af bls. 9.
sinn 1947, en koma hans var liður í Beethoven-hátíð
Tónlistarfélagsins, þá styrkti hann lið sitt í sumum
verkanna með íslenzkum tónlistarmönnum. Meðal
þeirra var Einar. Eftir síðustu æfinguna gekk Buch til
hans og faðmaði hann að sér fyrir frammistöðuna.
Ekki lét hann þar við sitja, heldur bauð honum starf í
Bandaríkjunum, en sem betur fór stóðst Einar freist-
inguna öðru sinni.
Fastráðinn kennari við Tónlistarskólann í Reykja-
vík var Einar frá 1946.
í dag kveðja íslenzkir hljóðfæraleikarar ekki ein-
göngu frábæran hljómlistarmann, heldur einn þann
bezta málsvara, sem þeir hafa átt. I áraraðir var Einar
formaður Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands og s.i. 9 ár varaformaður Félags íslenzkra hljóm-
listarmanna. Til hans má rekja marga af þeim sigrum,
sem stétt okkar hefur unnið á liðnum árum. Það leið
varla sá dagur, að hann fjallaði ekki um félagsmál, og
árlega vann hann vikum saman í samningum fyrir
stétt sína, enda var hann sjálfkjörinn í allar samninga-
nefndir.
Hollur vinur var hann og heill. Hann var ófeiminn
við að benda mér og öðrum á það, sem honum þótti
betur mega fara. Ábendingar hans voru jafnan á þann
veg, að menn urðu honum þakklátir fyrir þær.
Framsýnn var Einar með afbrigðum og hataði
skammtímalausnir mála. Svo hreinskiptinn var hann,
að mörgum þótti nóg um, sérstaklega þeim er ekki
höfðu hugleitt málin til hlítar. Hjálpfús var Einar og
þekkja þeir það gerst, sem til hans leituðu.
20. maí 1960 taldi hann mestan gæfudag í lífi sínu,
en þá gekk Einar að eiga eftirlifandi konu sína, Magn-
eu Hannesdóttur Waage. Eignuðust þau tvær dætur.
Samhentari fjölskyldu minnist undirritaður ekki að
hafa þekkt. Þau voru höfðingjar heim að sækja, enda
ávallt gleðilegt að koma á þeirra fund.
Ég vil íyrir hönd félags íslenzkra hljómlistarmanna
og fjölskyldu minnar þakka Einari B. Waage fyrir hans
mörgu óeigingjörnu stundir og votta eftirlifandi eigin-
konu og dætrum, móður, systrum og öðru venslafólki
okkar dýpstu samúð.
Sverrir Garðarsson.
14
TÓNAMÁI