Tónamál - 01.12.1976, Blaðsíða 12
Sumarannáll
Um það leyti, sem síðasta tölublað Tónamála kom
út, þinguðu stjórnarmenn Nordisk Musiker Union á
Þingvöllum. Hafði stjórn F.Í.H. boðið þeim að þinga
á þessum sögufræga stað vegna 60 ára afmælis NMU.
Rómuðu fulltrúarnir mjög allan viðurgjörning og að-
stöðu í sambandi við þingið, enda þótt þeir bæru sjálf-
ir kostnað af að koma sér til og frá landinu. NMU
hefur verið hið gagnlegasta tæki hljómlistarmannafé-
lögunum á Norðurlöndum og höfum við í F.Í.H. notið
þess sérstaklega, eins og flestum mun kunnugt. Þarna
á þinginu var Sverri Garðarssyni boðið að sitja ársþing
danskra hljómlistarmanna, sem haldið var í Holsterbo
dagana á undan þingi Alheimssamtaka hljómlistar-
manna, en það var haldið í Hasseluden í nágrenni
Stockholmborgar 30. ágúst. Myndi það of langt mál að
rekja ganginn á öllum þessum þingum, en mikil á-
herzla var lögð á lifandi hljómlist, þ. e. a. s. niður með
diskótekin. Oll stjórn F.Í.H. sat að einhverju eða öllu
Ieyti þingið hjá NMU á Þingvöllum, en Sverrir Garð-
arsson sat bæði þing DMF og FIM.
I lok Listahátíðar fór starfsfólk Sinfóníunnar í sum-
arleyfi og þótti vel að því komið. Popparar héldu
menningunni í gangi yfir hásumarið að vanda og ferð-
uðust víða um landið. Stóð það á endum, að hljóðfæra-
trygging sú, sem félagar hafa notið, gekk úr gildi 1.
október og fékkst ekki endurnýjuð. Aðalbitinn, sem
tryggingamenn fá ekki kyngt, er fólginn í öllum þeim
rafmagnstækjum danshljómlistarmanna, sem strangt
tiltekið eru ekki hljóðfæri, heldur hjálpartæki. Þetta
eru dýrir hlutir og viðkvæmir, enda er spurning kom-
in fram, hvort ekki væri hægt að fá hljóðfærin sjálf
tryggð, ef meðlætinu væri sleppt. Allt þetta er í
rannsókn og vinnslu. Vonandi kemst trygging í gang
aftur, áður en langt um líður, a. m. k. í einhverri
mynd.
Eitt höfuðverkefni starfsfólksins hjá F.Í.H., þegar
venjulegum samningagjörðum, skrifstofuvinnu og
taxtaútreikningum sleppir, er fólgið í innheimtu-
störfum. Ekki er þar eingöngu um slægleg skil félags-
12
manna til sjóða félagsins að ræða, heldur virðast sumir
veitingamenn og aðrir viðsemjendur okkar standa í
þeirri trú, að fé það, sem þeim ber að greiða í sjóði
F.Í.H., sé upplagt sem rekstrarfé fyrir þá sjálfa. Þessi
vanskil stela ógrynni af tíma starfsfólks félagsins og á
tíðum þarf að leita liðsauka hjá lögmönnum. Myndi
það létta mjög á álaginu, ef félagsmenn greiddu félags-
gjöld sín reglulega og tilkynntu skrifstofunni, þegar
þeir eru ekki að leika um tíma. Allir þeir, sem hlotið
hafa lífeyrissjóðslán, verða að vera í félaginu unz það
er greitt. Þeir, sem spila ekki, greiða aðeins hálft fé-
lagsgjald. Þetta ættu allir að vita. Að síðustu varðandi
þetta, þá verða félagsmenn að halda til haga öllum
kvittunum, sem þeir fá frá vinnuveitendum, sbr. líf-
eyrissjóðs- og félagsgjaldakvittunum.
í sumar lézt Þórhallur Árnason, heiðursfélagi í
F.Í.H., en hans er getið hér á öðrum stað í blaðinu.
Næsta áfall var fráfall Einars B. Waage, varaformanns
okkar, en hann lézt löngu fyrir aidur fram í október
s.l. Síðast hvarf svo Sigmundur Lúðvíksson yfir landa-
mærin.
Sinfónían tók til starfa á réttum tíma. Nokkrar
mannabreytingar urðu eins og venjulega, en aðalstjórn-
andi er Karsten Andersen. Ekki hefur Sigurður Björns-
son enn tekið við framkvæmdastjórninni þar, en Guð-
björg Jónsdóttir hefur átt veg og vanda þess embættis
á meðan með góðu fulltingi Ásthildar Egilson.
Kammersveit Reykjavíkur hélt sína fyrstu tónleika
14. nóvember s.L, en hún er nú rösklega tveggja ára,
eða stofnuð í ágúst 1974. Á þessu þriðja starfsári
heldur hún fjóra tónleika og eru þeir næstu 12. des. í
Kristskirkju. Hinir tveir síðari verða í Menntaskólan-
um við Hamrahlíð 20. febrúar og 27. marz kl. 16.00
hvorn dag. Áskriftarkort er hægt að fá í bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar, auk þess fær skólafólk rífleg-
an afslátt.
í blöðunum 18. nóvember kom fram að Listahátíð
in í sumar hafi gefið af sér 8 milljón krónur í hagnað,
Framh. á hls. 13.
TÓNAMÁL