Bæjarins besta - 26.04.2006, Side 1
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk
Miðvikudagur 26. apríl 2006 · 17. tbl. · 23. árg.
Ísfirðingurinn Ásdís Svava
Hallgrímsdóttir mun leika í
danska spennumyndaflokkn-
um Erninum. Ásdís Svava
fékk hlutverk erlendrar feg-
urðardísar sem heillar aðal-
persónu þáttanna Hallgrím
Örn. Ásdísi bauðst tækifæri
til spreyta sig í áheyrnarprufu
fyrir hlutverkið í kjölfar þátt-
töku hennar í Ungfrú Reykja-
vík þar sem hún nældi sér í
annað sætið en þess má geta
að hún fór með sigur af hólmi
í netkosningunni.
Þrjár íslenskar stúlkur fór
alls í prufu fyrir hlutverk hinn-
ar suðrænu Isabellu en auk
Ásdísar leika í þættinum ís-
lensku leikkonurnar Elva Ósk
Ólafsdóttir og María Ellings-
sen.
Hallgrímur Örn er hálfís-
lenskur rannsóknarlögreglu-
maður sem býr í Kaupmanna-
höfn og berst þar hann gegn
skipulagðri glæpastarfsemi.
Þátturinn hefur slegið í gegn
víða um Evrópu og hlaut al-
þjóðlegu Emmy-verðlaunin á
síðasta ári.
– thelma@bb.is
Ásdís Svava fékk hlutverk í Erninum
Nú er sumarið gengið í
garð og von bráðar fer
hitastigið að hækka og
náttúran og blómin að
lifna við. Annað sem fylg-
ir vorinu og sumrinu eru
farfuglarnir en þeir hafa
verið að streyma til lands-
ins að undanförnu.
Á meðal þeirra tegunda
sem hafa verið að koma
síðustu daga eru heiðlóa,
hrossagaukur, stelkur,
skógarþröstur og sandlóa.
Á leirunum í Önundarfirði
sáust 42 sandlóur á dög-
unum og þar af voru níu
litmerktar. Allar voru þær
merktar á hreiðri í Holts-
oddanum, tvær þeirra
2004 en hinar sjö 2005.
Frá þessu er sagt á
heimasíðu Náttúrustofu
Vestfjarða. – gudrun@bb.is
Farfuglar
streyma til
landsins
Sandlóa. Mynd: nave.is.
Nýjungar verða í uppbygg-
ingu riðla í mýrarboltanum
sem haldinn verður 13-14
ágúst og gefst nú liðum færi á
að skrá sig í ýmsar deildir.
Keppninni verður því skipt
niður í fjármáladeild, verk-
takadeild, sjávarútvegsdeild,
tónlistar- og rokkdeild, hetju-
deild, sjúkra-, lögreglu- og
björgunardeild og verslunar-
deild. Auk þess verður opinn
riðill fyrir þau lið sem finna
sér ekki samhljóm í tilgreind-
um riðlum. Öllum riðlum er
skipt í kvenna og karlariðla.
Fyrsta mýrarboltamótið var
haldið á Ísafirði haustið 2004
en Ísfirðingar kynntust íþrótt-
inni í gegnum viðburðaskipta-
verkefnið Usevenue sem Ísa-
fjarðarbær er þátttakandi í. Þá
var haldið Evrópumót í Mýr-
arbolta í fyrra sem vakti mikla
athygli á landsvísu. Síðan þá
hefur verið stofnað félag
áhugafólks um mýrarbolta
sem hefur þann tilgang fyrst
og fremst að auka veg og virð-
ingu mýrarboltans á Íslandi.
Upphaf þessarar óvenju-
legu íþróttar má rekja til skóg-
lendis Norður-Finnlands þar
sem er að finna talsverð mýr-
lendi sem myndast á auðum
blettum í skóginum eftir að
tré hafa verið höggvin. Á einu
slíku svæði var byrjað að spila
knattspyrnu á litlum velli. Í
byrjun var þetta eingöngu til
skemmtunar en þróaðist fljót-
lega yfir í keppni þar sem lítil
mót voru haldin á svæðinu.
Fyrir fjórum árum var byrj-
að að skipuleggja stærra mót í
kringum þessa sérstæðu grein
sem í dag er orðið stór við-
burður í Finnlandi.
Mýrarboltakeppninni
skipt niður í deildir
17.PM5 5.4.2017, 10:241