Bæjarins besta - 26.04.2006, Síða 2
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 20062
Ísfirðingurinn Lárus Mikael Knudsen Daníelsson
Íslandsmeistari í hnefaleikum
Ísfirðingurinn Lárus Mikael
Knudsen Daníelsson varð á
laugardaginn Íslandsmeistari
í hnefaleikum í þungavigt 19
ára og eldri. Mótið um helgina
var fyrsta Íslandsmeistaramót
í hnefaleikum sem haldið er í
yfir 50 ár. Keppendur voru 47
og var keppt í 11 flokkum. Á
sport.is er þetta sagt um sigur-
bardaga Lárusar:
„Lokabardagi kvöldsins var
jafn og spennandi en náði samt
ekki þeim hæðum sem margir
aðrir bardagar höfðu náð.
Báðir voru keppendurnir var-
kárir og gáfu fá opin færi á
sig. Þrír dómaranna dæmdu
Lárusi sigurinn eftir jafnan
slag.“ Eins og áður segir var
mótið það fyrsta í yfir 50 ár
og einnig voru Íslandsmeist-
arar í kvennaflokki krýndir í
fyrsta sinn.
Að mótinu nú um helgina
undanskildu var síðasta hnefa-
leikameistaramót var haldið
6. maí 1953 í Hálogalandi.
Hnefaleikaiðkun var bönnuð
á Íslandi frá 1956 til 2002 en
þá voru lög um áhugamanna-
hnefaleika samþykkt á Al-
þingi. – gudrun@bb.is
Hvíldardvöl að Löngu-
mýri í Varmahlíð
Sigurvon auglýsir eftir styrkþegum til
hvíldardvalar að Löngumýri í Varmahlíð.
Létt dagskrá er í boði, matur innifalinn
og góð aðstaða til hvíldar. Einnig er hægt
að fara í léttar göngur um svæðið. Boðið
er upp á fimm daga dvöl frá 14.-18. ágúst
nk. og eins er í boði helgardvöl. (Sjá nán-
ar upplýsingar á heimasíðu félagsins http:/
/svon.blogspot.com).
Sigurvon mun styrkja fimm manns til
helgardvalar og fimm til lengri dvalar og
einn aðstandanda hvers og eins. Styrk-
þegar þurfa annað hvort að vera í meðferð
eða hafa lokið meðferð á síðastliðnum 12
mánuðum. Rétt er að taka fram að hjúkr-
un er ekki á staðnum og akstur til og frá
staðnum er ekki innifalinn.
Umsóknir skulu berast fyrir 6. maí og
sendist á Sigurvon v/Löngumýri, Suður-
götu 9, 400 Ísafirði eða á netfang félagsins
sigurvon@krabb.is.
Sæluhelgarlagið í ár heitir
„Hugsum heim“ en það var
valið á skemmtun í félags-
heimilinu á Suðureyri á sum-
ardaginn fyrsta. Lagið er eftir
Siggeir Siggeirsson en texti
eftir Hildi Guðbjörnsdóttur.
Helgi Þór Arason syngur lagið
en svo vill til að hann var
kosinn bjartasta vonin í söng-
keppni á Sæluhelginni fyrir
fáeinum árum. Þau eiga öll
ættir okkar að rekja til Suður-
eyrar við Súgandafjörð.
Tíu manna dómnefnd, skip-
uð einum fulltrúa frá hverju
byggðu bóli frá Arnarfirði til
Álftafjarðar auk sigurvegara
keppninnar á síðasta ári og
fulltrúa ungu kynslóðarinnar,
sá um valið á laginu ásamt
áhorfendum í sal. Mat dóm-
nefndarinnar hafði 60% vægi
en val áhorfenda 40 %. Sex
lög bárust í keppnina og voru
þau flutt á skemmtuninni.
Mansavinir efndu til laga-
keppninnar en þeir standa að
sumarhátíðinni Sæluhelginni
sem er einn stærsti viðburður
ársins á Suðureyri.
– thelma@bb.is
Helgi Þór syngur Sæluhelgarlagið í ár
Jólapakki sem sendur var sendur frá Ísafirði fyrir jólin
1987 var opnaður á sama stað á páskunum 2006. Forsaga
þessa undarlega máls er sú að árið 1997 fannst jólapakki
sem sendur hafði verið 10 árum áður. Pakkinn var upp-
haflega sendur til viðtakanda í Hafnarfirði, en þegar hann
fannst var hann í gámi austur á Hornafirði. Pakkinn var
sendur eftir þetta áfram til viðtakanda sem þá var búsettur
í Bandaríkjunum.
Hann flutti til Íslands í fyrra og hefur búið á Austurlandi,
en ákvað að skella sér vestur á Skíðaviku og Aldrei fór ég
suður og hafði í för með sér pakkann, sem hann hafði enn
ekki opnað. „Ég sendi bróður mínum þennan jólapakka
fyrir öllum þessum árum og eftir þessa löngu og undarlegu
ferð pakkans tók bróðir minn ekki annað í mál en að ég
yrði viðstödd þegar hann yrði opnaður. Það var því gert
nú um páskana“, segir Áslaug Jensdóttir. – thelma@bb.is
Jólagjöfin opnuð eftir nær 20 ár
Jólapakki sem sendur var árið
1987 var loksins opnaður á
Ísafirði um páskana. Myndir:
Áslaug Jensdóttir.
Innihald pakkans fékk loks að
njóta dagsins ljóss eftir 19 ár.
á Ísafirði er gert ráð fyrir
íbúðabyggð frá Ásgeirsgötu,
meðfram safnasvæði í Neðsta-
kaupstað og niður í Suður-
tanga. Endanleg útfærsla á
lóðunum er ekki tilbúin, en
fyrst og fremst er reiknað með
nokkrum lóðum fyrir einbýl-
ishús meðfram fjörunni neðan
Neðstakaupstaðar. Þegar hafa
borist fyrirspurnir um lóðir á
þessu svæði, að sögn bæjar-
stjóra, en er Örn Elías sá fyrsti
til að skrifa formlega undir
yfirlýsingu þess efnis að hann
hafi áhuga á lóð.
„Við reiknum með því að
rammaskipulagið verði af-
greitt frá nefnd á morgun og
fari fyrir umhverfisnefnd á
miðvikudaginn“, segir Hall-
dór. „Þá verður hægt að vinna
aðal- og deiliskipulag. Gangi
allt eftir áætlun ætti deiliskipu-
lag að vera tilbúið með haust-
inu og hægt að úthluta lóðum
í framhaldi af því.“
Örn Elías hefur verið búsett-
ur í Reykjavík síðastliðin
misseri en er að sögn æstur í
að komast vestur sem allra
fyrst.
–eirikur@bb.is
Mugison vill byggja einbýlishús
og hljóðver í Neðstakaupstað
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og Örn Elías undirrituðu viljayfirlýsinguna á mánudag.
Norskt selveiðiskip
tengir Ísafjörð við Titanic
Alþjóð kannast við Tit-
anic sem fórst á svo hörmu-
legan hátt í jómfrúarferð
sinni 1912, færri vita þó að
tengsl eru á milli farþega-
skipsins fræga og Ísafjarðar.
Jafnvel hafa verið orðaðar
hugmyndir um að koma á
fót Titanicsafni á Ísafirði.
„Fyrir um 16 árum voru
staddir á Ísafirði tveir menn
sem voru að rannsaka tengsl
Titanic við Ísafjörð og þeir
stungu upp á því að sett yrði
á stofn Titanic safn hérna.
Þeir voru að rannsaka hvort
norskt skip sem orðað hefur
verið í tengslum við slysið
á Titanic hafi verið statt á
Ísafirði í apríl 1912. Síðan
fóru þeir héðan til Noregs“,
segir Áslaug Jensdóttir á
Ísafirði sem hefur verið í
nokkru sambandi við rann-
sóknarmennina í gegnum
tölvupóst síðan þeir voru hér Halldór Halldórsson, bæjar-
stjóri Ísafjarðarbæjar, undir-
ritaði á mánudag viljayfirlýs-
ingu þess efnis að Örn Elías
Guðmundsson, sem betur er
þekktur undir nafninu Mugi-
son, fengi úthlutað lóð á svæð-
inu neðan Neðstakaupstaðar
undir einbýlishús og hljóðver.
Samkvæmt drögum að
rammaskipulagi fyrir eyrina
vestra í heimsókn. „Engin
staðfesting fékkst á því
hvort skipið hafi verið í ná-
grenni við Titanic þegar það
sökk en ég frétti það líka
eftir krókaleiðum að eitt-
hvað hefði verið fjallað um
þetta í norsku blaði og fyrir
nokkru fann ég upplýsingar
um þetta á netinu“, segir
Áslaug.
Tengslin eru með þeim
hætti að haft er eftir farþeg-
um á Titanic að sést hafi
ljós af öðru skipi þegar skip-
ið var að sökkva og talið er
að leyndardómsfulla fleyið
hafi verið The Californian.
En einnig er talið að annað
skip en The Californian hafi
verið í nágrenni við Titanic
þetta örlagaríka kvöld 12.
apríl 1912 og löngum hefur
því verið haldið fram að það
skip hafi verið norska sel-
veiðiskipið Samson.
17.PM5 5.4.2017, 10:242