Bæjarins besta - 26.04.2006, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 20064
Björn Bjarnason, dóms- og
kirkjumálaráðherra, hefur
skipað sr. Skúla Sigurð Ólafs-
son í embætti sóknarprests í
Keflavíkurprestakalli. Tíu
sóttu um embættið en ekki
náðist samstaða innan val-
nefndar. Meirihlutinn mælti
með sr. Skúla og lagði biskup
Íslands síðan til við dóms-
málaráðherra að sr. Skúli Sig-
urður yrði skipaður sóknar-
prestur í Keflavík.
Í kjölfarið á niðurstöðu val-
nefndar var hafin undirskrifta-
söfnun á netinu til stuðnings
séra Sigfúsi B. Ingvasyni,
presti við Keflavíkurkirkju, en
skoða ákvörðun sína þar sem
hún endurspeglaði ekki vilja
sóknarbarna. Voru listarnir
afhentir dóms- og kirkjumála-
ráðherra fyrir páska.
Sr. Skúli Sigurður Ólafsson
lauk embættisprófi í guðfræði
árið 1996 frá HÍ og var vígður
prestur við Ísafjarðarpresta-
kall vorið 1997. Hann var
skipaður prestur Íslendinga í
Svíþjóð með aðsetur í Gauta-
borg vorið 2000. Hann hefur
stundað framhaldsnám við
Gautaborgarháskóla og guð-
fræðideild Háskóla Íslands.
Sr. Skúli er settur sóknarprest-
ur á Ísafirði.
hann var einn umsækjenda um
embættið. Alls skrifuðu um
4400 manns undir áskorun til
valnefndarinnar að endur-
Skúli S. Ólafsson.
Skúli skipaður sókn-
arprestur í Keflavík
Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra
Fagnar Útflutningsverðlaunum 3X stál
Einar K. Guðfinnsson skrif-
ar lítinn pistil á heimasíðu sína
þar sem hann fagnar því að
3X stál hafi fengið Útflutn-
ingsverðlaun forseta Íslands
á dögunum. „Það er nóg að
segja bara eitt um þetta mál.
Þeir áttu það svo sannarlega
skilið. Ef ekki þeir, þá hverjir?
[...] 3 X Stál er mikið óskabarn
og gott dæmi um framtak ein-
staklinga. Og verkin þeirra eru
ein sönnun þess hvernig sjáv-
arútvegurinn leitar stöðugt að
tæknilausnum á viðfangsefn-
um sínum og gerir það að
verkum að við erum með öfl-
ugan sjávarútvegur sem dafn-
ar í sambýli við góð iðnfyrir-
tæki og aðrar þekkingargrein-
ar. Svo eru þeir enn sönnun
þess hvernig öflug iðnaðar-
fyrirtæki , sem í senn eru þekk-
ingargrein og alþjóðleg at-
vinnustarfsemi geta haslað sér
völl af landsbyggðinni og út
um allan heim. Það skiptir
ekki hvað síst miklu máli“,
segir meðal annars í pistli
Einars á ekg.is.
Jóhann Jónasson og Albert
Marzelíus Högnason eigendur
fyrirtækisins tóku við verð-
laununum við hátíðlega at-
höfn á Bessastöðum á dögun-
um. 3X-Stál fékk í viðurkenn-
ingarskyni verðlaunagrip sér-
hannaðan af Ólöfu Nordal og
viðurkenningarskjal.
– eirikur@bb.is Einar K. Guðfinnsson.
Fjölmenni við opnun kosn-
ingaskrifstofu Í-listans
Fjöldi manns var saman
kominn framan við kosn-
ingaskrifstofu Í-listans, þeg-
ar hún var formlega opnuð
að Hafnarstræti 14 á sumar-
daginn fyrsta. Frambjóðend-
ur hins sameiginlega fram-
boðs Samfylkingar, Vinstri
grænna og Frjálslyndra og
óháðra í Ísafjarðarbæ, buðu
nýbakaðar pönnukökur og
kakóbolla í tilefni dagsins
og Lúðrasveit Tónlistarskól-
ans lék létt lög. Fólk staldr-
aði við og spjallaði um horf-
ur og tíðindi í pólitíkinni
framundan.
Margir litu inn á skrifstof-
una á opnunardaginn og var
létt yfir mönnum við upphaf
kosningabaráttunnar sem nú
er formlega hafin. Af sama
tilefni var vefsíða framboðs-
ins, ilistinn.is, formlega kynnt.
Enn fremur var opinberað
merki listans, stílfært Í, sem
hannað er af Pétri Guðmunds-
syni myndlistarmanni og
kennara á Ísafirði.
„Sumar og vetur frusu sam-
an í nótt og það veit á gott“,
segir oddviti listans, Sigurð-
ur Pétursson, á heimasíðu
framboðsins. „Með sól í
sinni og bjartsýni tökumst
við á við verkefni næstu
vikna: Að ná völdum í bæj-
arstjórn Ísafjarðarbæjar og
móta framtíð okkar og bæj-
arfélagsins.“
– thelma@bb.is
Nýr bátur Ferðaþjónustunn-
ar Grunnavíkur ehf. kom til
heimahafnar sinnar í Bolung-
arvík í gærkvöldi. Nýi bátur-
inn sem heitir Ramóna eins
og sá gamli er 22 brúttólestir
og verður útbúinn til að flytja
30 farþega. Einnig verður um
borð öflugur krani til hífinga
á tækjum og vörum. Báturinn
er af gerðinni Viksund og er
smíðaður úr trefjaplasti í Nor-
egi 1988. Aðalvél hans ef af
gerðinni Scania og er gang-
hraðinn um 12 sjómílur. Áætl-
að er að báturinn verði tilbúinn
til þjónustu um miðjan maí.
Í sumar verður Grunnavík
með áætlunarferðir á föstu-
dögum og sunnudögum frá
Bolungarvík til Grunnavíkur,
Jökulfjarða og Hesteyrar, sem
bætist við áætlun vegna fjölda
beiðna um það. Þá er einnig
verið að kanna áhuga og þörf
á áætlunarferðum til Aðalvík-
ur. Siglt verður á aðra staði
eftir þörfum og eftirspurn,
m.a. til Hornvíkur sem kom
sterk inn hjá Grunnavík sl.
sumar. Þá er einnig hægt að
panta aukaferðir og sérferðir,
t.d. í flutninga með byggingar-
efni og hvaðeina sem þarf að
flytja sjóleiðina. Að öllu jöfnu
verður siglt frá Bolungarvík
en lítið mál er að sigla frá
annarri höfn í auka- eða sér-
ferðum ef þess er óskað, hvort
sem er frá Súðavík, Reykja-
nesi, Bæjum eða jafnvel Ísa-
firði. – gudrun@bb.is
Ný Ramóna komin
til Bolungarvíkur
Ný Ramóna siglir inn til Bolungarvíkur.
17.PM5 5.4.2017, 10:244