Bæjarins besta - 26.04.2006, Qupperneq 6
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 20066
RITSTJÓRNARGREIN
Hvatning til dáða
○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○
Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 · Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is · Blaðamenn: Eiríkur Örn Norð-
dahl, símar 456 4694 og 845 2685 eirikur@bb.is – Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4680 og 849 8699, thelma@bb.is – Guðrún Ása Magnúsdóttir, símar 456 4693 og 692 2972, gudrun@bb.is ·
Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is · Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson ·
Lausasöluverð er kr. 300 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. · Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X
,,Þetta er mjög mikil upphefð og hvetur okkur til dáða. Þetta er viðurkenning fyrir starfs-
fólk fyrirtækisins um að við höfum haft erindi sem erfiði og fengið einhverju áorkað í störf-
um okkar sem eftir hefur verið tekið. Þess vegna eru þessi verðlaun okkur sérstaklega hjart-
fólgin,“ sagði Jóhann Jónasson í samtali við Morgunblaðið eftir að hann hafði, ásamt Alberti
Marzellíusi Högnasyni, félaga sínum og meðeiganda að 3X-Stál ehf, tekið við Útflutnings-
verðlaunum forseta Íslands á Bessastöðum síðasta vetrardag.
Fyrirtækið 3X-Stál, sem stofnað var 1994, byggði starfsemina í upphafi á hönnun og
framleiðslu á tækjabúnaði úr ryðfríu stáli og þjónustu við sjávarútvegsfyrirtæki, sér í lagi
rækjuverksmiðjur, en á þeim árum var umhverfi rækjuiðnaðar með ólíkum hætti miðað við
það sem nú er. Fyrirtækinu óx skjótt fiskur um hrygg. Árið 1997 hófst útflutningur til
Kanada, sem fram til þessa hefur verið einn helsti markaður fyrirtækisins. Sem dæmi um
vöxt og viðgang 3X-Stál má nefna að frá stofnun þess hefur starfsmannafjöldinn tífaldast og
á þessu ári er reiknað með að starfsmenn verði orðnir 40 að tölu.
Í téðu viðtali segir Jóhann að framleiðsluvörur og tækja- og vélbúnaðarlausnir fyrirtækisins
megi vel nýta út fyrir svið sjávarfangs og nefnir sem dæmi að þær henti vel fyrir kjötvöru,
ávexti og grænmeti: ,,Við sjáum tækifæri okkar liggja í matvælageiranum í Evrópu, einkum
í Bretlandi, Hollandi, Danmörku og Þýskalandi,“ segir Jóhann og að markaðsstarfið á
Evrópusvæðinu sé þegar farið að skila sér.
Valur Valsson, formaður úthlutunarnefndar verðlaunanna, gat þess í ræðu sinni við
verðlaunaafhendinguna að 3X-Stál fengi verðlaunin fyrir góðan árangur á skömmum
tíma í sölu og markaðssetningu á sérhönnuðum tækjum og tækjalausnum fyrir matvælaiðn-
aðinn. Hann kvað 3X-Stál góðan fulltrúa hérlendra fyrirtækja sem byggðu rekstur sinn á
íslenskri reynslu og þekkingu og hefði náð að laga hana að þörfum alþjóðamarkaðarins.
Auk verðlaunagrips, listaverk eftir eftir Ólöfu Nordal, og verðlaunaskjal er verðlauna-
hafa heimilt að nota merki Útflutningsverðlaunanna á kynningarefni fyrirtækisins næstu
fimm árin.
3X-Stál efh er hér með óskað til hamingju með þá verðskulduðu viðurkenningu sem
felst í Útflutningsverðlaunum forseta Íslands. Fyrirtæki eins og 3X-Stál, sem náð hafa
fótfestu á alþjóðlegum markaði fyrir dugnað, þrautseigju og samheldni eru vestfirsku at-
vinnulífi og samfélagi ákaflega mikilvæg.
Vestfirskar byggðir þurfa á fleiri slíkum fyrirtækum að halda.
s.h.
ÚTBOÐ
Ísafjarðarbær óskar eftir tilboðum í
verkið „Útivistarsvæði á Flateyri.“
Ofangreindu verki skal vera að fullu
lokið eigi síðar en 15. júlí 2007. Út-
boðsgögn eru til sölu á kr. 3.000.- hjá
Ísafjarðarbæ, Hafnarstræti 1, Ísafirði.
Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn
9. maí nk. kl. 11:00 að viðstöddum
þeim bjóðendum sem þess óska.
Tæknideild. Ísafjarðarbæjar.
Guðni Geir Jóhannesson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar og efsti maður á B-lista skrifar
Framsókn er kjölfestan í Ísafjarðarbæ
Núna þegar þessu kjörtíma-
bili lýkur á ég að baki tveggja
kjörtímabila eða samtals átta
ára starf í bæjarstjórn Ísafjarð-
arbæjar, allan tímann í meiri-
hluta. Fyrra kjörtímabilið var
ég eini fulltrúi Framsóknar-
flokksins í bæjarstjórn en í
kosningunum fyrir fjórum ár-
um náði flokkurinn tveimur
bæjarfulltrúum. Ég leyfi mér
að trúa því, að störf mín að
málefnum Ísafjarðarbæjar og
íbúa hans kjörtímabilið þar á
undan hafi ekki spillt fyrir
þeim góða árangri sem fram-
boð okkar náði þá.
Auk þess að starfa í bæjar-
stjórn þessi átta ár hef ég einn-
ig átt sæti í bæjarráði allan
tímann. Formaður þess hef ég
verið allt þetta kjörtímabil og
helminginn af því síðasta, eða
sex af síðustu átta árum. Hin
tvö árin á liðnu kjörtímabili
var ég forseti bæjarstjórnar.
Síðustu átta árin hef ég átt
sæti í stjórn Fjórðungssam-
bands Vestfirðinga og verið
formaður hennar síðustu fjög-
ur árin.
Reynsla mín á vettvangi
sveitarstjórnarmála síðustu
tvö kjörtímabilin verður því
að kallast mjög staðgóð. Allan
þennan tíma hefur starfað hér
í Ísafjarðarbæ ábyrgur og öfl-
ugur meirihluti sömu flokka,
Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks. Samstarfið hef-
ur verið í alla staði gott og
hefur orðið bænum okkar til
farsældar, eins og flestir sem
fylgst hafa með málum ættu
að þekkja.
Enn líður að kosningum.
Enn verða verk okkar lögð í
dóm kjósenda. Mjög mikil-
vægt er að íbúar Ísafjarðar-
bæjar hyggi vel að störfum
bæjarstjórnar á liðnum árum
og verji ekki atkvæðum sínum
döfinni neinar stórvirkjanir
eða stóriðja á borð við álver
og munu ekki verða, enda eru
hreinleiki vestfirskrar náttúru
annars vegar og mannauður
og menntun hins vegar ein-
hverjar helstu auðlindir okkar
á nýrri öld. Þessar auðlindir
viljum við nýta okkur af skyn-
semi og framsýni. Á undan-
förnum árum höfum við unnið
að virkjun þeirra með mark-
vissum hætti. Þeirri uppbygg-
ingu viljum við halda áfram.
Jafnframt verðum við að
hyggja að iðnaði sem reyndar
gæti vel kallast stóriðja á
mælikvarða okkar litlu sam-
félaga hér fyrir vestan. Sam-
kvæmt þeirri mælistiku eru
bæði Þörungaverksmiðjan á
Reykhólum og Kalkþörunga-
verksmiðjan á Bíldudal stór-
iðja þeirra byggða, þótt ekki
séu bræddir þar málmar.
Yfirleitt er ekki talið gæfu-
legt að skipta um hest í miðri
á. Framsóknarfólkið sem
starfað hefur að bæjarmálum
Ísafjarðarbæjar á liðnum ár-
um, hvort heldur er í bæjar-
stjórn og bæjarráði eða í fjöl-
mörgum nefndum bæjarins,
hefur sýnt að það er traustsins
vert. Framsókn hefur mjög
lengi verið kjölfestan á þeim
vettvangi í Ísafjarðarbæ. Unn-
ið er að mörgum viðfangsefn-
um sem brýnt er að fylgja vel
eftir. Halda verður siglingunni
áfram með öruggum búnaði.
Í komandi kosningum er rétt
að minnast þess, að illa getur
farið ef kjölfestuna vantar.
Á næstunni mun ég í stutt-
um greinum, hvort heldur er á
þessum vettvangi eða öðrum,
fjalla nánar um verk meiri-
hluta bæjarstjórnar Ísafjarðar-
bæjar á því kjörtímabili sem
nú er senn á enda. Jafnframt
mun ég líta til þeirra mála
sem eru í deiglunni og bíða
okkar á komandi kjörtímabili.
Kjósendur í Ísafjarðarbæ bið
ég að huga mjög vel að hvoru
tveggja.
Ef þið gerið það, ágætu
kjósendur, þá þurfum við sem
stöndum að B-listanum engu
að kvíða. Og vonandi ekki
þið heldur.
án ábyrgðar og umhugsunar.
Tilraunastarfsemi í þeim efn-
um getur orðið dýrkeypt.
Breytingar breytinganna
vegna geta reynst afdrifaríkar.
Greitt atkvæði verður ekki aft-
ur tekið.
Allir vita að landsbyggðin
stendur í stöðugri og erfiðri
varnarbaráttu. Það gildir auð-
vitað líka um Ísafjarðarbæ og
alla Vestfirði. Hér eru ekki á
Guðni Geir Jóhannesson.
Nýi Baldur hefur siglingar
Hin nýja Breiðafjarðarferja
Baldur hefur hafið áætlunar-
ferðir sínar yfir Breiðafjörð.
Síðasta ferð gömlu Breiða-
fjarðarferjunnar var farin um
síðustu mánaðamótin, og hafa
minni skip Sæferða ehf. sinnt
öðrum flutningum en bíla-
flutningum á milli Stykkis-
hólms og Flateyjar síðan
gamli Baldur fór. Fyrsta ferðin
sem farin var á mánudag gekk
vel.
Að því er fram kom í frétt-
um NFS var fullbókað og bið-
listi frá Brjánslæk til Stykkis-
hólms. Skipið var keypt frá
Hollandi og kom til heima-
hafnar á Stykkishólmi á laug-
ardag. Nýi Baldur er mun
stærra skip en sá gamli, eða
62 metrar á lengd miðað við
40 metra gamla Baldurs. Hann
tekur 45-50 fólksbifreiðar og
300 farþega en sá gamli tekur
19 fólksbíla og 200 farþega.
Ganghraði skipsins er 13,5-
14 sjómílur og mun ferðin
milli Brjánslækjar og Stykkis-
hólms styttast um 50 mínútur
með tilkomu hins nýja Bald-
urs.
Ferjan siglir nú samkvæmt
áætlun tvær ferðir á dag hvora
leið. Fleyið er það áttunda í
röðinni til að bera nafnið Bald-
ur. – thelma@bb.is
Breiðafjarðarferjan Baldur.
17.PM5 5.4.2017, 10:246