Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.04.2006, Qupperneq 8

Bæjarins besta - 26.04.2006, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 20068 Sælkeri vikunnar · Rannveig Þorvaldsdóttir á Ísafirði Karrýkjúklingur með hnetum og döðlum Sælkeri vikunnar býður að þessu sinni upp á þrjá góða rétti. Í fyrsta lagi er karrýkjúklingur með hnet- um og döðlum, sem er bragðgóður og framandi réttur. Í öðru lagi er það heimatilbúinn Toblerone ís og síðast en ekki síst Krydd- brauð ehf. sem er einfalt, hollt og fljótlegt. Karrýkjúklingur með hnetum og döðlum 4 kjúklingabringur krydd aðar með salti og pipar 100 g smjör til að steikja bringurnar 200 g brytjaðar döðlur 150 g muldar kasjúhnetur 2 tsk milt madraskarrý (frá Rajah) 5 dl matreiðslurjómi sósujafnari til að þykkja sósuna Steikið kjúklinginn í smör- inu á pönnu í stutta stund (rétt til að loka kjötinu) og setjið svo í eldfast fat. Látið döðlur og hnetur malla í smjörinu á pönnunni í nokkrar mínútur og blandið þá karrýinu saman við. Hellið rjómanum út í blönduna og látið malla dálitla stund. Þykkið sósuna með sósujafnara. Hellið sósunni svo yfir kjúklingabringurnar í fatinu og eldið í ofni við 175°C í 20 mínútur. Lækkið þá hitann niður í 150°C og eldið áfram í 15-20 mínútur. Berið fram með hrísgrjónum, fersku salati og brauði. Toblerone ís 6 eggjarauður 1 bolli púðursykur (stór bolli) 1 tsk. vanillusykur ½ lítri þeyttur rjómi 100 g smátt saxað Toble rone Þeytið eggjarauður, púður- og vanillusykur mjög vel sam- an. Blandið þeyttum rjóma og tobleroneinu varlega saman við eggjarauðublönduna. Setj- ið í hringlaga form og frystið. Berið fram með ferskum ávöxtum. Kryddbrauð ehf. 1½ dl. hveiti 1 tsk. matarsódi 2 tsk. kakó ½ tsk. kanill ½ tsk. engifer ½ tsk. negull 1½ dl haframjöl 1½ dl púðursykur 1½ dl AB mjólk/eða súr mjólk 1 egg Hrærið allt saman og setjið deigið í smurt aflangt mót. Bakið neðst í ofni við 180°C í 45-50 mín. Ég skora á Lilju Rafney Magnúsdóttur á Suðureyri að koma með góða upp- skrift. Fimm börn fermast á Ísafirði Fimm börn koma til með að fermast í Ísafjarðar- kirkju nk. sunnudag 30. apríl kl. 14:00. Hér að neðan er listi yfir allar fermingarnar auk nafna fermingar- barnanna og foreldra þeirra. Sunnudagurinn 30. apríl kl. 14:00 í Ísafjarðarkirkju María Sigríður Halldórsdóttir, Hafraholti 38, 400 Ísafirði Foreldrar: Guðfinna Hreiðarsdóttir, Halldór Halldórsson Jóhann Mar Sigurðsson, Miðtúni 45, 400 Ísafirði Foreldrar: Guðný Hólmgeirsdóttir, Sigurður Mar Óskarsson Aníta Björk Jóhannsdóttir, Fjarðarstræti 59, 400 Ísafirði Foreldrar: Randí Guðmundsdóttir, Jóhann D. Svansson Alexander Már Hermannsson, Austurvegi 12 400 Ísafirði Foreldrar: Kristrún Einarsdóttir, Hermann Björnsson, Brynjar Már Eðvaldsson Jóhanna Stefánsdóttir, Kjarrholti 7, 400 Ísafirði Foreldrar: Steinunn Sölvadóttir, Stefán Símonarson Skeytasalan í skátaheimilinu opin frá klukkan 13:00 - 16:00. Einnig er hægt að hringja inn skeytapantanir í síma 456 3282. Starfsmaður / meðeigandi Starfsmaður/meðeigandi óskast í versl- unina Legg og skel að Austurvegi 2 á Ísa- firði. Allar nánari upplýsingar veitir Svana í versluninni og í símum 456 4070 og 456 3212. Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi Stingur upp á 3-4 milljarðar verði lagð- ir í atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokk- sins fyrir Norðvesturkjör- dæmi segist efa að önnur eins breyting hafi orðið á nokkru landssvæði síðustu áratugina og átt hefur sér stað á Vest- fjörðum, og að tími sé kominn til þess að horfast í augu við þær staðreyndir sem við blasi um þróun mála á Vestfjörðum og bregðast við í samræmi við þær. Þetta kemur fram í pistli sem Kristinn skrifar á heimasíðu sína, kristinn.is. Þá segir hann að hugsa mætti sér, til að byrja með, að lagðar yrðu svipaðar fjárhæðir til at- vinnumála á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra og kostar að skapa 10 störf í stóriðju, eða sem samsvarar um 3-4 milljörðum króna. „Ég er viss um að ná megi góðum árangri með það fé til ráðstöfunar og að innlend sem erlend fyrir- tæki verði fús til samstarfs við stjórnvöld og reiðubúin að leggja fram sjálf mikla pen- inga til atvinnusköpunar á landssvæðinu“, segir enn fremur í pistlinum. Þá segir einnig: „[Á Vest- fjörðum] voru lengi hæstu eða meðal þeirra hæstu tekjurnar á landinu en það er breytt. Árið 1998 voru meðaltekjurn- ar á Vestfjörðum í 3. sæti á landinu og 90% af meðaltekj- unum á höfuðborgarsvæðinu, en sex árum seinna voru meðal atvinnutekjurnar á Vestfjörð- um fallnar niður í 6. sæti og aðeins um 80% af meðaltekj- um höfuðborgarsvæðisins. Störfunum fækkaði á þessi tímabili um tæplega 10% eða um 460, það samsvarar ríflega einu álveri. Fyrst og fremst fækkaði störfunum í fiskveið- um, þau voru 860 talsins en hafði fækkað í 520 árið 2004. Þá fækkaði um 120 störf í fiskvinnslu. Í raun kom ekkert annað í staðinn fyrir störfin í sjávarútveginum sem hurfu. Tekjurnar í fiskveiðunum á Vestfjörðum eru þær lægstu á landinu miðað við upplýsing- ar Hagstofunnar. Meðal at- vinnutekjurnar fyrir fiskveiðar voru 3.3 milljónir króna á Vestfjörðum árið 2004, sem er aðeins 53% af meðaltekjum á höfuðborgarsvæðinu fyrir fiskveiðar, en þar voru tekj- urnar hæstar. Þetta er alvarleg þróun þegar haft er í huga hversu stór þáttur fiskveiðar er í atvinnulífi fjórðungsins.“ – eirikur@bb.isKristinn H. Gunnarsson. Hagnaður hjá Hvetjanda Hagnaður Eignarhaldsfé- lagsins Hvetjanda hf., nam rúmlega 800 þúsund krónum á síðasta ári að því er kom fram á aðalfundi félagsins sem haldinn var fyrir stuttu. Eigið fé félagsins í árslok var 96.995.000 kr. og þar af er hlutafé 96.696.000 kr. Félagið á nú hluti í 5 félögum, með bókfærðri hlutafjáreign sam- tals að upphæð 22 milljónir króna. Starfsemi félagsins fer vaxandi og er stefnt að öflun nýrra fjárfesta og aukningu hlutafjár í félaginu á þessu ári, en samkvæmt hluthafa- fundi þá er heimilt að hækka hlutafé félagsins í 200 millj- ónir króna. Tvær tillögur að breyting- um á samþykktum sjóðsins voru teknar fyrir á aðalfund- inum. Þeirri fyrri, sem fól í sér að sett yrði inn ákvæði í samþykktirnar þess efnis að 10% af hagnaði ársins skyldi ráðstafað í sérstakan styrktar- sjóð, var vísað til stjórnar til frekari skoðunar. Seinni til- lagan var samþykkt en hún fól í sér breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins um að hver hlutur sé 10.000 krónur breytist í: „Hver hlutur er að fjárhæð kr. 1,00“. Á fundinum var jafnframt upplýst að stjórn félagsins hef- ur ákveðið að lækka lágmarks- viðmiðunarmörk ávöxtunar- kröfu á framlagt hlutafé fé- lagsins úr 20% niður í 5%, en áskilur sér þó rétt til að gera hærri ávöxtunarkröfu til verk- efna, háð áhættumati stjórnar. Þá var kosin ný stjórn og vara- stjórn félagsins og var kosn- ingin einróma. Í aðalstjórn voru kosnir: Guðni A Einars- son, Sigurjón Kr. Sigurjóns- son og Agnar Ebenesersson. Í varastjórn voru kosin: Björn Davíðsson, Kristín Hálfdánar- dóttir og Fylkir Ágústsson. Stjórn félagsins kom saman að loknum aðalfundi og skipti með sér verkefnum. Guðni A Einarsson var endurkjörinn formaður stjórnar og einnig var varaformaður hennar Sig- urjón Kr. Sigurjónsson endur- kjörinn. Framkvæmdastjóri félagsins er Eiríkur Finnur Greipsson og endurskoðandi félagsins er Löggiltir endur- skoðendur Vestfjörðum ehf., Guðmundur E Kjartansson löggiltur endurskoðandi. Eignarhaldsfélagið Hvetj- andi hf. var stofnað í janúar 2004 af Ísafjarðarbæ. Tilgang- ur félagsins er að taka þátt í stofnun og starfsemi annarra félaga sem rekin eru á grund- velli arðssemissjónarmiða, fela í sér nýmæli í atvinnulífi og/eða eru mikilvægur þáttur í uppbyggingu atvinnulífs á norðanverðum Vestfjörðum. Eignaraðilar að félaginu í dag eru Ísafjarðarbæjar (31,71%), Byggðastofnun (57,32%), Súðavíkurhreppur (1,55%), Sparisjóður Vestfirðinga (5,1%) og Lífeyrissjóður Vestfirðinga (4,24%). Heild- arhlutfé félagsins er tæpar 97 milljónir króna. – gudrun@bb.is Næsta tölublað BB kemur út fimmtudaginn 4. maí nk. 17.PM5 5.4.2017, 10:248

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.