Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.04.2006, Qupperneq 9

Bæjarins besta - 26.04.2006, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 9 Framboðsfrestur vegna almennra sveitarstjórnar- kosninga þann 27. maí 2006 Framboðsfrestur vegna almennra sveitarstjórnarkosninga er fara fram laugardaginn 27. maí 2006, rennur út kl. 12:00 á hádegi þann 6. maí 2006. Öll framboð skulu tilkynnt skriflega til yfirkjörstjórnar eigi síðar en kl. 12:00 á hádegi þann dag. Yfirkjörstjórn tekur á móti framboðslistum þann dag í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar milli kl. 10:00 og 12:00, en einnig má skila framboðslistum til formanns yfirkjörstjórnar, Björns Jóhannessonar hdl., Hafnarstræti 1, Ísafirði, fyrir þann tíma. Sérstök athygli er vakin á ákvæðum 3., 21., 22., 23., og 25. gr. laga nr. 5/1998 um kosningar til sveitarstjórna, en þar segir: 3. gr. laga nr. 5/1998: „Kjörgengur í sveitarstjórn er hver sá sem á kosningarrétt í sveitarfé- laginu skv. 2. gr. og hefur ekki verið sviptur lögræði.“ 21. gr. laga nr. 5/1998: „Þegar sveitarstjórnarkosningar eiga að fara fram skulu öll framboð tilkynnt skriflega til yfirkjörstjórn þeirri sem í hlut á eigi síðar en kl. 12:00 á hádegi þann dag þegar þrjár vikur eru til kjördags. Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega fullt nafn fram- bjóðanda, kennitölu hans, stöðu og heimili, til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir í kjöri eru.“ 22. gr. laga nr. 5/1998: „Framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Framboðslista skal og fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í hlutaðeigandi sveitarfélagi. Tilgreina skal nafn meðmælanda, kennitölu hans og heimili. Hver kjósandi má einvörðungu mæla með einum lista við hverjar kosningar. Ekki er gerð krafa um meðmælendur í sveitar- félögum með 100 íbúa eða færri. Lágmarksfjöldi meðmælenda skv. 1. mgr. skal vera sem hér segir: a) í sveitarfélagi með 101 – 500 íbúa, 10 meðmælendur. b) í sveitarfélagi með 501 – 2.000 íbúa, 20 meðmælendur. c) í sveitarfélagi með 2.001 – 10.000 íbúa, 40 meðmælendur. d) í sveitarfélagi með 10.001 – 50.000 íbúa, 80 meðmælendur. e) í sveitarfélagi með 50.001 og fleiri íbúa, 160 meðmælendur. Hámarkstala meðmælenda skal vera tvöföld tilskilin lágmarkstala. Frambjóðandi getur afturkallað samþykki sitt til framboðs fram til þess að frestur til að skila framboðum rennur út. Kjósandi, sem mælt hefur með framboðslista, getur ekki afturkallað stuðningsyfirlýsingu sína eftir að framboð hefur verið afhent yfirkjör- stjórn. 23. gr. laga nr. 5/1998: „Hverjum framboðslista skal fylgja til yfirkjörstjórnar skrifleg til- kynning frá frambjóðendum listans um það hverjir tveir menn séu um- boðsmenn listans. Ef umboðsmenn listans eru ekki tilgreindir eða nauð- synjar hamla umboðsmanni eru frambjóðendur í aðalsætum hver um sig, réttir umboðsmenn hans. Þessir umboðsmenn gæta réttar lista þeirra sem þeir eru fyrir við skoðun og úrskurðun listanna. Þeir gefa þær upplýsingar um listana er yfirkjörstjórn óskar. Þeim er heimilt að vera viðstaddir eða gefa öðrum umboð til að vera viðstaddir kosningar á hin- um einstöku kjörstöðum og við talningu atkvæða. Skyldir eru um- boðsmenn að hlíta þeim fundarreglum sem kjörstjórnir setja.“ 25. gr. laga nr. 5/1998: „Yfirkjörstjórn úrskurðar um kjörgengi. Úrskurði hennar má skjóta til sveitarstjórnar. Úrskurð sveitarstjórnar má kæra á sama hátt sem fyrir er mælt í 93. gr. ef úrskurður fellur um að fulltrúaefni hafi misst kjörgengi.“ Yfirkjörstjórn Ísafjarðarbæjar. Kómedíuleikhúsið hefur staðið í viðræðum í vetur við einn þekktasta einleikara Bandaríkjanna síðustu tvo áratugi um að taka þátt í ein- leikjahátíðinni Act alone, en hann hefur einnig verið að hasla sér völl í Hollywood síð- ustu ár. Hann hefur samið fjölda einleikja sem hafa unn- ið til virtra verðlauna og einnig hefur hann samið skáldsögur og kvikmyndahandrit. Ekki er gefið upp nafn leikarans á heimasíðu Kómedíuleikhúss- ins en þó er sagt frá því að hann hefur leikið í myndum á borð við Talk Radio, Under Siege 2, Deconstructing Harry og Dolores Claiborne. Meðal leikstjóra sem hann hefur unn- ið með eru Woody Allen, Ro- bert Altman og Oliver Stone. „Allt stefnir í að kappinn komi til landsins og sýni á ACT ALONE í sumar. Nú er bara að krossa fingur og í byrj- un maí má vænta frétta af því hver kappinn er“, segir á komedia.is. Fólk er hvatt til að senda hugmyndir að því hver stjarnan sé á netfang leikhússins komedia@ kome dia.is og þeir sem giska rétt fá bókina Íslenskir einleikir í verðlaun. Átta íslenskir leikir verða sýndir á hátíðinni Act alone í sumar og tveir erlendir, frá Danmörku og Króatíu. Af ís- lenskum leikjum á hátíðinni má nefna Mike Attack, Grýlu- saga, Ævintýrið um augastein og Dimmalimm. Einnig verð- ur boðið upp á Masterclass námskeið í leiklist undir stjórn Ole Brekke skólastjóra The commedia school í Kaup- mannahöfn. Act alone verður haldin í þriðja sinn 29. júní til 2. júlí í Hömrum á Ísafirði. Sem fyrr en ókeypis inn á alla leiki hátíðarinnar. – thelma@bb.is Þekktur Hollywood- leikari á Act alone? Andrésar andar leikarnir á Akureyri Ísfirðingar fengu sex gull Andrésar Andar leikarnir fóru fram á Akureyri um síð- ustu helgi og var þar fjöldi vestfirskra keppenda. Keppni hófs á fimmtudag og eins og áður hefur komið fram hlutu Ísfirðingar þann daginn þrenn gullverðlaun, þrenn silfur- verðlaun og þrenn bronsverð- laun. Þann daginn nældu Hólmvíkingar sér einnig í eitt silfur og eitt brons. Á föstudag var keppt í svigi, stórsvigi og skíðagöngu með frjálsri að- ferð og hirtu Vestfirðingar fjölda verðlauna í síðast- nefndu greininni. Keppt var í nokkrum aldursflokkum og fengu Ísfirðingar þrenn gull- verðlaun, þrenn silfurverðlaun og fern bronsverðlaun. Hólm- víkingar hrepptu ein silfur- verðlaun og tvenn bronsverð- laun einnig í skíðagöngunni. Á laugardag var keppt í svigi, stórsvigi og boðgöngu þar sem A-sveit Ísfirðinga hafnaði í öðru sæti bæði í flokki 9-12 ára og 13-14 ára, tvenn silfur- verðlaun þar. Ísfirðingar hlutu því í heild sex gull, átta silfur og sjö brons. Gullverðlaunahafar eru Katrín Ósk Einarsdóttir, Sig- rún Arnarsdóttir og Sólveig G. Guðmundsdóttir sem allar fengu tvö gull. Silfurverðlaun hlutu Dagur Benediktsson, Arna Kristbjörnsdóttir, Hákon Ari Halldórsson, Hekla Dögg Guðmundsdóttir og Daníel Ágúst Einarsson. Í boðgöngu- sveitinni 9-12 ára voru Hákon Ari Halldórsson, Arna Krist- björnsdóttir og Sigrún Arnars- dóttir. Í flokki 13-14 ára voru Rannveig Jónsdóttir, Egill Ari Gunnarsson og Sólveig G. Guðmundsdóttir í boðgöngu- sveit Ísfirðinga. Bronsverð- launahafar eru Vilmar Ben Hallgrímsson, Hekla Dögg Guðmundsdóttir, Rannveig Jónsdóttir, Arna Kristbjörns- dóttir og Egill Ari Gunnars- son. Hólmvíkingar fengu tvö silfur og þrjú brons. Silfur- verðlaunahafi eru Branddís Ösp Ragnarsdóttir og brons- verðlaunahafar eru Ólafur Orri Másson og Kolbrún Ýr Karlsdóttir. Nánari upplýsing- ar um úrslit má finna á síðunni www.skidi.is. – gudrun@bb.is Glímusveit íþróttafélags- ins Harðar á Ísafirði vann Íslandsmeistaratitilinn í unglingaflokki í sveita- glímu Íslands sem fór fram í íþróttahúsi Hagaskóla í Reykjavík á laugardag. Glímumenn Harðar unnu stórsigur á sveit HSK/KR og fengu 12 vinninga gegn fjórum hjá sameiginlegri sveit Héraðssambandssins Skarphéðins og KR-inga. KR urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki. Harðarmenn tóku þátt í fyrsta sinn í fyrra og urðu þá í öðru sæti en það var í fyrsta sinn sem lið frá Vestfjörð- um var skráð til keppni. Þessi forna íþrótt hefur aukið mjög fylgi sitt á norðanverðum Vestfjörð- um eftir að íþróttafélagið Hörður stofnaði glímu- deild á síðasta ári. – thelma@bb.is Íslandsmeistarar unglinga í sveitaglímu Harðverjunum var boðið á Bessastaði að móti loknu. Hér sjást þeir ásamt forseta Íslands. 17.PM5 5.4.2017, 10:249

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.