Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.04.2006, Síða 11

Bæjarins besta - 26.04.2006, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 11 greiðlega í gegn. Það var komið kvöld og ég stóð og talaði við vin minn. Allt í einu lýstist myrkrið upp og það var eins og verið væri að sprengja milljón kínverja. Það var verið að skjóta á okkur. Það er nánast ómögulegt að sjá hvaðan skothríðin kemur þegar skotið er á mann. Maður sá skotin lenda allt í kringum okkur en vissi ekki hvaðan þau komu. Maður upplifir þetta eins og það gerist mjög hægt og þjálfunin tekur bara yfir og maður gerir það sem þarf að gera. Við hörfuðum og sluppum. Eftir þessa reyn- slu fór að kárna gamanið, að vera hermaður í Írak var ekki eins mikill glamúr og maður hélt. En daginn eftir var ekki um annað að ræða en að fara aftur út að keyra. Litlu seinna var skotið á okkur aftur. Við vor- um að aka og skotið var yfir bílinn, við snerum við og þá var skotið á okkur með þung- um vopnum rétt yfir hausinn á okkur. Við bara gáfum í botn og náðum að sleppa. Allt þetta gerðist á þremur vikum. Í þriðju vikunni fundu- m við jarðsprengju. Við höfð- um æft þetta hundrað sinnum en það var annað þegar við stóðum frammi fyrir raun- verulegri sprengju. Við hring- dum því eftir sprengjusér- fræðingi og á meðan við biðum eftir honum var skotið á okkur. Einn vinur minn fékk skot í hnéð en var svo heppinn að það fór út hinu megin án þess að skadda hnéskelina. Þyrla kom á svipstundu og náði í hann til að færa hann á sjúkrahús. Hann var alveg ótrúlega heppinn en talið er að eftir átta mánuði verði hann búinn að ná sér að fullu. Eftir þessar fyrstu vikur sem voru svona spennuþrungnar kom hálfur mánuður sem var frekar rólegur. Það er svo furðulegt hvað maður getur aðlagast erfiðum aðstæðum. Maður verður alltaf skít- hræddur en maður fer að geta hugsað skýrt þegar maður lendir í svona.“ Bræður sem blæðir saman „Fyrir nokkrum vikum len- tu Litháar sem eru bandamenn okkar í skothríð úr þremur áttum. Liðþjálfinn minn spur- ði yfirmann þeirra í talstöðinni hvort þeir þyrftu aðstoð en þá kom svarið: „Nei, við þurfum meiri skotfæri.“ Eftir smá tíma var ákveðið að senda menn til að hjálpa þeim. Félagi minn keyrði á undan okkur og hafði ekki ekið 200 metra þegar hann keyrði á jarðsprengju. Hann var á venjulegum bíl og sprengjan kom inn þar sem fæturnir á honum voru og hann missti þá báða. Ég og sjúkraliði vorum kallaðir fram til þess hjálpa honum og annar sjúkraliði sinnti þeim sem var með honum í bílnum sem hafði slasast á höndum og fengið brot úr bílnum í fæt- urna. Ég þekkti þennan gaur sem við vorum að sinna og það var erfitt að sjá hann svona illa farinn. Hann var lillebror eða félagi minn í hernum. Að- stæðurnar voru hræðilegar og ég og sjúkraliðinn byrjuðum að reyna að stoppa blæðing- una. Hann batt annan fótinn upp og ég hinn. Félagi minn var samt rosalega rólegur, hann var örugglega í losti og hafði fengið morfín en hann var alveg sallarólegur og gat talað við okkur. Við settum hann á börur og þyrlan fór með hann á sjúkrahúsið. Þar sinntu honum bestu læknar í heimi og við fengum fregnir um að hann væri stabíll. Allt í einu var svo komið til okkar og sagt að hann hefði dáið fyrir tíu mínútum. Það var rosalegt sjokk því við vorum vissir um að hann mundi þrauka. En höggið af sprengj- unni varð of mikið fyrir lung- un í honum og þau eyðilögð- ust. Þótt hann hefði komist strax á sjúkrahús þá hefði ekki verið hægt að bjarga honum. Allir voru mjög fagmannlegir og enginn var í panikki. Það var ekki fyrr en við komum heim í herstöðina sem maður áttaði sig almennilega á því hvað hafði gerst.“ – Gátuð þið herfélagarnir stutt hvern annan í þessari sorg eða er viðhorfið að sýna ekki tilfinningar í hernum? „Nei, það er ekkert svoleið- is. Við erum bræður og blæðir saman. Við gátum fundið styrk hver í öðrum og rætt um þetta. Svo ræddi líka sálfræð- ingur við okkur sem var mjög gott. Það var mjög skrítið að keyra aftur út eftir þetta. Manni fannst maður alltaf vera svolítið ósigrandi og var kokhraustur en þarna upplifði maður sig svolítið varnarlaus- an. Það er samt þess virði að hafa farið til Íraks því það eru hryðjaverkamenn þarna sem vilja aðeins illt og svo er einn- ig fólk sem vill framtíð. Það er svo mikið rótleysi þarna og allt í klessu, mikil vinna er framundan.“ Hættir að taka margt sem sjálfsagðan hlut „Við umgöngumst íraska borgara mjög mikið og reyn- um að verða þeim að liði. Við tökum líka hjálminn af þegar við förum og heimsækjum fólkið og þeir bera mikla virð- ingu fyrir því. 90 prósent af tímanum gerist ekki mikið og allt er rólegt. Svo eru hin 10% sem eru mjög spennuþrungin. Íraska fólkið er farið að skilja að við erum þarna til þess að hjálpa þeim en ekki vinna gegn þeim. En þetta gerist hægt. Fátæktin er rosalega mikil þarna sem er erfitt að skilja þar sem óhemju mikið af olíu er í landinu. Danir vilja hjálpa írökum að geta staðið á eigin fótum og það er í verk- efni í gangi sem heitir Re- building unit Danmark sem er á vegum danska ríkisins og stuðlar að uppbyggingu í land- inu. Eins og sem dæmi þegar við erum með vatnsdælu til að vökva svæði þar sem döðl- ur og annað vex fáum við heimamenn til að sjá um það. Þeir fá borgað fyrir vinnuna og um leið læra að gera þetta sjálfir. Þetta er alls ekki fáfróð þjóð og hlutfallslega hafa íbú- arnir þar einna flestar phd gráður í heiminum. Ástandið er samt erfitt. Stundum er sak- lausum borgurum boðið að setja niður jarðsprengjur fyrir 500 dollara og þeir samþykkja það af því fátæktin er svo mikil og það er hægt að kaupa mikinn mat fyrir peningana. Við tókum þátt í því að fanga einn stóran glæpamann. Við vorum í samstarfi við Delta force og sérsveitir Íraka og lokuðum stórt svæði af, fórum inn og náðum vonda kallinum. Hann var að selja og búa til jarðsprengjur. Við vorum mjög ánægðir með að ná honum.“ – Það hlýtur að vera skrítið eftir að hafa öðlast þessa miklu lífsreynslu að koma aft- ur heim til Danmörku í eðlilegt ástand. „Já, það er skrítið. Og mað- ur hættir að taka svo margt sem sjálfsagðan hlut. Bara það að það sé ekki rusl og klóök alls staðar. Þetta er mjög ríku- leg lífsreynsla. En ég fer núna aftur til Íraks um sinn en svo er ég hættur í hernum og ætla að fara í nám. Ég ætla mér að verða verkfræðingur.“ Mikilvægt að láta gott af sér leiða – Ætlarðu þér að búa áfram í Danmörku eða á kannski að flytja heim til Íslands? „Ég ætla mér að vera áfram í Danmörku. Ég kann mjög vel við mig þar og tala og les tungumálið reiprennandi. Fyr- ir utan að fjölskylda mín er þar.“ – Bróðir þinn er einmitt núna í hinum konunglega líf- verði Danadrottningar, ef hann ætlaði að feta í fótspor þín og fara til Íraks mundirðu mæla gegn því eða styðja ákvörðun hans? „Ég mundi ekki mæla með því að hann færi út en ef hann væri ákveðinn í því mundi ég styðja við bakið á honum. En hann ætlar ekki að gera það því hann er ákveðinn að fara læra og tæknifræði er það sem heillar hann. Hann hefur þessa reynslu að baki að vera líf- vörður en hann hefur ekki áhuga á meiru.“ – Hvað finnst fjölskyldunni þinni um herævintýrið þitt? „Mamma var áhyggjufull vegna mín en pabbi styður mig alveg. Þau hafa bæði verið Hjalti ásamt bróður sínum Gísla Ragnarssyni sem er nú í danska lífverðinum. mér til mikils stuðnings og hjálpað mér að komast í gegn- um erfiðar stundir.“ – Er ekki gaman að fara til annarra landa sem eru svo ólík þínum heimahögum? „Það er mjög gaman að fara á aðra staði þar sem allt annars konar menning er og sjá það að þó hlutirnir séu ekki eins og við eigum að venjast þá eru þeir ekkert slæmir. Þeir eru bara öðruvísi. Það er líka mikilvægt að geta komist í svona stöðu þar sem maður lætur gott af sér leiða í staðinn fyrir að sitja heima og öskra á sjónvarpið.“ – Þannig að þú sérð ekkert eftir því að hafa gengið í her- inn? „Nei, alls ekki. Það starf sem herinn er að vinna á stöð- um eins og Kosovo og í Írak er eitthvað sem þarf að gera og er mjög mikilvægt,“ segir ísfirski hermaðurinn Hjalti Ragnarsson. – thelma@bb.is Hjalti í danska lífverðinum. 17.PM5 5.4.2017, 10:2411

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.