Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.04.2006, Page 12

Bæjarins besta - 26.04.2006, Page 12
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 200612 STAKKUR SKRIFAR Stefnumótun eða flokkadrættir? Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefn- um hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Smáauglýsingar Síðast var vikið að ánægjulegri þróun sem hófst með Rokkhátíð alþýðunn- ar, Aldrei fór ég suður. Þar er á ferð kærkomin gerjun í menningarlífinu á Ísafirði og í Ísafjarðarbæ, reyndar á Vestfjörðum öllum. Löng hefð er fyrir menningu á Ísafirði og reyndar víðar á fjörðunum. Framhaldsskólar hafa lengi verið á Ísafirði og tónlistarlíf með miklum blóma, kórar og tónlistar- kennsla og leiklistarlíf segja sögu um traustan grunn. Endurreisn Edinborgar- hússins glæðir vonir um bætta aðstöðu, að ógleymdu Safnahúsinu. Stutt er í kosningar til sveitarstjórna. Fagna ber að sveitarfélögum hafi nú fækkað í 79 á landinu öllu. Enn eru þau of mörg, þar á meðal á Vestfjörðum, þótt eitthvað hafi miðað í átt til fækkunar í Strandasýslu, sem nú telur færri en 800 íbúa alls og ætti að lágmarki að vera eitt sveitarfélag, en þau verða fjögur eftir kosningar. Það er á skjön við skynsemi og nútíma stjórnunarhætti að enn skuli vera fjögur sveitarfélög sem liggja að Ísafjarðardjúpi. Á norð- anverðum Vestfjörðum ætti að vera eitt sveitarfélag. Kannski má marka stefnubreytingu af hálfu ríkisvaldsins, sem hefur tekið ákvörðun um að leggja til færslu lögreglustjórnar á Vestfjörðum undir einn lögreglustjóra. Auðvitað greinir menn á um flestar ákvarðanir. Þýðingarlaust er að berj- ast gegn tímans þunga straumi og neita að laga sig að aðstæðum sem nú- tíminn býður upp á. Þó verða sveitarstjórnarkosningar í Súðavíkurhreppi, Ísafjarðarbæ og Bolungarvík. Úr verða þrjár máttlitlar sveitarstjórnir í stað einnar styrkari. Ólíkt því sem er uppi á teningnum í menningarlífinu er lítið nýtt í stjórnmálalífinu á Vestfjörðum. Ekki ber mjög á því að verið sé að kortleggja framtíðina, sem þó hefur sjaldan verið brýnna verkefni. Eigum við þó allt undir því að það eða þau stjórnmálaöfl sem halda um valdataum- ana að liðnum kosningum 27. maí í vor hafi skýra framtíðarsýn. Fátt bendir til að íbúum á Vestfjörðum fjölgi við óbreyttar aðstæður. Því miður er lík- legra að enn fækki. Hvar finnst stefnumótun varðandi samþættingu sjávarútvegs og ferðaþjónustu svo dæmi sé tekið? Vart er við því að búast eðli máls sam- kvæmt að hér rísi háskóli. Efla þarf samstarf við háskóla annars staðar á landinu, sem eru of margir til að standa undir nafni. Fyrst og fremst er það Háskóli Íslands sem leita verður til. Er nýtt að finna í stefnuskrám flokk- anna þriggja í Ísafjarðarbæ? Er einhver munur á þeim? Þessu fæst ekki svarað fyrr en kosningabaráttan er að fullu komin í gang. Um önnur sveit- arfélög fjórðungsins gildir að vegna smæðar sinnar hafa þau ekki möguleika til að hafa þó þau áhrif sem hið stærsta getur haft. En munu þau áhrif koma í ljós fyrir kosningar? Eða blasa hinir venjubundnu flokkadrættir við kjós- endum? Sveitarstjórnarkosningarnar í Bolungarvík Anna Guðrún líklega í sérframboð Anna Guðrún Edvardsdóttir segir að málefnaágreiningur sé ástæða þess að hún fari ekki í framboð með Sjálfstæð- isflokknum í Bolungarvík, eins og til stóð. Anna segir að ákveðnar skoðanir hennar hafi ekki notið hljómgrunns innan framboðsins og vísar þar með- al annars til greinar sem hún skrifaði á vef bb.is þar sem hún fjallar um framtíðarsýn sína fyrir Bolungarvíkurkaup- stað. „Ég gat ekki fundið að þær áherslur sem ég var með hlytu hljómgrunn innan flokk- sins“, segir Anna. „Mér finnst að auki að það sé hlutverk bæjaryfirvalda að hafa trú á samfélaginu og smita því út frá sér, og mér finnst það ekki hafa tekist í þessari bæjarstjórn. Það hefur ekki tekist að fá fólk til að öðlast trú á framtíðarbúsetu í bæjarfélaginu. Þetta eru mínar áherslur, og maður verður að fylgja sínum hugsjónum sama hvaða flokki maður er í. Ég get ekki verið í framboði á forsendum einhvers annars en mínum eigin.“ Anna er þó ekki af baki dottin þó hún fari ekki fram með Sjálfstæðisflokknum og segir að verið sé að vinna að því að fara í sérframboð í Bol- ungarvík, og þó ekkert sé enn ákveðið í þeim efnum sé lík- legt að af því verði. Í skoðanakönnun Sjálfstæð- isflokksins í Bolungarvík sem nota átti til að hjálpa til við uppstillingu á lista lenti Anna í öðru sæti með 66 atkvæði í fyrsta sætið á móti 72 atkvæð- um Elíasar Jónatanssonar, en fékk þó 97 atkvæði í 1.-2. sæti, svo ljóst má vera að ein- hvers stuðnings nýtur Anna í plássinu. Elías og Anna lýstu á sínum tíma miklum fögnuði með niðurstöður skoðana- könnunarinnar þegar blaðið ræddi við þau. Í áðurnefndri grein sem Anna vísaði til að finna mætti ýmis ágreiningsefni sín við Sjálfstæðisflokkinn í Bolung- arvík, sagði Anna m.a. „Mín framtíðarsýn er að fjölga íbú- um bæjarins. En það er ekki nóg að vera með þessa sýn, það þarf einnig að vinna að henni. Og hvernig gerum við það? Jú, með því að setja okkur markmið og varða leiðir að þeim markmiðum í öllum málaflokkum. Þessar leiðir og vörður þurfa að vera öllum bæjarbúum ljósar og allir þurfa að stefna að sama marki. Þess vegna er mikilvægt að auka hið svokallaða íbúalýð- ræði með því að halda íbúa- þing þar sem hinn almenni bæjarbúi tekur þátt í þessari stefnumótun. Fólk vill hafa áhrif á sitt nærumhverfi og finna að tekið er tillit til skoð- ana og viðhorfa þess og það þarf að gefa því tækifæri til þess. Þá þarf einnig að auka upplýsingastreymi til bæjar- búa.“ – eirikur@bb.is Óska eftir tvíbreiðu rúmi og dýnum gefins eða fyrir lítið. Upplýsingar gefur Halldóra í síma 866 4424 og Kristinn í síma 895 3068. Óskum eftir 4-5 herb. íbúð eða húsi til leigu frá júní/júlí í sum- ar. Uppl. gefa Skarphéðinn eða Guðríður í síma 456 3170. Er með laus þrjú pláss frá miðj- um júlí. Halldóra dagamanna, símar 456 2268 og 866 4424. Óska eftir 160 cm gönguskíð- um og skóm nr. 39-40. Upplýs- ingar í síma 861 4333. Til sölu er Toyota RAV4, árg. 01, ekinn 58 þús. km, beinskipt- ur. Uppl. í síma 456 3954. Funi Keyrt á gömlu pokasíunum Nýir pokar í pokasíu- virki Funa eru væntanlegir í maí að sögn Jóhanns Birkis Helgasonar bæjar- tæknifræðings Ísafjarðar- bæjar. „Við ætlum að keyra á þessum gömlu þar til nýju koma, það er verið að vinna í því. Stöðin er stopp núna en fer í gang á morgun“, segir Jóhann. Síur hefur vantað síðan síðsumars í fyrra. Búist var við því að að- eins tæki nokkrar vikur að panta og setja upp nýja poka en það hefur nú dreg- ist um fleiri mánuði og ku ástæðan vera sú að ekki var vitað hvað olli skemm- dunum á pokunum sem komu göt á. Nú hefur kom- ið í ljós að tæknilegar breytingar þurfti að gera hjá stöðinni til að sagan endurtæki sig ekki og það hefur nú verið gert. Poka- sían saman stendur af sex- tíu pokum inn í stórum stál- hólki og síar búnaðurinn ryk úr útblæstrinum. – gudrun@bb.is Metfjöldi erlendra þátttak- enda í Fossavatnsgöngunni Metþátttaka er hjá erlendum skíðagörpum í Fossavatns- göngunni í ár en 25 hafa skráð sig til leiks. Þar á meðal eru margir færustu íþróttamenn sem sérhæfa sig í lengri göng- um á heimsvísu. Má þar nefna sem dæmi liðsmenn Team Fast frá Noregi sem staðið hafa sig vel í alþjóðlegum mótum á þessu misseri og Mary Beth Tuttle og David Christopherson sigurvegara Minnesota Skinnyski Series mótaraðarinnar í Bandaríkj- unum. Erlendu keppendurnir eru væntanlegir til Ísafjarðar á fimmtudag. Undirbúningur stendur nú sem hæst en Fossa- vatnsgangan fer fram 29. apríl. Fossavatnsgangan er elsta skíðamót sem enn er við lýði á Íslandi og hefur jafnframt verið fjölmennasta skíða- göngumót landsins undanfar- in ár. Fyrsta Fossavatnsgang- an fór fram á annan Páskadag árið 1935. Keppendur voru sjö talsins og var brautin mæld 18 km. Hefð er fyrir því að gangan fari fram fyrsta laugar- dag í maí og markar hún jafnan lok skíðavertíðarinnar hér á landi. Gangan er nú í fyrsta sinn á mótaskrá Alþjóðlega skíða- sambandsins (FIS) og þarf sambandið reglum samkvæmt að eiga fulltrúa á staðnum sem lítur eftir því að öll fram- kvæmd mótsins sé í samræmi við alþjóðlegar kröfur. Hefur Bretinn Paddy Field verið skipaður eftirlitsmaður göng- unnar en hann hefur um margra ára skeið verið for- maður þeirrar nefndar FIS sem fer með málefni almennings- móta í skíðagöngu og hefur í gegnum tíðina verið eftirlits- maður á mörgum af stærstu og virtustu skíðagöngumótum heims. Skráning fer fram á heima- síðu göngunnar og þeir sem vilja gerast sjálfboðaliðar og aðstoða við framkvæmd göngunnar hafi samband við Jónas Gunnlaugsson göngu- stjóra í Bókhlöðunni. – thelma@bb.is Frá Fossavatnsgöngunni í fyrra. Í tilefni sjötugsafmæla og fleira halda hjónin Guðrún Fanný Björns- dóttir og Birkir Friðberts- son í Birkihlíð, kaffifagnað í Friðarsetrinu í Holti, 5. maí nk. Hús verð-ur kl. 20:00 og gestum fagnað meðan húsrúm leyfir. Væntanlegir gestir og aðrir sem ef til vill vilja sýna hug sinn með gjöf- um, eru góðfúslega minntir á að vinátta verð- ur ekki metin eftir verð- mæti gjafa og það er hið besta mál að koma án þeirra, en hafið góða skapið meðferðis. Verið velkomin og eigum glaða stund. Gunný og Birkir. Afmæli Kirkjustarf Guðsþjónusta og ferming verður í Ísafjarðarkirkju nk. sunnudag kl. 14:00. Aðalsafnaðarfundur Ísafjarðarsóknar verður haldinn í Safnaðarheimili Ísafjarðarkirkju sunnudag- inn 30. apríl kl. 16:00. Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Stjórnin. 17.PM5 5.4.2017, 10:2412

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.