Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.04.2006, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 26.04.2006, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 200616 Maður án drauma er maður án framtíðar Magni ásamt Carlo Ancelotti þjálfara AC Milan. Magni Fannberg Magnússon er yngsti þjálf- arinn í efstu deild í knattspyrnu á landinu en hann þjálfar meistaraflokk Ungmennafélags Grindavíkur. Hann er fæddur á Ísafirði og ólst upp í Súðavík og á Ísafirði þar sem hann kynnt- ist fótboltanum fyrst með Boltafélagi Ísafjarðar. Hann dreymir að verða þjálfari á erlendri grundu og er nýkominn frá Ítalíu þar sem hann fylgdist með þjálfunaraðferðum liðsins AC Milan. Bæjarins besta ræddi við Magna um boltann, Ísafjörð og draumana. – Hefurðu alltaf haft áhuga á fótbolta? „Alveg frá því að ég var lítill, ætli ég hafi ekki verið um átta ára þegar ég byrjaði fyrst í boltanum. Ég byrjaði svo um tíu ára að æfa með BÍ og síðan þá hefur fótbolti átt mig allan, nánast frá A til Ö. Þegar ég var tvítugur fluttist ég suður og fór að æfa með HK í Kópavogi. Ég spilaði þar í eitt ár og fór svo að þjálfa. Þar þjálfaði ég í sex ár eða þar til ég fór yfir til Grin- davíkur þar sem ég er aðstoð- arþjálfari í dag.“ – Var markmiðið alltaf að verða þjálfari eða þróaðist það bara þannig? „Alveg frá því að ég var 14- 15 ára var það inni í myndinni að verða þjálfari. Ein af fyr- irmyndum mínum var Trausti Hrafnsson fyrir vestan, sem hafði áhrif á mig alveg frá því að ég kom á fyrstu fótbolta- æfinguna. Hann fór með mig á fyrsta fótboltamótið mitt og var þjálfarinn minn á mikil- vægum tímapunkti á ungl- ingsárunum. Það var líka hann sem reddaði mér starfi hjá HK eftir að ég kom fyrst suður. Hann hefur alltaf verið mér innan handar og verið mín fyrirmynd frá því að ég var lítill. Fyrst sem leikmaður og svo þegar maður sá hann fara í skólann á Laugavatni og koma svo heim að þjálfa fetaði maður í fótspor hans. Ég á honum margt að þakka. Einn- ig hefur Jón bróðir minn haft mikil áhrif á mig og stutt mig í gegnum tíðina, enda mikill áhugamaður um knatt- spyrnu.“ – Hvert er svo framtíðar- markmiðið? Er þjálfari ævi- starfið eða er eitthvað annað sem heillar? „Ég reikna með því að þjálfa eins lengi og ég get. Í dag er ég ekki nema 27 ára og farinn að þjálfa í efstu deild á Íslandi. Ég á því ekki von á öðru en að vera áfram þjálfari en maður veit aldrei. Markmiðið er að komast út og þjálfa. Menn halda náttúru- lega að maður sé klikkaður að segja svona hluti en svoleiðis er það. Ég hef mín gildi í lífinu og hef það að markmiði að láta þennan draum rætast. Þannig vinn ég smátt og smátt að millimarkmiðunum og þannig gerast hlutirnir.“ Í heimsókn hjá AC Milan – Magni fór nýlega til Ítalíu og fylgdist með þjálfun liðsins AC Milan. „Ég fór til Ítalíu í boði AC Milan sem er eitt stærsta fót- boltalið í heiminum og fékk að fylgjast með starfinu þar. Klúbburinn er frekar sérstakur fyrir það að hann hefur allt sem til þarf. Allt frá því að geta sinnt meiðslum leik- manna og að geta sjálfir fylgst vel með næringarástandi og líkamsástandi þeirra. Þeir hafa sérstaka þjálfunarstofu þar sem sjúkraþjálfar, íþrótta- fræðingar og fleiri starfa. Þetta var alveg einstök heimsókn og sérstaklega gaman þar sem það fer ekkert hver sem er þarna inn.“ – Hvernig kom það til að þér var boðið? „Þar er stóra leyndarmálið og ég má ekki greina frá því en það var fyrir liðsinni góðra manna. En það stendur til að fara í fleiri svona ferðir. T.d. hefur mér verið boðið að koma til Inter Milan sem er hitt stóra liðið í Mílanóborg og fleiri stórra liða. Kannski maður láti verða af því haust. Þetta er virkilega mikil viðurkenn- ing fyrir mig. Mark- miðið er svo að komast að í svona klúbb sem annað hvort aðalþjálfari eða til að- stoðar.“ – Hvernig upplifun var það að heimsækja svona stóran og heimsfrægan klúbb? „Það var alveg magnað, þetta var alveg eins og draum- ur en mér leið þó bara eins og ég væri heima hjá mér. Þetta var akkúrat eins og ég vil hafa hlutina. Ég hitti leikmennina og Ancelotti þjálfara þeirra. Ég var inni á innsta kopp hjá þeim, borðaði með leikmönn- unum og var inni í þreksalnum eða á grasinu þegar þeir voru að æfa. Ég fór einnig á æfingar með Franco Baresi sem er einn þekktasti leikmaður í heimi og hefur unnið nánast allt sem hægt er að vinna. Hann er fyrrverandi fyrirliði ítalska landsliðsins og gömul kempa hjá AC Milan. En eins og ég sagði í viðtali á NFS nýlega þá sannaðist sú fleyga setning: sérfræðingur er venjulegur maður, nema bara frá útlönd- um. Þessir menn eru ekkert öðruvísi en hinn meðal Vest- firðingur.“ – Getur þú nýtt það sem þú lærðir í Ítalíu hér heima fyrir með íslenskum fótboltamönn- um? „Í rauninni er hægt að gera allt sem þeir gera þarna úti á Íslandi, eini munurinn er sá að þeir hafa marga milljarða á bak við sig. Ef það væri þannig á Íslandi þá er engin spurning að við gætum gert þetta.“ – Hvað fannst leikmönn- unum í liðinu sem þú þjálfar um að þú værir að fara út? „Þeim fannst það, eins og flestum öðrum, alveg frábært. Ég færði þeim treyju sem ég lét leikmenn AC Milan árita sérstaklega fyrir þá. Þeir seldu hana á uppboði á herrakvöldi og fengu nærri 200 þúsund krónur fyrir. Stakkavíkur- bræður held ég að hafi keypt treyjuna og núna er hún á upp- boði á netsíðunni fotbolti.net til styrktar krabbameinssjúk- um börnum. Virkilega gott framtak hjá þeim enda heið- ursmenn.“ – Er markmiðið að verða þjálfari í Ítalíu? „Nei, Norðurlöndin og Eng- land heilla mig meira. Það er allt öðruvísi menningarheim- ur í Ítalíu og Austur- og Suður- Evrópu. Ég myndi frekar vilja vera í Englandi, Þýskalandi eða á Norðurlöndunum. Þar eru hlutirnir aðeins líkari því sem við eigum að venjast hér heima. Ég mundi hins vegar ekki segja nei ef menn frá AC Milan myndu hringja. Ég á fullt erindi í þennan heim og ætla mér þarna út, fyrir mér er það meira spurning um hve- nær en hvort. Ég stefni á að gera sama og jafnvel betur en íslenskir þjálfarar hafa gert á erlendri grundu t.d Guðjón Þórðarsson, Logi Ólafs og Teitur Þórðarsson.“ – Hversu lengi ertu samn- ingsbundinn í Grindavík? „Ég gerði þriggja ára samn- ing við Grindavík í haust og eins og staðan er í dag sé ég ekki fram á annað en að standa við það. En maður veit aldrei hvað verður. Ég gæti þess vegna misst vinnuna á morg- un. Ég tel það henta mér betur að vera aðalþjálfari heldur en aðstoðarþjálfari. Fyrirkomu- lagið í Grindavík er þannig að við erum þrír með liðið. Sig- urður Jónsson er nokkurs kon- ar framkvæmdastjóri og sér um allt sem snýr að leikmönn- um en ég og Milan Stefán Jankovic erum aðstoðarþjálf- arar og sjáum miklu meira um vinnuna á vellinum. Það er minn draumur að komast einhvers staðar í aðalþjálfara- stöðu og ef það kemur upp áður en þessu lýkur þá myndi ég skoða það vel. Það væri mjög gaman að þjálfa annað hvort HK eða BÍ sem fyrsta liðið. Ef menn væru klárir með ein- h v e r j a peninga og tilbúnir að leggja á sig það sem þarf á Ísafirði þá væri það engin spurning að ég myndi skoða það vel. Þeir hafa haft samband við mig með þjálfun í huga en mér hefur fundist andrúms- loftið í bænum og áhugi þeirra sem hafa hringt ekki hafa verið mikill. Það hafa því alltaf verið meira spennandi kostir í boði. HK gerði mikið fyrir mig, ólu mig upp sem þjálfara og gáfu mér mörg tækifæri, þeir eiga mikið í mér og mikið inni hjá mér, mér þykir virki- lega vænt um þá. Ég ber einnig miklar taugar til míns gamla félags BÍ og fylgist alltaf vel með þeim þar sem margir vinir mínir hafa spilað með þeim síðustu ár.“ Fyrirmyndir nauðsynlegar „Ég fæddist í Súðavík og eyddi mínum fyrstu árum þar. Fjölskyldan fluttist svo til Ísafjarðar þegar ég var um 8 ára gamall. Ég bjó fyrst á Eyr- inni en svo fluttumst við upp á Seljalandsveg við fótbolta- völlinn. Það má eiginlega segja að ég hafi alltaf verið þar. Fyrir utan að æfa þar, vann ég á vellinum á sumrin og fékk ég vinnu við að þjálfa eitt sumar áður en ég fór suður. Það kom aldrei neitt annað til greina en að verða fótbolta- þjálfari. Maður hugsaði ekki um annað en fótbolta og þegar maður var ekki sjálfur að spila horfði maður á fótbolta. Þetta var bara það sem lífið snerist um. Það er ekki fyrr en fyrst í dag að maður er farinn að læra eitthvað í skóla í staðinn fyrir að hugsa bara um boltann. Þegar ég var yngri, um 1992-93, lágum við félagarn- ir, ég, Gummi Guðjóns núver- andi leikmaður og þjálfari hjá BÍ og Heiðar Birnir núverandi þjálfari hjá KR, niðri á velli og fylgdumst með eldri strák- unum spila. Við hlupum og náðum í boltann fyrir þá og áttum okkur virkilega fyrir- myndir. Það var fjallað um leikina í blöðunum og BÍ gaf út árblað. Við áttum okkur drauma um að spila og þjálfa lið eins og Fram, Val og KR, við hlustuðum jafnvel á lýs- ingar frá leikjum í vasaútvarpi á grasinu við gamla sjúkra- húsið. Í dag eru þessir draumar enn til hjá manni en töluvert stærri um sig. Þetta virðist vera á undanhaldi á Ísafirði. Maður flettir kannski Bæj- arins besta eða fer inn á bb.is og það er aldrei nein umfjöllun um leiki og sáralítil umfjöllun um íþróttir. Mér finnst ekkert skrítið að íþróttirnar gangi illa hjá meistaraflokkunum ef börnin eiga sér enga drauma né fyrirmyndir. Bæjarfélagið í heild sinni þarf að skoða þessa hluti og skapa fyrir- myndir fyrir yngri kynslóðina. Með þessu er ég ekki að segja að þeir sem spili með mfl BÍ í dag séu ekki vel að því komnir að vera fyrirmyndir yngri kyn- slóðarinnar. En því miður talar árangurinn sínu máli og eins og hann hefur verið undan- farið, að liðið sé neðarlega í neðstudeild er ekki ásættan- legt og ég tel að við getum gert miklu betur. Ég hef boðist til þess að koma vestur með þekkta leikmenn, stór nöfn í fótboltaheiminum, til þess að ræða við krakkana en það hef- ur ekki reynst vera neinn raun- verulegur áhugi fyrir því. Ég myndi gera allt sem ég gæti fyrir fótboltann á Ísafirði og veit af öðrum gömlum leik- mönnum sem eru sama sinnis. Eitthvað þarf að gera. Það er algjör skandall að 5000 manna samfélag eins og er á svæðinu skuli ekki vera með lið í alla- vega næstefstu deild. Tökum t.d. Ólafsvík sem dæmi, þar sem 6-800 hræður búa en þeir eru þó með lið í efstu deild. Það er alveg ljóst að hlutirnir gerast ekki ef menn eru enda- laust vælandi og kennandi hvor öðrum um hvernig farið hefur. Það þarf bara að bretta upp ermarnar og hefja róttæka vinnu. Í íþróttum, og bara í lífinu öllu, verður fólk að eiga sér drauma og geta litið upp til einhvers. Einhvern tímann las ég að maður sem á sér ekki drauma á sér ekki framtíð. Það á sérstaklega við í íþróttum, maður verður að setja sér markmið og æfa til að ná þeim. Annars gerist ekki neitt.“ – En það er inni í myndinni hjá þér að koma aftur til Ísa- fjarðar ef rétta tækifærið skildi bjóðast? „Já, það er alveg möguleiki og sérstaklega á næstu árum þar sem ég stefni að því að vera kominn í úrvalsdeildina fyrir eða um þrítugsaldurinn svo það eru ekki mörg ár til stefnu fyrir Ísfirðinga að nýta sér starfskraftana. En menn verða þá að hugsa aðeins stærra og vera tilbúnir að vinna. Ég hef ekki áhuga á að starfa í því andrúmslofti sem mér finnst gusta fyrir vestan núna. En eins og ég segi þá eru það fleiri en ég sem vilja 17.PM5 5.4.2017, 10:2416

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.