Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.04.2006, Blaðsíða 18

Bæjarins besta - 26.04.2006, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 200618 mannlífið Ábendingar um efni sendist til Thelmu Hjaltadóttur, thelma@bb.is sími 849 8699 ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ Í dag er miðvikudagurinn 26. apríl, 117. dagur ársins 2006 Þennan dag árið1834 fórust tvö skip og fjórtán bátar í skyndilegu ofsaveðri á Faxaflóa og með þeim 42 menn. Þennan dag árið 1944 kom gamall öskuhaugur í ljós þegar verið var að grafa fyrir húsi við Tjarnargötu í Reykjavík. Þar fundust bein úr svínum, geirfugli og fleiri dýrum. Jafnvel er talið að þetta hefði verið ösku- haugur Ingólfs Arnarsonar. Þennan dag árið 1966 kom Akraborgin í síðasta sinn til Borgarness. Þá hafði áætlunarferðum með skipum milli Reykjavíkur og Borgarness verið haldið uppi í hálfan áttunda áratug. Heimild: Dagar Íslands. Jónas Ragnarsson tók saman. ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ Hvað er að frétta? · Kristbjörn Sigurjónsson, einn skipuleggjenda Fossavatnsgöngunnar Á þessum degi fyrir 18 árum Þungt hljóð... ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ Helgarveðrið Horfur á föstudag: Suðvestlæg átt og súld vestanlands, en léttskýjað um landið austanvert. Hiti 6 til 12 stig. Horfur á laugardag: Suðlæg átt með rigningu, mest sunnanlands og vestan. Hiti 5 til 10 stig. Horfur á sunnudag: Suðlæg átt með rigningu, mest sunnanlands og vestan. Hiti 5 til 10 stig. Horfur á mánudag: Suðlæg átt með rigningu, mest sunnanlands. Spurning vikunnar Ert þú búin(n) að gera upp við þig hvað þú ætlar að kjósa í kosningunum í maí? Alls svöruðu 499. – Já sögðu 341 eða 68% – Nei sögðu 158 eða 32% Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ Stefnir í metþátttöku í göngunni „Við erum sannfærðir um að ef ekki verður strax gripið til róttækra ráðstafana hvað varðar stöðu fiskvinnslunnar þá stefnir í hreint þjóðargjaldþrot,“ sagði Einar Oddur Kristjáns- son, framkvæmdastjóri Hjálms hf. á Flateyri, að loknum sex klukkustunda löngum fundi í Félagi vestfirskra fiskvinnslu- stöðva sem haldinn var á Ísafirði í gær. Á fundinum var rætt um afkomu fiskvinnslunnar og sagði Einar að þungt hljóð hefði verið í mönnum enda væri þolinmæði margra á þrotum. „Við vildum bera saman bækur okkar um afkomunam til að sannreyna okkar eigin tölur og bera okkar saman við aðra landshluta. Niðurstaðan varð sú að við fengum staðfest, sem reyndar vissum fyrir, að staða fiskvinnslunnar er vægast sagt skelfileg,“ sagði Einar Oddur ennfremur. „Við vorum sammála um að fiskvinnslan stæði nú verr en hún hefur staðið um ára- bil, jafnvel þótt farið sé tvo áratugi aftur í tímann.“ Iðnaðarmaður- inn heimafyrir Því hefur stundum verið haldið fram um iðnaðar- menn að þeir séu latir heima hjá sér þó þeir séu þrælduglegir í vinn- unni. Bæjarins besta tók púlsinn á nokkrum iðn- aðarmönnum og spurði þá út í húsverkin og fleira. Alfreð Erlingsson Er mikið í því að elda – Ertu duglegur heima- fyrir? „Ég myndi segja bara í með- allagi.“ – Hvað finnst þér skem- mtilegast að gera heima? „Það er nú bara að vera með fjölskyldunni, en ef verið er að falast eftir húsverkum þá er ég mikið í því að elda.“ – En leiðinlegast? „Ætli það sé ekki að vinna í garðinum. Ég er með ákveðna sýn á það, ef það er gott veður og maður er úti í garði, þá er maður að vinna í honum en ef maður ætlar að slaka á í garð- inum þá er aldrei gott veður.“ – Ef þú værir ekki í þessu starfi hvað myndirðu þá vilja vinna við? „Ég er nýútskrifaður við- skiptafræðingur þannig að ég myndi hasla mér völl á því sviði.“ – Hvað finnst þér skemm- tilegast að gera í vinnunni? „Einhver hönnunarvinna finnst mér skemmtilegust.“ – Eitthvað fyndið atvik sem þú hefur lent í vinn- unni? „Það eru mörg fyndin atvik sem hafa komið upp. Það þekkist oft í bransanum að iðnaðarmenn eru að stríða hver öðrum og ég man eftir einu atviki þegar ég var að læra og var að vinna uppá Álafossi. Þá límdum við fé- lagarnir aftur kistu hjá smið- unum og þeir þurftu að brjóta hana upp. Daginn eftir var bú- ið að skjóta göllunum okkar uppá vegg með naglabyssu og þeir voru ónýtir. Það borgar sig alltaf að fara varlega þegar grínast er í iðnaðarmönnum.“ Fullt nafn: Alfreð Erlingsson. Hjúskaparstaða: Giftur. Börn: Fjögur börn. Starf: Pípulagningameistari. Áhugamál: Tónlist og sumarbú- staðurinn. Stjörnumerki: Meyja. Hvort myndirðu vilja vera heims- meistari í golfi eða kyntákn á hvíta tjaldinu? Þetta eru nú ekki margir valmöguleikar. Ég held ég myndi velja golfið. Te eða kaffi? Kaffi. Hermann Þorsteinsson Í meðallagi duglegur – Ertu duglegur heima- fyrir „Eigum við ekki að segja í meðallagi. Ég er nú búin að byggja hús þannig að það hlýt- ur að teljast sem eitthvað.“ – Hvað finnst þér skem- mtilegast að gera heima? „Það er allt skemmtilegt, það sem til fellur.“ – En leiðinlegast? „Ég er mesti trassinn í að ganga frá.“ – Ef þú værir ekki í þessu starfi hvað myndirðu þá vilja vinna við? „Ég bara veit það ekki, hef aldrei hugsað út í það.“ – Hvað finnst þér skem- mtilegast að gera í vinn- unni? „Það er allt sem til fellur gaman í vinnunni.“ – Eitthvað fyndið atvik sem þú hefur lent í vinn- unni? „Þau eru svo mörg, það er ekkert eitt sem stendur upp úr.“ Fullt nafn: Hermann Þorsteinsson Hjúskaparstaða: Giftur. Börn: Tvö börn. Starf: Múrari. Áhugamál: Útivist, fjalla- og ferðamennska, og allt sem snýr að vinnunni. Stjörnumerki: Meyja. Hvort myndirðu vilja vera heimsmeistari í golfi eða kyntákn á hvíta tjaldinu? Ja, það er nú góð spurning, ætli maður velji ekki golfið, það er skemmtilegra að spila golf en að láta taka af sér myndir. Te eða kaffi? Bæði. Einar Ágúst Yngvason Leiðinlegast að þurrka af vilja vinna við? „Ég hef ekki hugmynd um það, hef aldrei spáð í það.“ – Hvað finnst þér skem- mtilegast að gera í vinn- unni? „Það er allt svosem ágætt, það eru bara misjafnir dagar eins og gengur og gerist.“ – Eitthvað fyndið atvik sem þú hefur lent í vinn- unni? „Það er ekkert sem ég man svona í svipinn, annars hefur – Ertu duglegur heima fyrir? „Ég gæti verið duglegri.“ – Hvað finnst þér skem- mtilegast að gera heima? „Þegar ég er ekki í vinnunni þá fer ég mikið á skíði, og fjölskyldan öll saman. Af heimilisstörfunum ætli sé ekki skemmtilegast að ryksuga.“ – En leiðinlegast? „Þurrka af.“ – Ef þú værir ekki í þessu starfi hvað myndirðu þá maður alveg lent í fyndnum atvikum.“ Fullt nafn: Einar Ágúst Yngvason. Hjúskaparstaða: Giftur. Börn: Þrjú börn og eitt stjúpbarn. Starf: Rafmagnsiðnfræðingur. Áhugamál: Skíði og útivist. Stjörnumerki: Tvíburar. Hvort myndirðu vilja vera heimsmeistari í golfi eða kyntákn á hvíta tjaldinu? Heyrðu ég þoli ekki golf þannig að það verður að vera hitt. Te eða kaffi? Kaffi, svart og sykurlaust. „Það er allt frábært að frétta af Fossavatnsgöngunni. Þetta lítur mjög vel út og hátt í 70 skrán- ingar komnar, en vanalega skrá flestir sig á fimmtudag og föstudag. Mestmegnis eru þetta skráningar erlendis frá en töluvert líka frá Íslandi. Það stefnir í metþátttöku, það er engin spurn- ing. Ég er að vona að þátttakan fari yfir 200 manns. Fossavatnsgangan hefur aldrei fengið jafn mikla athygli og nú og sérstaklega erlendis frá. Það verður þó enn betra á næsta ári en þá ætl- um við, sem stöndum að göngunni, að kynna hana enn betur ásamt samstarfsaðilum okkar. Undirbúningurinn gengur vel en þetta hefur verið mikil vinna. Við erum búnir að færa allt okkar starf í íþróttahúsið á Torfnesi og þar munu skráningar fara fram. Þar munum við einnig bjóða upp á gúllassúpu á laugardagskvöldið sem er nýbreytni. Fossavatnskaffið verður svo vitanlega á sínum stað. Ég vona bara að veðrið verði gott en spáin er ágæt. Margir heimamenn bíða fram á síðustu stundu með að skrá sig þegar ljóst er hvernig veðrið er. Skráningu lýkur á föstudag og gangan fer fram á laugardaginn.“ 17.PM5 5.4.2017, 10:2418

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.