Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.04.2006, Blaðsíða 20

Bæjarins besta - 26.04.2006, Blaðsíða 20
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk bb.is – fjölsóttasti vestfirski vefurinn Vestfirðing- um fækkar Vestfirðingum fækkaði um ellefu fyrstu þrjá mán- uði ársins, samkvæmt nýj- ustu tölum Hagstofu Ís- lands, eða um 0,1%. Um áramót voru Vestfirðinga 7.551 en einungis 7.540 þremur mánuðum síðar, þann fyrsta apríl. Íbúum Bolungarvíkur fækkaði um eina sjö, úr 920 í 913. Íbúum Ísafjarðarbæjar fækkað um tvo einstakl- inga, úr 4.108 í 4.106. Íbú- um Tálknafjarðarhrepps fjölgaði um þrjá. Íbúafjöldi Reykhólahrepps stóð í stað, og það gerði hann líka í Broddaneshreppi, Kaldr- ananeshreppi og Árnes- hreppi. Íbúum Vestur- byggðar fækkaði um 7, úr 964 í 957. Íbúum í Súða- víkurhreppi fækkaði þá um tvo, úr 240 í 238. Íbúum Hólmavíkurhrepps fjölg- aði þá úr 446 í 452, eða um eina 6 íbúa. – eirikur@bb.is Jóhann Jónasson og Albert Högnason, eigendur 3X-Stál taka hér við verðlaununum úr hendi forsetahjónanna, hr. Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorrit Moussaeiff á Bessastöðum. Ljósm: Morgunblaðið/Árni Sæberg. 3X-Stál hlaut Útflutnings- verðlaun forseta Íslands 3X-Stál ehf. hlaut Útflutn- ingsverðlaun forseta Íslands í ár. Jóhann Jónasson og Albert Marzelíus Högnason eigendur fyrirtækisins tóku við verð- laununum við hátíðlega at- höfn á Bessastöðum. Valur Valsson formaður úthlutunar- nefndar verðlaunanna segir að 3X-Stál hljóti verðlaunin fyrir þann ágæta árangur sem fyrir- tækið hefur náð á skömmum tíma í sölu og markaðssetn- ingu á sérhönnuðum tækjum og tækjalausnum fyrir mat- vælaiðnaðinn. Hann segir 3X- Stál vera góðan fulltrúa fyrir þau fyrirtæki hér á landi sem byggja rekstur sinn á íslenskri reynslu og þekkingu og hafi tekist að laga hana að þörfum hins alþjóðlega markaðar. 3X- Stál fékk í viðurkenningar- skyni verðlaunagrip sérhann- aðan af Ólöfu Nordal og skjal og fær auk þess leyfi til að nota merki verðlaunanna á kynningarefni sitt næstu fimm árin. Í úthlutunarnefnd verðlaun- anna sitja fulltrúar frá embætti forseta Íslands, Alþýðusam- bandi Íslands, viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Ís- lands, Landsnefnd alþjóða verslunarráðsins og frá Út- flutningsráði, en Útflutnings- ráð ber ábyrgð á undirbúningi og kostnaði við verðlaunaveit- inguna. Þeir sem sæti áttu í nefndinni í ár voru: Stefán L. Stefánsson, Þórunn Svein- björnsdóttir, Gylfi Magnús- son, Friðrik Pálsson og Valur Valsson sem einnig var for- maður nefndarinnar. 3X-Stál var stofnað á Ísa- firði árið 1994. Fyrirtækið var í byrjun byggt upp í kringum þrjá upphaflega eigendur þess og snerist reksturinn um ryð- fría smíði og þjónustu við sjávarútvegsfyrirtæki á Ísa- firði og í nágrenni. Strax í upphafi var fókusinn á þjón- ustu við hinar fjölmörgu rækjuverksmiðjur sem starf- ræktar voru á svæðinu. Fyrir- tækið stækkaði ört og sam- hliða því að þjónusta þess náði til allra landsmanna, fjölgaði starfsfólki. Árið 1997 flutti fyrirtækið í nýtt húsnæði á Ísafirði og urðu þar með stakkaskipti í rekstri þess. Starfsemin jókst til muna og var þjónusta og vöruframboð fyrirtækisins aukið verulega á næstu árum þar á eftir. Útflutningur hófst síðla árs 1997 og var Kanadamarkaður mikilvægur frá upphafi. Síðan hefur útflutningur aukist á hverju ári og er nú meirihluti veltu fyrirtækisins frá erlend- um mörkuðum. Í dag rekur 3X-Stál fullkomna framleið- slueiningu í glæsilegu 1500 fm húsnæði á Ísafirði. Hjá fyr- irtækinu starfa liðlega 30 manns, flestir á Ísafirði en einnig á söluskrifstofum fyrir- tækisins í Reykjavík, Kanada og á Englandi. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1989. – gudrun@bb.is Rúnar Helgi hlýtur íslensku þýðingaverðlaunin J.M. Coetzee – sem hlaut Nób- elsverðlaun í bókmenntum árið 2003 - svarið orðræðu skáldskaparins eið, sú orð- ræða er laus við sýndarmenn- sku, hún er grimm en gjöful og sýnir okkur glímu manns og heims í nýju ljósi. Rúnar Helgi Vignisson kemur þess- ari glímu vel til skila, hann færir okkur hljóðláta rödd J.M. Coetzees og auðgar þannig íslenskar bókmenntir.“ ir með metnaðarfullum þýð- ingum sínum á skáldsögum eftir helstu höfunda samtím- ans, en meðal þeirra höfunda sem Rúnar hefur þýtt má nefna Philip Roth, Ian McEwan og William Faulkner. „Þýðing Rúnars Helga kemur til skila fágætu hug- rekki - jafnvel vægðarleysi – höfundar á tilgerðarlausan hátt. Eins og Rúnar bendir á í eftirmála bókarinnar þá hefur Ísfirðingurinn Rúnar Helgi Vignisson hefur hlotið Íslensku þýðingaverðlaunin, en þau voru afhend á Gljúf- rasteini á sunnudag. Verð- launin hlaut Rúnar fyrir þýð- ingu sína á sjálfsævisögu suður-afríska rithöfundarins J.M. Coetzee, Barndómur. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars að Rúnar Helgi hafi á undanförnum árum auðgað íslenskar bókmennt- Rúnar Helgi Vignisson. Handteknir við apótekið Aðfaranótt laugardags handtók lögreglan á Ísa- firði tvo karlmenn í annar- legu ástandi við apótekið á Ísafirði. Þar hafði rúða ver- ið brotin og viðvörunar- búnaður kominn í gang. Mennirnir voru færðir í fangaklefa og yfirheyrðir daginn eftir. Ekki hafði komið til þess að farið haf- ið verið inn í apótekið en grunur leikur á að það hafi verið ætlunin að brjóta rúð- una. Mennirnir hafa áður komið við sögu lögregl- unnar m.a. í tengslum við fíkniefnaneyslu. Ölvaður undir stýri Aðfaranótt laugardags hafði lögreglan á Ísafirði afskipti af ökumanni ein- um sem grunaður var um að vera undir áhrifum áfengis. Var hann handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem tekin voru úr honum blóðsýni og hlýtur mál hans venjulega meðferð. Á föstudag var hins veg- ar ekið utan í mannlausa bifreið sem stóð við Langa Manga við Aðalstræti. Sá sem þar var að verki ók á brott án þess að láta vita. 17.PM5 5.4.2017, 10:2420

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.