Bæjarins besta - 19.01.2005, Blaðsíða 1
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 250 m/vsk
Miðvikudagur 19. janúar 2005 · 3. tbl. · 22. árg.
Ísafjarðarbær
Fjárhags-
áætlun
samþykkt
Fjárhagsáætlun Ísafjarð-
arbæjar var samþykkt með
sex samhljóða atkvæðum
eftir seinni umræðu bæjar-
stjórnar í síðustu viku.
Fundurinn stóð í tæpa fimm
tíma. Þrír bæjarfulltrúar
minnihluta bæjarstjórnar
sátu hjá. Allar breytingar-
tillögur Frjálslyndra og
óháðra voru felldar.
Tillaga Samfylkingar-
innar um að hækka framlag
til Listaskóla Rögnvaldar
Ólafssonar um eina milljón
króna var samþykkt með 8
samhljóða atkvæðum.
– hj@bb.is
Vestfirðir
Rúmlega
áttatíu án
atvinnu
Á Vestfjörðum eru 83
skráðir án atvinnu að því
fram kemur á vef Vinnu-
málastofnunar. Sem fyrr
eru konur í meirihluta at-
vinnulausra eða 62 á móti
21 karlmanni.
Þá hefur atvinnulausum
fækkað á nýliðnu ári sé
tekið mið af upphafi ársins
2004 er 134 voru skráðir
án atvinnu en í upphafi árs-
ins 2003 voru þeir 87. Einn-
ig kemur fram á vefnum að
10 mismunandi störf séu í
boði hjá Svæðisvinnumiðl-
un Vestfjarða, alls 23
stöðugildi. Þar á meðal er
óskað eftir starfskrafti í
handflökun, barnagæslu,
heimilisstörf og ferðaþjón-
ustu. – thelma@bb.is
Fjölmenni við minningar-
guðsþjónustu í Súðavík
Fjölmenni var við minning-
arguðsþjónustu sem haldin var
í íþróttahúsinu í Súðavík á
sunnudag til minningar um þá
fjórtán sem létust í snjóflóði í
Súðavík 16. janúar 1995. Séra
Valdimar Hreiðarsson og séra
Magnús Erlingsson þjónuðu
fyrir altari og kirkjukór Súða-
víkur söng. Undirleik annaðist
Sigríður Ragnarsdóttir en
einnig lék Jónas Tómasson á
flautu.
Þegar gestir mættu til guðs-
þjónustunnar kveiktu þeir á
kertum til minningar um þá
látnu. Í athöfninni voru einnig
tendruð sex kerti til minningar
um þá er létust um leið og
nöfn þeirra voru lesin upp.
Við athöfnina afhentu af-
komendur hjónanna Hrafn-
hildar Þorsteinsdóttur og
Sveins Salómonssonar Slysa-
varnasveitinni Kofra málverk-
ið Björgun eftir Bjarna Jóns-
son að gjöf. Málverkið var í
eigu Hrafnhildar og Sveins og
bjargaðist úr rústum húss
þeirra. Með gjöfinni vildu af-
komendur þeirra hjóna þakka
öllu því fórnfúsa björgunar-
fólki sem tók þátt í leit og
björgun ástvina þeirra.
Að guðsþjónustu lokinni
bauð Súðavíkurhreppur til
kaffisamsætis í grunnskólan-
um. Sjá einnig frétt og myndir
á blaðsíðu 14.
– hj@bb.is
Séra Valdimar Hreiðarsson og séra Magnús Erlingsson þjónuðu fyrir altari.
Frá afhendingu málverksins Björgun eftir Bjarna
Jónsson. Oddný Bergsdóttir tók við verkinu fyrir
hönd slysavarnasveitarinnar Kofra.
03.PM5 6.4.2017, 09:231