Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.01.2005, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 19.01.2005, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 200516 STAKKUR SKRIFAR Samhugur Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefn- um hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Smáauglýsingar Til sölu er Subaru Impreza árg. 1998. Mjög góður og duglegur bíll. 260 þúsund króna bílalán getur fylgt með kr. 7.500 afborg- un á mánuði. Uppl. í síma 892 1694. Til sölu er fallegt sófasett, 3+1+1 frá versluninni Öndvegi. Fæst á mjög hagstæðu verði eða kr. 40-50 þús. Mjög gott t.d. fyrir fólk sem er að byrja að búa. Uppl. í síma 895 0292. Óska eftir snjóbretti í stærðinni 140-150 cm og brettaskó nr. 41. Uppl. í síma 864 2974. Til sölu er sem nýr harðfiskvals. Uppl. í síma 892 0660. Óska eftir skíðaskóm og skíð- um. Skíði ca. 100 cm og skór nr. 33-35 og skíði ca. 120 cm og skór nr. 35-37. Uppl. í síma 456 3172 og 897 6715. Til sölu er Subaru Legacy, 4x4, árg. 1999, sjálfskiptur. Góður bíll. Uppl. í síma 891 6044. Notuð skíði óskast, stærð 150- 160 cm og skíðaskór nr. 38. Uppl. í síma 564 0236. Óska eftir hljómborði, gefins eða mjög ódýru. Upplýsingar í síma 868 6799. Til sölu er Subaru Impreza, árg. 1998. Mjög góður bíll. 260 þús. kr. bílalán getur fylgt með 7.500 kr. afborgun á mánuði. Uppl. í síma 892 1694. Óska eftir að kaupa gönguskíði á 6 og 8 ára gömul börn. Uppl. í síma 848 2097. Til sölu er MMC Lancer GLX, árg. 2000, ekinn 86 þús. km. Beinskiptur, 5 gíra, framdrifinn með 1300 vél. Engin skipti. Uppl. í síma 861 4679. Óska eftir að kaupa lítinn lyft- inga/æfingabekk. Upplýsingar í síma 846 7490. Óska eftir lítilli íbúð eða her- bergi til leigu á eyrinni á Ísafirði. Uppl. í síma 456 0123. Óska eftir að leigja 4 herb. íbúð eða einbýlishús á eyrinni á Ísa- firði. Uppl. í síma 862 4085. Óska eftir lítilli 2ja herb. íbúð til leigu á eyrinni á Ísafirði. Uppl. í síma 456 5298. Óska eftir að ráða unglings- stúlku til þess að líta eftir börn- um 2-3 kvöld í mánuði og einn eftirmiðdag í viku. Upplýsingar í síma 895 2132. Til leigu er 3ja herb. íbúð frá 1. maí og fram á haust í Torrevieja á Spáni. Íbúðin leigist til lengri eða skemmri tíma. Skemmtileg og ný íbúð með lofkælingu og upphitaðri sundlaug. Íbúðin er mjög vel staðsett. Í göngufæri frá stórmörkuðum. Uppl. í síma 00 34 965 703 751 eða 00 34 639 556 244 eða á netfanginu steintora@terra.is Tónleikar á Þingeyri til styrktar fórnarlömbum hamfaranna í Asíu Ríflega 300 þúsund söfnuðust Rúmlega 300 þúsund krónur söfnuðust á tón- leikum til styrktar fórnar- lömbum hamfaranna í Asíu sem haldnir voru í félagsheimilinu á Þingeyri á sunnudagskvöld. Að sögn Þórhalls Arasonar, eins skipuleggjenda tónleik- anna, léku þeir sem fram komu fyrir fullu húsi gesta. „Þetta gekk mjög vel og það voru allir ánægðir. Tæplega 200 þúsund krón- ur voru greiddar í að- gangseyri. Þá gaf ein lítil stúlka sparibaukinn sinn og Dýrafjarðardeild Rauða krossins gaf 110 þúsund krónur“, segir Þórhallur. Féð rann allt til Rauða krossins og tók Bryndís Friðgeirsdóttir svæðisstjóri samtakanna á Vestfjörðum við fénu að loknum tón- leikum. Hugmyndin að tónleikahaldinu kom frá Elísu Línadóttur, nemanda í Grunnskólanum á Þing- eyri. „Hún stakk upp á þessu við kennara sinn fyr- ir viku“, segir Þórhallur. Meðal þeirra sem komu fram voru nemendur úr Grunnskóla Þingeyrar, Karlakórinn Ernir, Har- monikkukarlarnir, Olavi og Þórhallur frá Þingeyri, Jazztríó Villa Valla, Blokk- flautukvartett Suðureyrar og Gospelkór Vestfjarða. Páll Önundarson var á tónleikunum og tók þar meðfylgjandi myndir. – halfdan@bb.is Á sunnudaginn voru liðin 10 ár frá snjóflóðinu í Súðavík. Stund sárra minn- inga og sumir spyrja hvers vegna að ýfa þær upp? Já hvers vegna minnast menn slíkra hörmungaratburða? Til þess liggja margar ástæður. Sú helsta er auðvitað að rifja upp það sem gerðist og læra af því. Minningar fólks, bæði þeirra sem misstu nána ættingja og eins hinna sem misstu kunningja eða einfaldlega vissu af því fólki sem dó, eiga rétt á sér. Sorgin er kúnstug og erfitt að lifa með henni, en útilokað að skella á hana dyrum. Hún bankar upp á hjá öllum mönnum fyrr eða síðar. Við lærum líka af því að sjá hvernig fólk tekst á við framhaldslíf með hörm- ungar að baki. Hvað var gert rétt og hvað rangt? Kannski eiga slíkar spurningar ekki rétt á sér. Og þó eiga þær réttinn. Hvernig hefði verið umhvorfs í Súðavík 1995 hefðu þeir sem réðu þar fyrir sveitarstjórn vitað fyrir tveimur áratugum hverjar hættur væru fólgnar í fjallinu? Hver hefðu viðbrögð lögreglu og al- mannavarna orðið ef vitað hefði verið um það fyrir að slíkur atburður gæti orð- ið. Því má ekki gleyma að flóðið sem yfirvöld bjuggu sig undir féll um það bil hálfum sólarhring síðar. Snjóflóðið úr Traðargili hefði ekki kostað mannslíf ef þess eins hefði verið von. Engu að síður fór næstum illa því það féll nánast á bíl með hóp björgunarsveitarmanna á leið í hvíld. Þjóðin tók öll þátt í atburðunum með sorg í hjarta og afleiðingarnar snertu marga sálina, sem aldrei gleymir þessum voða. Gripið var til aðgerða svo draga mætti úr hættu. Samt létu tuttugu menn lífið 26. október 1995 á Flateyri og var þá mannfallið orðið 35 á norðanverðum Vestfjörðum frá 5. apríl 1994, er flóðið féll á dalina tvo, Seljalandsdal og Tungudal. Að auki féll einn í snjóflóði á Reykhólum í sömu óveðurshrinunni og lagði Súðavík að velli. Enn muna flestir snjóflóðið í Neskaupstað 1974, en þar féllu 12. En heimurinn fylgdist með og studdi Íslendinga og Vestfirðinga, sýndi samhug með þjóðinni, Súðvíkingum og síðar Flateyringum. Við vorum ekki ein. Með sama hætti sýndu Íslendingar hug sinn á laugardaginn er sameiginlegt átak þriggja sjónvarpsstöðva í samvinnu við frjáls samtök sjálfboðaliða og fleiri skilaði 110 milljónum króna til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans og flóðbylgjunnar í Indlandshafi, sem kostaði 170 þúsund manns lífið. Kastljós Ómars Ragnarssonar var nærgætin og þó djúp yfirferð í stuttu máli um það sem gerðist, afleiðingar og viðbrögð. En hvað höfum þá lært? Margt. En það gleymist fljótt ef ekki er hugað upp- rifjun. Í þætti Jóns Ásgeirs Sigurðssonar á sunnudaginn benti fyrrverandi sýslumaður á Ísafirði á mikilvægi þess að taka inn í námskrá grunnskóla fræð- slu um náttúruhamfarir og viðbrögð þegar þær dynja á. Hann taldi rétt að rifja slíkt upp að minnsta kosti árlega í útvarpi og sjónvarpi. Við vitum þó það, að náttúruhamfarir eru fastur þáttur í tilveru Íslendinga og líka að þær sjást ekki alltaf fyrir. Þjóðin með stjórnvöld í fararbroddi á að heiðra minningu allra þeirra sem látið hafa lífið í snjóflóðum með því að vekja árvekni meðal okkar um það sem getur gerst og rétt viðbrögð. 03.PM5 6.4.2017, 09:2316

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.