Bæjarins besta - 19.01.2005, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 15
Janúartilboð til Vest-
firðinga og lesenda BB!
Eruð þið hjónin
eða fjölskyldan
á leið á höfuð-
borgarsvæðið?
Hótel Vík,
Reykjavík er
fjölskylduvænt
hótel rétt við
Laugardalinn.
Hótel Vík er lítið og notalegt þriggja stjörnu hótel í
Reykjavík. Á hótelinu eru stór tveggja manna, þriggja
manna herbergi og stúdíóíbúð (27m²) sem öll eru
búin kæliskáp, síma, sturtu og gervihnattasjónvarpi.
Tveggja manna herbergi kr. 5.900.- *
Þriggja manna herbergi kr. 7.900.-
Stúdíóíbúð kr. 7.500.-
* Morgunverður og vsk. innifalinn
Hótel Vík
Síðumúla 19, 108 Reykjavík · Sími 588 5588
Veffang: www.hotelvik.is · netfang: lobby@hotelvik.is
Nóttina fyrir gamlársdag
árið 1964 var norðan stórhríð,
ég hafði andvara á um nóttina
því ég sá þá um að Reiðhjalla-
virkjunin væri í gangi, því hún
sá alfarið um að Bolvíkingar
fengu rafmagn. Í svona veðri
var það ekki ósjaldan að hún
slægi út og fór ég þá fram í
virkjun og setti línuna inn.
Sjálfvirkur sími kom ekki í
Bolungavík fyrr en árið 1968
svo ekki var mögulegt að láta
mig vita þó allt væri rafmagns-
laust.
Ég vaknaði kl. 04:00 um
nóttina þá var allt rafmagns-
laust. Þá var norðan stórhríð
og sást ekki á milli húsa. Ég
hafði til afnota hjá Rafmagns-
veitum ríkisins, rúsneskan
trukk en komst ekki á honum
lengra en fram að Geirastöðum
var þá búin að vera hálftíma
þangað. Ég var komin fram í
virkjun kl. 5:30 og var þá virkj-
unin stoppuð og svo kallaður
fallloki lokað fyrir aðrennsl-
ispípuna upp við stíflu sem er
í yfir 300 metrum ofar er stöðv-
arhúsið. Ekki var mögulegt að
fá neina aðstoð. Ekki ætla ég
að lýsa þeim erfiðleikum sem
ég lenti í á leiðinni uppeftir í
þessari ófærð og myrkri.
Ég var komin upp að stífl-
unni klukkan að ganga 8:00
og búin að koma rafmagni á
kl. liðlega 9:00 en þorði ekki
að fara heim strax ef eitthvað
kæmi fyrir fljótlega aftur. Ég
var komin niður í Bolungarvík
um hádegið. Þá var ekki tími
til að leggja sig. Veðrið hafði
skánað og var Óshlíðin rudd
því það átti m.a. að vera mið-
nætursdansleikur í Félags-
heimilinu. Um kvöldið fórum
við hjónin með blessuð börnin
að horfa á brennuna. Þó ég
hafi verið fastur starfsmaður
hjá Rafmagnsveitunum vorum
við Karvel Pálmason í auka
störfum í lögreglunni og sáum
um löggæslu á dansleikjum.
Á þessum áramótadansleik
logaði allt í slagsmálum. Ég á
afrit af lögreglu skýrslum okk-
ar frá þessu gamlárskvöldi og
þar sést að við þurftum að setja
þrjá menn í handjárn eftir
slagsmál. Ég kom heim kl.
4:30 en á meðan ég var að
hátta mig var bankað hjá okkur
og ég beðinn að koma á
trukknum rússneska, inn á Ós-
hlíð og hjálpa nokkrum bílum
á leið til Ísafjarðar sem voru
fastir, það hafði hvesst og skaf-
ið í ruðninga á nokkrum stöð-
um.
Ég kom heim úr þessum
leiðangri kl. að ganga 10 á
nýársdag en gat þá ekki sofnað
nálagt því strax vegna þeirrar
spennu sem ég var búinn að
vera í síðastliðna 30 klukku-
tíma.
– Jóhann Líndal Jóhannsson.
Jóhann Líndal Jóhannsson.
Jóhann Líndal Jóhannsson skrifar
Eftirminnanleg ára-
mót fyrir 40 árum
Til sölu er Chevrolet
Silverado, 2500, 6,2
dísel, árgerð 1993,
ekinn 174.000 mílur.
Bíllinn er í mjög góðu
standi og mikið end-
urnýjaður. Upplýs-
ingar gefur Ragnar í
síma 892 0660.
Til sölu!
Ísfirska hljómsveitin Reykjavík
Spilar á vegum tón-
listarvefrits í London
Ísfirska hljómsveitin
Reykjavík leikur á tónleikum
í London þann 21. febrúar nk.
Þar spilar sveitin ásamt tveim-
ur öðrum íslenskum hljóm-
sveitum, Jan Mayen og Skát-
um. „Þetta eru tónleikar á veg-
um útvarpsstöðvarinnar X-FM
og tónlistarvefritsins Drowned
in sound“, segir Guðmundur
Birgir Halldórsson, annar gít-
arleikara sveitarinnar.
„Þarna verður líka gaur sem
heitir John Kennedy og er
þekktur útvarpsmaður þarna
úti. Við tökum líka lagið í út-
varpsþættinum hans. Þetta
kom þannig til að blaðamenn
þessa vefrits sáu okkur spila á
Iceland airwaves hátíðinni og
létu John Kennedy fá disk með
okkur“, segir Guðmundur.
Guðmundur Birgir Halldórsson, gítarleikari
Reykjavíkur á tónleikum í Tjöruhúsinu á Ísafirði.
03.PM5 6.4.2017, 09:2315