Bæjarins besta - 19.01.2005, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 3
Könnun Fjölmenningasetursins á Vestfjörðum á högum og viðhorfi innflytjenda
Um 12% hafa þegar hafið und-
irbúning að stofnun fyrirtækis
Um 34% innflytjenda á Ís-
landi telja sig hafa mjög eða
frekar góðan skilning á ís-
lensku en 23% segjast hafa
frekar eða mjög slæman skiln-
ing á tungumálinu, að því er
fram kemur í könnun sem unn-
in var fyrir Fjölmenningasetrið
á Ísafirði. Aftur á móti segjast
einungis 4% þeirra sem tóku
þátt í könnuninni geta tjáð sig
vel á íslensku. Þá telja 25% að
þeir tjái sig frekar vel, en 19%
segjast geta tjáð sig illa og 9%
mjög illa.
Yfirgnæfandi meirihluti
þeirra sem þátt tóku, eða 92%,
sögðust hafa áhuga á að læra
íslensku betur. Sjö af hverjum
tíu sögðust alltaf tala móður-
málið við börn sín. Könnunin
var lögð fyrir innflytjendur á
Vestfjörðum og Austurlandi
sem þurfa atvinnu- og dvalar-
leyfi áður en komið er til lands-
ins og tala pólsku, ensku, taí-
lensku eða serbnesku/króa-
tísku.
Meginmarkmið könnunar-
innar var að kanna viðhorf inn-
flytjenda til búsetu og vinnu,
kanna hvaðan fólk fær upplýs-
ingar um réttindi sín og skyld-
ur, menntun þess og starfs-
reynslu og hvort það nýti þekk-
ingu sína hér á landi. Einnig
var spurt um ýmis atriði varð-
andi þjónustu sveitarfélaga,
verkalýðsfélaga o.s.frv.
Tæplega helmingur svar-
enda vildi búa á sama stað á
Íslandi og þeir búa nú. Af þeim
sem helst vildu búa annars
staðar vildu 64% búa á höfuð-
borgarsvæðinu en hinir á
landsbyggðinni. Um 39% inn-
flytjenda bjó í eigin húsnæði,
32% í leiguhúsnæði á almenn-
um markaði eða á vegum sveit-
arfélags og 14% bjuggu í hús-
næði á vegum atvinnurekanda.
Athygli vakti að 42% svar-
enda áttu barn eða börn sem
bjuggu í upprunalandi við-
komandi.
Um 59% sögðust hafa feng-
ið einhverja fræðslu um rétt-
indi sín í íslensku samfélagi
þegar þeir fluttu til landsins,
flestir hjá vinum og ættingjum.
Því meiri menntun sem þátt-
takendur höfðu, því minni
fræðslu höfðu þeir fengið um
réttindi sín þegar þeir fluttu til
landsins.
Rúmlega 70% þátttakenda
eru í hjónabandi eða sambúð
og tæplega 70% eiga börn.
Um 30% þeirra sem aldrei
mæta í foreldraviðtöl vegna
barna sinna segja ástæðuna
vera tungumálaerfiðleika.
Rúmlega 30% innflytjenda
vissi til þess að samtök eða
félög samlanda þeirra væru til
á Íslandi. Um helmingur þeirra
sem vissi af slíkum félögum
hafði tekið þátt í starfi þeirra.
Þá tók um helmingur allra
svarenda þátt í almennu fé-
lagsstarfi af einhverju tagi, s.s.
íþróttum, líkamsrækt, leiklist,
kórastarfi o.s.frv.
Rúmlega fjórðungur kaus í
síðustu sveitarstjórnarkosn-
ingum en tæplega þrír af hverj-
um fjórum töldu mjög eða
frekar líklegt að þeir myndu
kjósa næst. Þá hafði rúmlega
fimmtungur svarenda tekið
þátt í starfi stjórnmálaflokks
eða annarra pólitískra samtaka
í upprunalandi sínu, en ein-
ungis 3% höfðu tekið þátt í
slíku starfi á Íslandi. Tæplega
helmingur svarenda taldi
stjórnmálaflokka standa sig
illa í að kynna sig og málefni
sín fyrir fólki sem skilur litla
íslensku.
Rúmlega 30% svarenda
höfðu nýtt sér þjónustu túlks,
en tæplega 30% vissi ekki um
rétt sinn á aðstoð túlks. Þá
sögðu um 44% að auðvelt væri
að fá aðstoð túlks í sínu bæjar-
félagi.
Um 74% svarenda voru
virkir á vinnumarkaði eða
stunduðu nám síðustu þrjá
mánuðina áður en þeir komu
til Íslands. Þá voru 93% þeirra
sem svöruðu í vinnu þegar
könnunin var gerð, en hinir
voru í námi, fæðingarorlofi
eða heimavinnandi. Atvinnu-
leysi meðal innflytjenda er nær
óþekkt samkvæmt könnuninni.
Rúmlega 75% störfuðu við
fiskvinnslu og –veiðar og flest-
ir töldu laun sín vera svipuð
og hjá öðrum starfsmönnum í
sambærilegum störfum á
vinnustað þeirra. Um 80%
hafði skrifað undir ráðningar-
samning, en athygli vakti að
62% þeirra höfðu ekki skilið
samninginn að hluta til eða að
öllu leyti.
Tæplega 90% svarenda
töldu menntun sína ekki nýtast
að fullu í núverandi starfi og
töldu flestir þeirra að ástæðan
væri skortur á íslenskukunn-
áttu. Um 84% sögðust ekki
hafa reynt að fá menntun sína
metna hér á landi. Tveir af
hverjum þremur sögðust hafa
áhuga á frekara námi og tæp-
lega 40% sögðust hafa áhuga
á að hefja eigin rekstur eða
stofna fyrirtæki. Þá höfðu 12%
þegar hafið undirbúning að
stofnun fyrirtækis.
Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Ísafirði
Önundur Jónsson yfirlög-
regluþjónn á Ísafirði segir
skipulag við ákvarðanatöku
um rýmingu húsa vegna
snjóflóðahættu sé gott því
erfitt sé fyrir sumar almanna-
varnanefndir landsins að
taka ákvarðanir upp á eigin
spýtur. Hann segir þó al-
mannavarnarnefndir hafa
fulla heimild til þess að rýma
þau hús sem hún telji ástæðu
til að rýma. Hann segir end-
anlega ákvörðun tekna í sam-
vinnu Veðurstofu og al-
mannavarnarnefndar.
Frá áramótum hefur meira
snjóað á Vestfjörðum en
mörg undanfarin ár. Snjóað
hefur í slæmu veðri sem
skapað hefur töluverða snjó-
flóðahættu víða og mikil
snjóflóð hafa fallið og valdið
miklum skemmdum. Flest
hafa flóðin fallið þegar þeirra
hefur verið vænst ef svo má
segja þ.e. almannavarna-
nefndir hafa verið búnar að
rýma þau svæði sem í byggð
eru eins og t.d. þegar flóðið
mikla féll úr Hraunsgili í
Hnífsdal fyrir skömmu.
Því er ekki að neita að
aðgerðir almannavarna-
nefnda hafa vakið mikla at-
hygli fjölmiðla enda er það
eitt af þeirra hlutverkum að
upplýsa almenning. Sumum
finnst þessi umfjöllun frekar
neikvæð fyrir svæðið og þær
spurningar hafa vaknað
hvort sú staðreynd að nokkur
ár eru liðin frá því að íbúar
hér hafa tekist á við snjó-
flóðahættuna hvort almanna-
varnanefndir hafi ef til vill
brugðist of hart við. Önundur
„Framkvæmd og skipulag
við rýmingu húsa er gott“
segir svo ekki vera. Hann segir
að þrátt fyrir að veðurspár hafi
ekki gengið eftir sé víða hætta
á ferðum og mikil lausamjöll
og laus snjór sé í fjöllunum á
svæðinu. Hann telur að þrátt
fyrir að nokkur ár séu liðin frá
því að menn glímdu við ástand
sem þetta þá sé þekking til
staðar hjá almannavarna-
nefndum og hún hafi nýst að
undanförnu.
Það vakti athygli á mánudag
að tilkynnt var um fyrirhugaða
vakt á vegum og lokun vega
með töluverðum fyrirvara.
Fréttir af fyrirhuguðum að-
gerðum voru fyrirferðarmikl-
ar. Önundur segir það mats-
atriði hvort rétt sé að tilkynna
um slíka hluti með löngum
fyrirvara. Hann segir hluta
íbúa líta á það sem eðlilegan
hlut að þeir séu varaðir við í
tíma og þau sjónarmið hafi
orðið ofaná.
Endanlegt ákvörðunar-
vald um rýmingu húsa er nú
í höndum Veðurstofu Ís-
lands en ekki á höndum al-
mannavarnanefnda eins og
áður var. Aðspurður hvort
rétt hafi verið, í ljósi reynsl-
unnar, að fela starfsmönnum
Veðurstofu þetta vald segist
Önundur vera þeirrar skoð-
unar að framkvæmdin, eins
og hún er í dag sé góð. „Þessi
mál eru unnin í sameiningu
og almannavarnarnefndin
hefur fullt vald til að rýma
það sem hún telur að þurfi
að rýma. Þarna koma sér-
fræðingar saman og ráða
ráðum sínum. Erfitt er fyrir
sumar nefndir landsins að
taka ákvörðun um rýmingu
upp á eigin spýtur. Sam-
vinna er brýn og ákveðin
forysta þarf líka að vera fyrir
hendi“ segir Önundur.
– hj@bb.is
Lögreglustöðin á Ísafirði. Önundur Jónsson,
yfirlögregluþjónn telur framkvæmd og skipulag
við rýmingu húsa gott í sveitarfélaginu.
03.PM5 6.4.2017, 09:233