Bæjarins besta - 19.01.2005, Qupperneq 10
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 200510
Telja sig ranglega borin
sökum og mannorðið í
– rætt við systkinin Guðrúnu Guðmannsdóttur og Guðmund Guðmannsson sem lentu milli tannanna á DV og þa
Blaðamaður BB hitti þau
Guðrúnu og Guðmund yfir
kaffibolla. Þau eru brosmild
og virðast taka lífinu létt þrátt
fyrir að hafa nýverið birst á
forsíðu dagblaðs fyrir meinta
ofbeldishneigð. Guðrún sem
er eldri byrjar að segja sína
sögu.
„Ég var ranglega borin sök-
um og mannorð mitt flekkað.
Þetta byrjaði allt á Lögreglu-
vefnum þegar lögreglan á Ísa-
firði birti eftirfarandi klausu í
dagbók vikunnar: „... Þar réð-
ist kona á aðra konu, að því er
virðist að tilefnislausu. Svo
virðist sem konan er árásina
framdi stundi slíkar árásir, þar
sem nærri á hverri helgi að
hún er kærð fyrir slíkar árásir,
misgrófar.“
Þetta orðalag á Lögreglu-
vefnum kveikir svo í þeim á
DV. Blaðamaður hringir í mig
og spyr hvort það sé rétt að ég
sé ofbeldiskona og hafi haft í
hótunum við lögreglu. Hann
segir að það hafi hann eftir
lögreglunni á Ísafirði. Ég segi
að þetta sé langt frá því að
vera rétt. Daginn eftir er ég á
forsíðu DV og fyrirsögnin er:
Ofbeldiskona á Ísafirði, lög-
reglan segir Guðrúnu berja
fólk um hverja helgi.
Ég stunda ekki árásir á fólk.
Ég hef verið kærð núna tvisvar
í vetur. Ég myndi ekki einu
sinni kalla það líkamsárásir
því að ég lendi í stympingum
við stúlku og hún kærir mig.
Hún hefur auðvitað lagalegan
rétt til þess. Fyrri kæran átti
sér stað í lok október en sú
seinni núna um jólin. Mér
finnst að DV hefði átt að hafa
staðreyndirnar á hreinu áður
en þeir birtu þessa grein. Það
hefur afleiðingar að vera
stimpluð ofbeldiskona. Ég á
tvö börn og hef velt því fyrir
mér hvaða áhrif þetta hefur á
þau. Sérstaklega í svona litlu
samfélagi.
Önundur Jónsson yfirlög-
regluþjónn á Ísafirði hringdi í
mig og baðst afsökunar á
þessu. Hann hefði aldrei nefnt
mig á nafn en blaðamaðurinn
hafi spurt í þetta mál. Þá hafi
Önundur farið út í mismuninn
á kynjunum þegar kemur að
ofbeldishneigð. Út úr þessu
kemur heilmikil frétt sem birt-
ist á forsíðu DV.
– Hverja telur þú vera ástæð-
una fyrir því að lögreglan setur
þetta svona fram á Netið?
„Það er einmitt stóra spurn-
ingin. Ég fór og talaði við lög-
regluna og fékk þau svör að
það væri óvenjulegt að fram
kæmi í dagbók lögreglunnar
að einhver stundaði slíkar árás-
ir. Ég bað um að mér væru
sýndar allar þessar kærur sem
eiga að hvíla á bakinu á mér,
því samkvæmt þessu er ég
kærð á nærri hverri helgi. Að-
eins fyrri kæran fannst. Báðar
eru þessar kærur á rannsókn-
arstigi og ég hef ekki einu sinni
farið í yfirheyrslu vegna þeirr-
ar seinni, hvað þá að það sé
búið að dæma mig, hvort sem
þar verður um sýknu eða sak-
fellingu að ræða. Mér finnst
þetta líta út eins og þeim sem
skrifar þetta á Lögregluvefinn
sé eitthvað í nöp við mig. Mér
finnst þetta mjög undarlegt
mál því ég veit af mönnum
sem hafa margoft komið við
sögu lögreglunnar vegna of-
beldismála án þess að þeir hafi
komið á forsíðu DV.
Þegar greinin var birt í DV
var mynd af mér með. Mér
fannst ólíklegt að þeir gætu
bara grafið upp mynd af mér
eins og ekkert væri og þekkti
að myndin var af vefsíðunni
bloggaranum. Ég hringi í
Bigga sem er með síðuna og
spyr hvort að hann hafi sent
þeim myndina. Hann játar því
og segir að blaðamaður DV
hafi hringt í sig og sagt að
hann væri nýbúinn að tala við
mig og ég hafi bent honum á
að hringja í sig til að fá mynd!
Ég hringi því í blaðamanninn
og segi honum að ég hafi ekki
gefið neitt leyfi fyrir því að
birta mynd af mér og það hljóti
að vera einhver lög gegn því
að birta mynd gegn vilja við-
komandi. Hann segir svo ekki
vera.
Ég hef haft samband við lög-
fræðing til að kanna rétt minn.
Ég vil hreinsa mannorð mitt
því þetta er rangt og þessar
tvær kærur eru ýktar upp úr
öllu valdi. Ég geng um göturn-
ar og fólk lítur tvívegis á mig.
Líklega er það að hugsa: Er
þetta ekki hún sem var í DV?“
Kvenhatari sem
lemur konur?
„Það kom í DV að ég væri
kvenhatari sem lemdi konur
og henti þeim út úr bílum“,
segir Guðmundur. „Ég var
reyndar dæmdur fyrir að henda
Tinnu Sif Jensdóttur út úr bíl,
sem ég gerði ekki. Allir sem
þekkja mig vita að ég gerði
það ekki. Heilbrigður maður
myndi aldrei henda stelpu út
úr bíl á ferð á hringtorginu á
Ísafirði, maður þyrfti að vera
algjör hálfviti til þess.
Ég man svo vel eftir atvikinu
sem þetta mál var gert úr. Við
vorum að rífast vegna þess að
Tinna hafði logið upp á barns-
móður mína. Við vorum í aft-
ursætinu á bíl og vinur minn
var að keyra. Þegar við vorum
komin á Pollgötuna vildi
Tinna fara út úr bílnum. Ég
sagði að ég væri ekki búinn að
tala við hana. Við stoppuðum
á hringtorginu og hún vildi
fara út. Ég sagði nei og þegar
við keyrðum aftur af stað opn-
aði hún hurðina. Ég greip í
hana og sagði henni að fara
ekki út. Þá vorum við kannski
á svona 10 km hraða. Hún sló
í mig og ég sleppti henni. Hún
steig út úr bílnum, greip veskið
sitt og flaug á hausinn. Við
keyrðum í burtu og maður sem
kom að tók Tinnu upp í bílinn.
Hann spyr hana hvort hún vilji
fara niður á lögreglustöð en
hún segir nei. Þá spyr hann
hvort hún vilji fara upp á
sjúkrahús eða heim til sín og
Tinna neitar því líka. Þá spyr
maðurinn hana hvert hún vilji
fara og hún fer í Sjallann. Þar
fer hún að grenja í vinkonum
sínum og segir að ég hafi hent
sér út úr bílnum. Þannig byrj-
aði sagan.
Eftir dóminn yfir mér segir
Tinna í viðtali við DV að hún
sé svo hrædd um að ég ætli að
drepa hana eða berja hana.
Málið tók tvö ár og hef ég hef
ekki getað farið í Samkaup,
þar sem hún vann, vegna þess
að hún átti að vera svo hrædd
við mig. Ég hef heyrt að hún
hafi farið heim grátandi vegna
þess að ég hafi komið í Sam-
kaup. Ég hef aldrei sagt neitt
við hana þar. Eina skiptið sem
eitthvað var sagt við hana þar
var þegar Marta sambýliskon-
an mín var að versla. Þegar
Tinna spyr hvort það sé eitt-
hvað fleira segir Marta já og
að Tinna eigi að falla frá kær-
unni á mig þar sem hún viti að
þetta sé ekki satt. Tinna stóð
upp og gekk í burtu. Seinna
fréttum við utan að okkur að
Marta og ég værum að hóta
henni lífláti og að hún ætlaði
að kæra okkur.
Í réttinum fannst mér aðilar
haga sér mjög ófagmannlega.
Það var flissað og hringhvolft
augun þegar sumir voru að
tala. Mér fannst að aldrei væri
litið á málið í heild. Vitni var
maður sem breytti framburði
sínum frá skýrslutökunni og
sagði mjög ólíka sögu í dóm-
salnum. Hann sá svo illa að
hann gat ekki einu sinni lesið
skýrsluna sína. Annað vitni
var kona sem var ekki viss
hvað hún hefði séð en sýndist
hún sjá mig henda Tinnu fram
og til baka í aftursætinu og
kýla hana. Hún hlýtur þá að
hafa verið algjörlega líflaus.
Ég myndi nú halda að hefði
þetta gerst, þá hefði hún barist
á móti. Tinna vildi ekki skaða-
bætur eða neitt og ég skil ekki
af hverju hún var að þessu.
Hún byrjaði bara að ljúga og
áður en hún vissi var þetta
komið svo langt að hún gat
ekki dregið það til baka.
Núna segist hún vera að
flýja úr bænum út af mér. Það
finnst mér undarlegt þar sem
það eru tvö ár liðin síðan þetta
gerðist og ég hef ekki yrt á
hana síðan. Ég heyrði að hún
væri komin með kærasta fyrir
sunnan og væri að flytja til
Reykjavíkur út af honum. Fáar
vinkonur hennar búa enn í
bænum og hún hefur líklega
bara viljað breyta til. Samt fer
Systkinin Guðrún og Guðmundur Guðmannsbörn á Ísafirði
hafa birst í fjölmiðlum að undanförnu vegna meintra ofbeld-
isverka. Mannorð þeirra er í molum vegna þessa og þau vilja
fá uppreisn æru. Þeim hefur verið flaggað sem ofbeldis-
seggjum á forsíðu dagblaðs sem selt er á landsvísu og eru
umtöluð fyrir vikið. Systkinin segja hér sína hlið á málinu.
hún með það í DV að ég sé að
flæma hana úr bænum. Ég vor-
kenni bara þessari stelpu núna.
Við vorum saman í einn og
hálfan mánuð. Ég hætti með
henni af því að ég bara sá ekki
fyrir mér að þetta myndi
ganga. Daginn eftir fékk ég
SMS frá henni þar sem hún
sagði að hún myndi gera allt
sem í hennar valdi stæði til að
eyðileggja líf mitt. Ég spáði
ekkert í það þá“, segir Guð-
mundur.
Börnin dæmd
af foreldrunum
– Hvaða áhrif hefur þetta
haft á mannorð ykkar?
„Þetta hefur mikil og mjög
slæm áhrif, sérstaklega í svona
litlu samfélagi“, segir Guðrún.
„Það hefur áhrif á fólkið í
kringum mig sem er spurt
hvort eitthvað sé til í þessu.
Þeir sem þekkja mig vita að
þetta er bara rugl og hlæja að
þessu. Aðrir trúa þessu og hafa
kannski enga ástæðu til að
efast um þetta. Eins og maður
segir sjálfur þegar maður les
slíkar fréttir: Eitthvað hlýtur
að vera til í þessu.
Fyrir mitt leyti eru áhrifin
alvarlegust vegna þess að ég á
börn. Ég var hrædd um að þau
yrðu fyrir aðkasti í skólanum.
Maður veit ekki hvort foreldrar
passa að börnin sjái ekki svona
greinar eða jafnvel tala um
þetta fyrir framan börnin sín.
Svo er það oft þannig að börnin
eru dæmd af foreldrum sínum.
Ég veit það sjálf að fólki hættir
til að dæma aðra vegna upp-
runa þeirra. Ég fór strax og
talaði við kennara barna minna
og bað þá um að fylgjast með
því ef þeim yrði strítt á þessu.
Ég óttast það mest að þau þurfi
að líða fyrir það að mamma
þeirra sé stimpluð sem ofbeld-
iskona. Líka af því að það kom
mynd af mér á forsíðu DV.
Annars hefði fólk kannski ekki
tengt það saman að ég væri
einmitt þessi Guðrún og móðir
þeirra.“
„Það var öðruvísi í mínu
tilviki þar sem að búið var að
dæma mig og öll gögn málsins
orðin opinber“, segir Guð-
mundur.
„Já, ég hef ekki hlotið neinn
dóm og það er enn verið að
rannsaka málið. Samt er ég
nafngreind og með mynd á
forsíðu DV“, segir Guðrún.
– Hafið þið komist í kast
við lögin áður?
„Já, fyrsta brot mitt var að
ég stal síma á fylliríi fyrir
þremur árum“, segir Guð-
mundur. „Ég skilaði símanum
og greiddi skaðann. Ég játaði
fúslega brot mitt og var dæmd-
ur í Héraðsdómi Vestfjarða og
fékk tveggja ára skilorðsbund-
inn dóm. Ég veit um mál þar
sem stolið var einni og hálfri
milljón og þar fékk maðurinn
styttri skilorðsdóm heldur en
ég. Mér finnst þetta fullmikið
fyrir fyrsta brot hjá mér.“
„Það skiptir máli hvort mað-
ur er Jón eða séra Jón“, segir
Guðrún.
„Þetta mál með Tinnu, þar
fannst mér eins og ég hefði
verið dæmdur áður en ég gekk
inn í dómssalinn“, segir Guð-
mundur. „Ég hafði áður brotið
af mér en játað strax. Ég var
tekinn fyrir fíkniefnabrot þeg-
ar strákur sem lögreglan tók
sagði frá því að ég hefði keypt
af honum. Þegar lögreglan tal-
aði við mig játaði ég það strax.
Þetta var þegar ég var í rugli
sem ég er ekki lengur í. Eitt
sinn kom ég að kærustu minni
í slagsmálum við aðra stelpu.
Þegar ég gekk inn sá ég að
stelpan er að fara kýla Mörtu.
Ég ýtti á hana harkalega og
hún datt. Ég tók hana þá upp
og henti henni út. Ég viður-
kenndi strax að þetta hefði ver-
ið of harkalegt af mér og iðr-
aðist þess. Ég hef talað við
þessa stelpu og beðist afsök-
unar og við erum sátt í dag.
Þetta mál með Tinnu er það
eina sem ég vil fá á hreint því
að það er ekki satt. Ég er kom-
inn með lögfræðing og ætla
að áfrýja málinu. Ég hef játað
þegar ég brotið af mér en ég
fer ekki að játa á mig eitthvað
sem ég gerði ekki“, segir Guð-
mundur.
Má ekki láta
orð særa sig
– Hver er ástæðan fyrir því
að þið eruð tekin svona fyrir.
Eruð þið mikið í skemmtana-
lífinu?
„Ég kom aftur til Ísafjarðar
eftir að hafa verið í burtu í
fimm ár og kom mjög mikið
inn í skemmtanalífið. Það fer
mikið fyrir mér en það er ekk-
ert vesen á mér. Ég er bara að
skemmta mér“, segir Guðrún.
03.PM5 6.4.2017, 09:2310