Bæjarins besta - 19.01.2005, Síða 12
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 200512
Atvinna í boði
Tæknimaður
Óskum eftir að ráða tæknifræðing, véliðnfræðing
eða reynslumikinn vélbúnaðarhönnuð.
Við leitum að metnaðarfullum fagmanni sem m.a.
mun annast gerð framleiðsluteikninga, skráningu fram-
leiðslugagna, undirbúning verkefna og fleira.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi menntun og/
eða reynslu á sviði vélaverk- eða tæknifræði og haldbæra
reynslu á umræddu sviði. Iðnaðarverk- og/eða tæknifræði-
menntun er jafnframt áhugaverður kostur. Áhersla er
lögð á sjálfstæði í vinnubrögðum, áhugasemi, samstarfs-
hæfni og faglegan metnað.
Málmiðnaðarmenn
Óskum eftir að ráða málmiðnaðarmenn hjá 3X-Stál.
Hæfniskröfur eru að viðkomandi hafi menntun og/
eða reynslu á sviði málmiðnaðar, en reynsla af smíði úr
ryðfríu stáli er kostur. Áhersla er lögð á nákvæmni og
vandvirkni í vinnubrögðum, reglusemi og árverkni í hví-
vetna.
Umsóknarfrestur er til og með 25. janúar nk. Gengið
verður frá ráðningum fljótlega. Allar umsóknir verða
meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhann Jónasson
(johann@3x.is). Vinsamlegast sendið ferilskrár ásamt
meðfylgjandi gögnum á framangreint netfang.
Sindragötu 5 · Ísafirði · Sími 456 5079
Pétur Sigurðsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga
„Með hækkunum er Ísafjarðar-
bær að svíkja gerða samninga“
Pétur Sigurðsson, formaður
Verkalýðsfélags Vestfirðinga
segir að með því að samþykkja
fram komnar tillögur um
hækkun á ýmsum gjaldskrám
bæjarins sé bæjarstjórn að
svíkja það samkomulag sem
gert var við gerð núverandi
kjarasamninga og í raun að
samþykkja að þeir verði lausir
síðla árs. Hann segir að verka-
lýðshreyfingin hafi ekki verið
spurð ráða áður en lagðar voru
fram tillögur að stórhækkuð-
um gjaldskrám. Hann telur þær
tillögur sem fyrir liggja um
stórhækkaða leigu hjá öldruð-
um með miklum ólíkindum.
Að sögn forystumanna
meirihlutans er almennt miðað
við 4 % hækkun. Hins vegar
taka margar gjaldskrár meiri
hækkunum og er þar um að
ræða gjaldskrár sem vega
þungt hjá almenningi. Má þar
nefna að gert er ráð fyrir að
gjaldskrár leikskóla hækka um
10%, fasteignagjöld hækka
um ríflega 20% að meðtalinni
hækkun á fasteignamati, lág-
marksgjald í félagslegri
heimaþjónustu verður fellt
niður en gjald fyrir hvern tíma
hækkað um 50%, gjald fyrir
akstursþjónustu fatlaðra og ör-
yrkja hækkar um 100%, húsa-
leiga á Hlíf I mun hækka um
25% í áföngum á árinu og gjald
fyrir heilsdagsskóla hækkar
um 25%. Forystumenn meiri-
hluta bæjarstjórnar sögðu á
fréttamannafundi í síðustu
viku að þessar hækkanir væru
nauðsynlegar til þess að trygg-
ja áfram þjónustu bæjarins.
Pétur segir að með þessum
tillögum sé bæjarstjórn Ísa-
fjarðarbæjar að svíkja þá
samninga sem gerðir voru við
gerð kjarasamninga á almenn-
um vinnumarkaði. „Að samn-
ingaborðinu komu bæði ríki
og sveitarfélög. Þá var því lof-
að að tækist að halda kjara-
samningum innan þess sem
var kallað skynsamleg mörk
þá myndu þessir aðilar tryggja
að ekki yrði um að ræða hækk-
anir umfram eðlilegar verð-
lagshækkanir. Samþykki bæj-
arstjórn Ísafjarðarbæjar þessar
fyrirhuguðu hækkanir er hún
ekki einungis að svíkja það
sem um var samið heldur er
hún einnig með samþykkt
sinni að ýta verulega undir það
að samningar á almennum
vinnumarkaði verði lausir í
haust. Ég vona að öllum sé
það ljóst.“
Pétur segist einnig hissa á
eðli þeirra tillagna sem fyrir
liggja. „Svo virðist sem bæjar-
stjórnin hafi fundið gullkistu
hjá ungu barnafólki, öldruðum
og öryrkjum. Þessir hópar hafa
hingað til ekki verið aflögu-
færir og eru það ekki nú. Mér
finnst fyrirhuguð hækkun á
húsaleigu á Hlíf I með miklum
ólíkindum svo ekki sé meira
sagt.“
Á áðurnefndum frétta-
mannafundi sögðust forystu-
menn meirihlutans ekki hafa
orðið varir við verulega gagn-
rýni á þær tillögur sem fyrir
liggja. Pétur segir að afstaða
verkalýðshreyfingarinnar liggi
ljós fyrir í málum sem þessum.
„Við ætlumst til þess að for-
ystumenn sveitarfélaganna
standi við orð sín. Það er frá-
leitt að hækka gjaldskrár um-
fram almennar verðlagshækk-
anir. Allt annað er ávísun á
verðbólgu með afleiðingum
sem allir þekkja“, segir Pétur
Sigurðsson.
– hj@bb.is
Pétur Sigurðsson formaður
Verkalýðsfélags Vestfirðinga.
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ
„Auknar álögur á þá sem minna mega sín“
Bæjarfulltrúar Samfylking-
arinnar í Ísafjarðarbæ segja að
meirihluti bæjarstjórnar telji
að auknum útgjöldum beri
helst að mæta með stórauknum
álögum á þá hópa samfélags-
ins er minnst mega sín. Þetta
kemur fram í bókun sem þeir
leggja fram á bæjarstjórnar-
fundi sem nú stendur yfir. Þeir
hyggjast sitja hjá við afgreið-
slu fjárhagsáætlunarinnar sem
nú er til seinni umræðu.
Í bókun bæjarfulltrúanna
segir m.a.: „Sú neikvæða þró-
un sem verið hefur á fjárhags-
legri stöðu sveitarfélaga í land-
inu undangengin ár er mjög
alvarleg og er framlegð frá
rekstri ef til vill skýrasti mæli-
kvarði þeirrar þróunar. Æski-
legt væri að framlegð frá rek-
stri næmi um 10% en þess í
stað er áætlað að framlegð frá
rekstri verði neikvæð um 9%
(~157 m.kr). Ekki þarf her hag-
fræðinga til að sjá að rekstur
sveitarfélags getur ekki gengið
við slíkar forsendur en þetta
endurspeglar þó þann efna-
hagslega raunveruleika sem
blasir við mörgum sveitarfé-
lögum landsins.“
Bæjarfulltrúarnir telja að
þrátt fyrir margra ára baráttu
forsvarsmanna sveitarfélag-
anna við að rétta hlut þeirra í
tekjuskiptingu ríkis og sveitar-
félaga sé því miður ekki í sjón-
máli nauðsynleg viðhorfs-
breyting af hálfu ríkisins svo
ástæða sé til bjartsýni. Þeir
telja að meirihluti bæjarstjórn-
ar verði að axla ábyrgð vegna
þeirrar stefnu ríkisins þar sem
þeir séu „ábekkingar” sitjandi
valdhafa“ eins og segir í bók-
uninni.
Þeir segja fulltrúa meiri- og
minnihluta bæjarstjórna hafa
setið saman vinnufundi og því
hafi fulltrúar minnihluta getað
komið sínum sjónarmiðum á
framfæri í þeirri vinnu. Slíkt
fyrirkomulag sé eðlilegt og
hafi sú þróun sem átt hefur sér
stað undangengin ár, hvað
vinnuferlið varðar, verið já-
kvæð að þeirrar mati. Þá segir
í bókuninni: „Við þær fjár-
hagslegu aðstæður sem lýst er
hér snýst gerð fjárhagsáætl-
unar fyrst og fremst um að
reyna að koma saman áætlun
sem lágmarkar neikvæð áhrif
á þjónustu sveitarfélagsins
ásamt aðhaldsamri fjárfest-
ingastefnu. Efni til ágreinings
eru mun færri en ef tekist væri
á um forgangsröðun fram-
kvæmda eða verulega breyt-
ingu á þjónustustigi. Í raun er
um sameiginlega varnarbar-
áttu að ræða enda hvílir ábyrgð
sameiginlega á bæjarfulltrúum
þó fulltrúar meirihluta beri eðli
máls samkvæmt nokkru meiri
ábyrgð.“
Fulltrúar Samfylkingarinnar
segja ekki ágreining uppi um
fjárfestingar en telja þó að
harma beri fyrirsjáanlega töf á
framkvæmdum við nýbygg-
ingar skólahúsnæðis GÍ vegna
mun minni framkvæmda á ár-
inu en fyrirhugað var. Telja
þeir það hljóti brátt „að stappa
nærri heimsmeti sá vandræða-
gangur sem þetta mál virðist
ætla að verða í höndum sitjandi
meirihluta undangengin tvö
kjörtímabil“, eins og segir í
bókuninni.
Þá segir: „Stórauknar álögur
á leigjendur á Hlíf I teljum við
langt umfram það sem eðlilegt
geti talist, yfirlýst markmið
með hækkun húsaleigu er m.a.
að gefa íbúum þeirra kost á að
kaupa íbúðirnar af Ísafjarðar-
bæ. Áður en að slíkri stefnu-
breytingu kemur, varðandi mat
á þörf fyrir þessar leiguíbúðir,
er hið minnsta þörf á að um-
ræða og úttekt fari fram innan
Félagsmálanefndar áður en
slík ákvörðun er tekin. Tillag-
an ásamt yfirlýstum markmið-
um er því ótímabær að okkar
mati og ásamt því að vera illa
ígrunduð. Ekki getum við
heldur fallist á stórhækkun,
um 107%, fargjalda í aksturs-
þjónustu fatlaðra sem rökstudd
er með samræmingu við al-
menn afsláttarfargjöld með
strætisvagnaþjónustu innan
bæjarfélagsins.“
Að lokum segir í bókun bæj-
arfulltrúa Samfylkingarinn-
ar:„Af ofangreindu má ráða
að meirihluti bæjarstjórnar tel-
ur að auknum útgjöldum beri
helst að mæta með stórauknum
álögum á þá hópa samfélags-
ins er minnst mega sín sem
ætti ekki að koma á óvart enda
mjög í anda núverandi ríkis-
stjórnar sömu flokka. Ábyrgð
á þeim álögum verður meiri-
hlutinn að bera einn og óstudd-
ur og sitjum við því hjá við
afgreiðslu fjárhagsáætlunar
fyrir árið 2005.“ – hj@bb.is
Hlíf 1 á Ísafirði. „Stórauknar álögur á leigjendur á Hlíf
I teljum við langt umfram það sem eðlilegt geti talist,“
segir m.a. í ályktun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar.
03.PM5 6.4.2017, 09:2312