Bæjarins besta - 19.01.2005, Blaðsíða 20
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 250 m/vsk
www.bb.is – daglegar fréttir á netinu
Langtímaskuldir Ísafjarðarbæjar hafa lækkað um tæpar 600 milljónir króna að raunvirði
„Stærstur hluti fjármuna af sölu
Orkubúsins fór til greiðslu skulda“
Langtímaskuldir Ísafjarðar-
bæjar hafa lækkað um tæpar
600 milljónir króna að raun-
virði frá ársbyrjun 2001 til loka
árs 2004, að því er fram kemur
í upplýsingum meirihluta bæj-
arstjórnar um ráðstöfun sölu-
andvirðis hluta bæjarins í
Orkubúi Vestfjarða.
Samkvæmt samkomulagi
við eftirlitsnefnd með fjármál-
um sveitarfélaga var greitt
niður lán sem nam 734 millj-
ónum króna á árunum 2001-
2003. Fram kemur að rekstr-
arbati sé fólginn í lægri vöxt-
um og munar þar um 50 millj-
ónir á ári fyrir utan verðbætur.
Einnig kemur fram að frá síð-
ari hluta árs 2001 hafa verið
tekin ný lán upp á 80 milljónir
króna.
Áætlað er að við nýliðin ára-
mót hafi 470 milljónir verið
eftir af 1.430 milljóna króna
söluandvirði hluta bæjarins í
Orkubúi Vestfjarða. „Stærstur
hluti fjármuna af sölunni hefur
farið til greiðslu skulda og þar
með bætt stöðu Ísafjarðarbæj-
ar. Hluti hefur verið nýttur í
fjárfestingar sem voru orðnar
löngu tímabærar og kom þar
með í veg fyrir lántöku“, segir
í framlögðum gögnum meiri-
hlutans. – halfdan@bb.is Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Fær 1,8 milljónir í skaðabætur
Halldóri Halldórssyni bæj-
arstjóra Ísafjarðarbæjar hefur
verið falið af bæjarráði að
ganga frá greiðslu skaðabóta
til Pálínu Garðarsdóttur, fyrr-
verandi gjaldkera bæjarins,
vegna meintrar ólögmætrar
uppsagnar skömmu fyrir jól
2003. Málið var dómtekið
fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í
sumar og átti aðalmeðferð að
fara fram í næsta mánuði.
Skaðabæturnar sem sæst hefur
verið á nema um 1,8 milljón-
um, ígildi 9 mánaða launa.
Eins og sagt var frá á sínum
tíma var Pálínu vikið úr starfi
vegna „fyrirhugaðra skipu-
lagsbreytinga“, eins og það
var orðað. Formaður Fos-
Vest vildi meina að uppsögn-
in væri ólögmæt, en Þórir
Sveinsson fjármálastjóri
bæjarins sagði uppsögn Pál-
ínu hafa verið í samræmi við
gildandi kjarasamninga og
fyllilega málefnalega.
Fyrrverandi gjaldkeri Ísafjarðarbæjar
Tveir smábátar rákust sam-
an út af Óshlíð um miðjan dag
á miðvikudag í síðustu viku.
Einhverjar skemmdir hlutust
en skipverja sakaði ekki.
Að sögn lögreglunnar á Ísa-
firði var ekki um að ræða mik-
inn árekstur þar sem bátarnir
voru ekki á mikilli ferð og
komust sjómennirnir af sjálfs-
dáðum í land. Málið er í rann-
sókn hjá lögreglu.
Tveir fiskibátar rák-
ust saman út af Óshlíð
Hin árlega minningarvaka
Guðmundar Inga Kristjáns-
sonar, skálds frá Kirkjubóli í
Önundarfirði, var haldin í frið-
arsetrinu Holti á afmælisdegi
hans á laugardag. Meðal ann-
ars voru lesin nokkur ljóð Guð-
mundar Inga og Kjartan Ólafs-
son, fræðimaður og fyrrver-
andi þingmaður, flutti brot af
hinu umfangsmikla efni sem
hann hefur safnað úr Önundar-
firði og víðar af Vestfjörðum.
Guðmundur Ingi byrjaði
ungur að starfa sem kennari í
farskóla og síðar í Holti. Hann
sinnti mörgum trúnaðarstörf-
um og gaf út nokkrar ljóða-
bækur sem allar voru kenndar
við sól. Guðmundur Ingi var
heiðursborgari Mosvalla-
hrepps og síðar hins samein-
aða Ísafjarðarbæjar. Hann lést
þann 30. ágúst 2002.
Minningarvaka Guðmundar Inga
Frá minningardagskrá Guðmundar Inga á laugardag.
Tafir verða á af-
hendingu lóðsbáts
Nú virðist ljóst að tölu-
verðar tafir verða á smíði
lóðsbáts fyrir Ísafjarðar-
höfn. Sem kunnugt er var
gerður samningur um
smíðina við skipasmíða-
stöðina Ósey hf. í Hafnar-
firði. Skrokkurinn var
smíðaður í Póllandi en
ljúka átti smíðinni í Hafn-
arfirði. Upphaflega átti að
afhenda bátinn í fjórðu
viku janúar en síðar var
afhendingunni frestað um
mánuð. Hallgrímur Hall-
grímsson hjá Ósey hf. segir
að skrokkur bátsins sé
ennþá í Póllandi og treystir
sér ekki til þess að segja
hvenær takist að flytja
hann heim. Smíði hans þar
mun þó vera lokið. Hall-
grímur treysti sér ekki til
þess að spá um hversu
mikið smíði bátsins muni
tefjast. Þar sem skrokk-
urinn er ennþá í Póllandi
má þó telja víst að smíði
bátsins tefjist um nokkra
mánuði. Eins og kom fram
í frétt bb.is hefur Ósey hf.
gengið í gegnum töluverða
erfiðleika í rekstri í kjölfar
síðustu nýsmíði stöðvar-
innar. Guðmundur Krist-
jánsson hafnarstjóri Ísa-
fjarðarbæjar segir enga
formlega tilkynningu hafa
borist frá skipasmíðastöð-
inni um tafir á smíði báts-
ins. Tilboð Óseyjar í smíð-
ina var að upphæð 48,9
milljónir króna. – hj@bb.is
03.PM5 6.4.2017, 09:2320