Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.01.2015, Qupperneq 2

Bæjarins besta - 22.01.2015, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 Ert þú með græna fingur? Starfskraftur óskast í Blómaval/Húsasmiðj- una á Ísafirði. Vinnutími frá kl. 09-18. Frekari upplýsingar gefa Elmar í síma 693 3120 og Júlíana í síma 660 3156. Veðrið lék við skíðafólk á alþjóðlega snjódeginum Nær 500 manns lögðu leið sína á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar í Tungudal í gær er þar var haldinn alþjóðlegur snjódagur sem og víða um heim. Boðið var upp á léttar veitingar og Skíðafélag Ís- firðinga bauð upp á skíðakennslu. Þá lagði starfsfólk svæðisins skemmtilegar brautir sem allir gátu nýtt sér og hinn eini og sanni íþróttaálfur úr Latabæ mætti á svæðið og sprellaði eins og hon- um einum er lagið. „Það var frá- bær mæting, ég er ekki búinn að taka tölurnar saman en það voru á milli 4-500 manns sem komu á svæðið yfir daginn,“ segir Gautur Ívar Halldórsson umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tungudal. „Þetta voru allt frá litlum börn- um og upp í fullorðið fólk. Veðrið lék við okkur, skíðaleigan tæmd- ist og það urðu engin slys á fólki. Íþróttaálfurinn kom og sprellaði með krökkunum. Honum var kannski aðeins orðið kalt á stutt- ermabolnum en það fylgir því bara að vera svona töffari. Við vorum með æfingu á Fossvatns- leiðinni og það gekk vel þrátt fyrir að það þyrfti að gera smá breytingar á loka mínútunum vegna veðurs. Samkaup, Audi og Vífil- fell styrktu þetta m.a. og þetta gekk bara ljómandi vel og það urðu engin slys á fólki,“ segir Gaut- ur Ívar sem var að vonum hress með daginn. – sfg@bb.is

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.