Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.01.2015, Blaðsíða 5

Bæjarins besta - 22.01.2015, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 5 Sólin sendi geisla um kirkjuskipið „Við áttum mjög fallega stund í kirkjunni og mér varð hugsað til þess hvað við erum ótrúlega lánsöm með presta hér fyrir vestan,“ segir Pétur Markan, sveitarstjóri Súða- víkurhrepps um minningar- stund sem haldin var á laugar- dag um þá sem fórust í snjó- flóðinu í Súðavík fyrir tutt- ugu árum. „Sóknarpresturinn okkar, sr. Ásta Pétursdóttur, hélt utan um stundina og sr. Magnús Erlingsson flutti yndislega hugleiðingu. Þau tvinnuðu saman hugleiðingar sínar við Passíusálma Hall- gríms Péturssonar,“ segir Pétur. Hann segir það hafa verkað sterkt á sig þegar sólin braust fram og sendi geisla sína yfir kirkjuskipið. „Þetta eru fyrstu sólargeislar ársins og sólin og samveran í kirkj- unni sendu Súðvíkinga sterk- ari út að lokinni minningar- stundinni.“ Hann segir að svona stund- ir séu ákaflega mikilvægar fyrir Súðvíkinga. „Bæði er þetta atburður sem aldrei má gleymast og einnig til þess að minna okkur á mikilvægi þess að það er undir okkur komið sem byggjum Súðavík að halda á lofti minningu og heiðri þeirra sem fórust í flóð- inu með því að byggja upp öflugt samfélag til framtíðar. Bjartasta blómið sem við getum lagt á minningarreit atburðanna er að efla samfé- lagið, stækka það og tryggja að verði hér um aldur og ævi,“ segir Pétur. – smari@bb.is Barst hundruð metra með flóðinu Snjóflóð féll úr hlíðum Eyrar- fjalls síðdegis á laugardag. Það reyndist vera 75 metra breitt og fallhæðin nálægt 350 hæðarmetr- um. Tveir skíðamenn voru á leið upp fjallið og lenti annar mann- anna í flóðinu, en hinn náði að skíða út úr því. Sá sem lenti flóð- inu barst með því nokkuð hundr- uð metra og slasaðist nokkuð og var sendur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Mennirnir eru báðir vanir fjallamenn. „Fyrsta mat okkar er að flóðið er af stærðinni 2,5 af 5. Flóð sem er af stærð 2 eða meira getur grafið mann og verið hættulegt fólki,“ segir Harpa Grímsdóttir, forstöðumað- ur Snjóflóðasetursins. Hún segir að flóðið hafi brotn- að mjög ofarlega, eða við brúnir Gleiðarhjalla. „Það var mikil snjósöfnun á fimmtudag og föstu- dag. Við afléttum óvissustigi fyrir byggð á laugardagsmorgni og þá var komið gott veður. Svæðis- bundna snjóflóðaspáin var þó áfram á stigi 4 af 5, en sú spá er einkum hugsuð fyrir ferðafólk í fjalllendi. Eftir að svona veður gengur niður getur veikleiki verið viðloðandi áfram í snjóþekjunni og þá er hætta á að fólk sem er á ferðinni setji af stað flóð þó svo að hættan á flóðum af náttúru- legum orsökum hafi minnkað verulega,“ segir Harpa og tekur fram að orðalagið „af náttúrulegum or- sökum“ sé vandmeðfarið þar sem maðurinn sé hluti af náttúrunni. „Skíðamennirnir eru komnir upp undir kletta þegar það brestur fleki og þeir setja flóðið af stað og það er mjög myndarlegt brot- stál upp undir Gleiðarhjalla sem við höfum ekki komist í að skoða og óvíst hvort við náum því vegna veðurs,“ segir Harpa. Vandi Vestfjarða felst meðal annars í skorti á flugvöllum til fraktflutninga Sú lausn að binda aflaheimildir við einstakar sjávarbyggðir er lík- legri til að leysa vanda þeirra til lengri tíma en byggðakvóti. Vandi Vestfjarða við að styrkja sjávar- útvegsfyrirtæki í fjórðungnum felst m.a. í skorti á flugvöllum sem gætu annast fraktflutninga. Á þetta tvennt, ásamt fleiru, minntist Gísli Halldór Halldórs- son, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, spurður um þá hugmynd Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þing- manns Vinstri grænna, að vandi sjávarbyggða kalli á að það verði skoðað í fullri alvöru að binda þar aflaheimildir í því skyni að tryggja atvinnuöryggi íbúa. „Sú hugmynd hefur líka verið rædd að binda aflaheimildir við einstakar vinnslur. Já, það má vel skoða þennan möguleika að binda kvóta við byggðir en það þarf þá að greina hvað hefur tap- ast síðan 1991 þegar lögin voru endanlega fest í sessi,“ segir Gísli Halldór í samtali við visir.is og nefnir að bæjaryfirvöld hafi gert eitt og annað við að styrkja inn- viðina í sveitarfélaginu en til þess að sú vinna nýtist þurfi eitthvað til að standa á. Á Vestfjörðum sé það sjávarútvegur og það breytist ekki á næstu árum. Hann nefnir jafnframt inniviði greinarinnar til að vekja frekari áhuga fyrirtækja á að byggja upp til framtíðar. Flugvöllur til að annast vöruflutn- inga, eins og síkvikt umhverfi greinarinnar kallar á, sé þar ofar- lega á blaði. Þóroddur Bjarnason, stjórnar- formaður Byggðastofnunar, segir að stofnunin vinni samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða. Stefnt sé að því að fá útgerðarmenn í samstarf um byggðaeflingu. Fyrirtækin sem fái byggðakvót- ann sem Byggðastofnun hefur til umráða frá ríkinu taki ákveðin skref til að efla byggðina. Þessi samvinna hefur tekist giftusam- lega á ýmsum stöðum; Tálkna- firði, Suðureyri og Raufar- höfn. Þvert á umræðuna minnir Þóroddur á að Byggðastofnun út- hlutar ekki byggðakvóta, heldur auglýsir í opnu og gegnsæju ferli eftir samstarfsaðilum. Þau fyrir- tæki sem hafi sýnt áhuga á því að hefja samstarf á Flateyri og Þing- eyri hafi annað hvort ekki staðist kröfur stofnunarinnar eða dregið umsóknir sínar til baka. „Nú hafa hins vegar nokkrir aðilar sótt um aflaheimildirnar, og það eru meiri líkur en minni að við náum viðlíka árangri og þar sem þetta hefur gefist best. Þessi spurning um að binda afla- heimildirnar hefur komið upp áð- ur; að taka t.d. 5% af kvótanum í félagslegar aðgerðir. Taka upp strandveiðikerfi sem bundið er við ákveðna staði. Þetta væri djarft, og væri hægt. Um meiri handstýringu er að ræða í dag, efla byggð með því að einkaaðilar leggi fjármagn í það,“ segir Þór- oddur og bætir við að aðgerðir Byggðastofnunar hafi gefist best þar sem menn hafa komið að vandanum áður en allt var farið á versta veg. – sfg@bb.is Slökkvilið Ísafjarðarbæjar fór í níu útköll vegna elds á síðasta ári og 217 sjúkraflutninga sem gerir fækkun um 77 flutninga milli ára, að því er fram kemur í ársskýrslu Þorbjörns Sveinsson- ar, slökkviliðsstjóra. Slökkviliðið fór í sex útköll vegna vatnsleka, tvisvar sinnum var slökkviliðið kallað út með klippur vegna um- ferðarslysa. 78 útköll voru vegna eldvarnarkerfa og 48 vegna neyð- Á árinu var gengið frá samn- ingi milli Ísafjarðarbæjar og vel- ferðarráðuneytisins um sjúkra- flutninga, en málaflokkurinn hafði verið í óvissum nokkuð skeið. Samið var til fimm ára. Um þessar mundir er unnið við að stofna byggðasamlag fyrir slökkviliðin á norðanverðum Vestfjörðum. Slökkvilið Ísafjarð- arbæjar, Súðavíkurhrepps og Bolungarvíkurkaupstaðar vinna að málinu ásamt Atvinnuþróun- arfélagi Vestfjarða sem stýrir vinnuhópnum. Áætlað er að starfi vinnuhópsins ljúki á fyrriparti þessa árs. Brunavarnaáætlun Ísafjarðar- bæjar er í gildi en hana átti að endurnýja á þessu ári. Endurnýj- un var frestað þar til viðræðum um byggðasamlags slökkviliða á norðanverðum Vestfjörðum lýkur . – smari@bb.is arhnappa. Í skýrslunni segir að þjálfun slökkviliðsmanna sé aftur að komast í gang eftir mikinn niðurskurð á síðustu árum. „Horfum við fram á veginn með þjálfunarmál næstu misserin og að auknir peningar verði settir í þennan málaflokk þannig að hægt sé að setja menn í læknis- skoðun og þrekpróf eins og reglu- gerðir gera ráð fyrir,“ segir í skýrslunni. Færri sjúkraflutningar á síðasta ári

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.