Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.01.2015, Side 6

Bæjarins besta - 22.01.2015, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 Kristín íþróttamaður ársins annað árið í röð Kristín Þorsteinsdóttir, sund- kona í Íþróttafélaginu Ívari á Ísafirði var kjörinn íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2014 í hófi sem fram fór í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði á sunnudag. Kristín var einnig valin íþróttamaður ársins 2013 og Ísfirðingar geta verið stoltir af að hafa þessa afrekskonu innan sinna raða. „Það er mark- mið hjá henni og þjálfaranum, Svölu Sif Sigurgeirsdóttur, að setja heimsmet,“ segir Sigríður Hreinsdóttir, móðir Kristínar. „Þær eru að fara á landsliðsæf- ingu um næstu helgi og vonast eftir að geta lært þar, hvernig best er að nýta litlu sundlaugina hérna fyrir tækniæfingar. Kristín hagar lífi sínu eins og íþrótta- manneskja. Hún fer á sundæfing- ar tvisvar í viku, og svo þrekæf- ingu, full af elju og áhuga og ótrú- lega öguð. Og það var ólýsanlegt að sjá andlitið á henni þegar hún áttaði sig á því að hún hefði verið valin íþróttamaður ársins,“ segir Sigríður stolt. „Það sem er einnig framundan er mót í Berlín í apríl en þar keppir Kristín upp fyrir sig í flokk, þar sem ekki er keppt í hennar flokk. Í mars er Íslands- meistaramót í 50 metra laug, svo Heimsmeistaramót á Ítalíu í nóv- ember og á svipuðum tíma er Íslandsmeistaramót í 25 m laug. Þetta er sem sagt það sem er búið að ákveða. Við erum aldrei með mót hér því laugin er ekki lögleg keppnislaug, hún er bæði of stutt og mjó.“ Fulltrúar í íþrótta- og tóm- stundanefnd styðjast við tilnefn- ingar frá íþróttafélögum sveitar- félagsins þegar íþróttamaður árs- ins er valinn. Öll íþróttafélög sveitarfélagisns geta tilnefnt einn einstakling og einu skilyrðin eru að sá tilnefndi keppi fyrir hönd síns félags eða Ísafjarðarbæjar, á mótum innlendis sem erlendis og hafi náð 16. ára aldri. Einnig er gerð krafa um að íþróttamaður- inn sé góð fyrirmynd innan vallar sem utan. Í rökstuðningi frá félagi Kristínar, Íþróttafélaginu Ívari segir: „Kristín Þorsteinsdóttir hefur æft og keppt í sundi hjá Íþróttafélaginu Ívari frá 8 ára aldri. Hún hefur ávalt stundað æfingar af elju og samviskusemi en síðust tvö árin hefur Kristín verið eini virki iðkandi Ívars sem æft hefur til keppni hjá félaginu. Það undirstrikar bæði sjálfsaga hennar og keppnisskap. Kristín tók þátt í fjórum mótum árið 2014 en það voru RIG, Reykjavík International Games, í 50 m laug Kristín Þorsteinsdóttir ásamt þjálfara sínum Svölu Sif Sigurgeirsdóttur. í janúar, IF50, Íslandsmeistara- mót í 50m laug, í apríl, Bikarmót í Hafnarfirði í júní og IF25, Ís- landsmeistaramót í 25m laug í nóvember.“ Aðrir sem tilnefndir voru sem Íþróttamaður ársins 2014 voru, Birgir Björn Pétursson hjá KFÍ, Matthías Kroknes Jóhannsson knattspyrnumaður hjá 1. deildar- liði BÍ/Bolungarvíkur, Sigurður Óli Rúnarsson handknattleiks- og glímumaður hjá Herði, Thelma Rut Jóhannsdóttir SKÍ og Valur Richter hjá Skotíþróttafélagi Ísa- fjarðarbæjar. Þau sem tilnefnd voru sem efnilegustu íþróttamennirnir fyrir árið 2014 voru, Albert Jónsson Skíðafélagi Ísfirðinga, Guðný Birna Sigurðardóttir Sundfélag- inu Vestra, Elías Ari Guðjónsson handknattleiksmaður, Jón Hjört- ur Jóhannesson GÍ, Kjartan Elí Guðnason kraftlyftingamaður, Kjartan Óli Kristinsson blakmað- ur, Linda Marín Kristjánsdóttir KFÍ og Viktor Júlíusson, leik- maður meistaraflokks BÍ/Bol- ungarvíkur. Viktor varð fyrir val- inu sem efnilegasti íþróttamaður sveitarfélagsins á síðasta ári. Þá var Sigmundi F. Þórðarsyni á Þingeyri afhent hvatningar- verðlaun Ísafjarðarbæjar við sama tækifæri. – sfg@bb.is

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.