Bæjarins besta - 22.01.2015, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015
Ég flýg ekki með
svona glanna!
Greint var frá því í máli og mynd-
um í öllum helstu fjölmiðlum
landsins í síðustu viku þegar
Hálfdán Ingólfsson flugstjóri
lenti á Reykjavíkurflugvelli eftir
síðustu ferðina sína sem atvinnu-
flugmaður. Hann var að koma úr
áætlunarflugi til Bíldudals og var
það vel við hæfi að hann skyldi
ljúka farsælum ferli sínum með
ferð til Vestfjarða. Ljúka ferlin-
um? Já, sem atvinnuflugmaður,
því að daginn eftir komst hann á
aldur, eins og kallað er, varð 65
ára, en eftir það má hann ekki
fljúga sem atvinnumaður. Hins
vegar er hann hreint ekki hættur
að fljúga!
Móttökurnar á Reykjavíkur-
flugvelli voru glæsilegar. Slökk-
vibílar sprautuðu vatnsbogum
yfir flugvélina þegar hún renndi
upp að flugstöðinni, en inni í
flugskýli biðu veisluhöld og
fjöldi fólks sem vildi heiðra flug-
manninn goðsagnakennda frá
Ísafirði.
Engin leið er að vita hversu
mörgum mannslífum Hálfdán
Ingólfsson bjargaði á ferli sínum
sem sjúkraflugmaður á Vest-
fjörðum, við aðstæður sem eru
hvergi erfðari en þar. Ótalmargar
ferðir fór hann á nóttu sem degi í
vitlausum veðrum um hávetur.
Auk þess var hann í póstflugi um
Vestfirði og alls konar öðrum
tilfallandi verkefnum.
Þegar Hálfdán var ungur var
hann uppátektasamur með af-
brigðum og sumir sögðu að hann
væri glanni. Hann lenti hins vegar
aldrei í neinu óhappi á flug-
mannsferli sínum, enda sérlega
forsjáll og varkár, hvað svo sem
einhverjir héldu í fyrstu.
Vélvirki, rafvirki
og flugmaður
Nokkur ár var Hálfdán í Afríku
þegar Flugfélagið Ernir var þar
með vél, um tíma var hann hjá
Íslandsflugi og síðan hjá Lands-
flugi, en frá 2007 var hann flug-
stjóri hjá Flugfélaginu Erni. Þar
byrjaði hann sem atvinnuflug-
maður fyrir 38 árum, var hjá fé-
laginu langmest af sínum ferli
og lauk honum þar. Hann var þó
ekki óslitið í fullu starfi í fluginu.
Líka hefur hann unnið hjá sínum
ættarfyrirtækjum á Ísafirði, Póln-
um og Póls, enda bæði vélvirki
og rafvirki að mennt, auk þess að
vera flugmaður.
Hörður Guðmundsson, Hörður
flugmaður eins og hann er ævin-
lega kallaður, er ekki síður goð-
sagnapersóna en Hálfdán. Hann
stofnaði Flugfélagið Erni á
Ísafirði árið 1970, ekki einu sinni
orðinn hálfþrítugur, og hefur
rekið það síðan ásamt Jónínu
Guðmundsdóttur eiginkonu sinni.
Síðari árin hefur félagið verið
með aðsetur í Reykjavík.
„Núna eru allir dagar laugar-
dagar,“ sagði Hálfdán glaðbeittur
þegar hann var spurður hvort
hann hefði tíma í viðtal. Það er
nú líklega ofsagt, því að hann
stóð þá í flutningum heim á Ísa-
fjörð sunnan af Akranesi, þar sem
hann hefur átt heima í rúman
áratug. Auk þess er hann ekki
líklegur til að setjast í helgan
stein þó að hann sé kominn á
aldur í fluginu.
Síðan kom allt stóðið á eftir
Hálfdán er rammvestfirskur,
sonur Herborgar Vernharðsdóttur
úr Fljótavík og Ingólfs Eggerts-
sonar, sem jafnan hefur verið
kenndur við Pólinn á Ísafirði.
Hann er því Gromsari, en ekki
hefur þótt verra þegar í ljós kemur
að einhver er af þeirri merku ætt.
Hálfdán fæddist við Sundstrætið
á Ísafirði og var þar af leiðandi
Dokkupúki, eins og krakkar sem
ólust upp á neðri hlutanum á eyr-
inni á Ísafirði nefndust á fyrri tíð.
Núna er Dokkan löngu horfin.
Svo þegar hann var sjö eða átta
ára fluttist fjölskyldan lítið eitt
um set eða upp í Fjarðarstræti.
Hálfdán Ingólfsson er elstur af
sex systkinum.
„Örn bróðir er ári yngri en ég.
Við höfum eiginlega alla tíð verið
í einhverju samfloti. Þegar hann
kom úr námi var ég byrjaður að
fljúga og hann fékk flugdellu.
Síðan kom allt stóðið á eftir, hinir
bræðurnir tveir og meira að segja
pabbi, sem tók líka einkaflugið á
sínum tíma, þá orðinn 52 ára.
Við Örn vorum líka mikið saman
í vigtabransanum í Póls og sama
er að segja um hina bræðurna, Hörð
og Ragnar. Systur mínar fóru hins
vegar í aðrar áttir. María býr í
Keflavík, gift Ásgeiri Ásgeirs-
syni apótekara, en Lilja systir,
örverpið í fjölskyldunni, býr á
Akureyri, gift Bjarka Karlssyni
lækni.“
– Þær eru ófleygar, öfugt við
ykkur feðgana alla ...
„Já, kvenleggurinn hefur alveg
látið flugið vera, en karlpening-
urinn hefur allur verið í fluginu.
Sonur minn er einkaflugmaður.
Þetta virðist vera ættgengur and-
skoti.“
Viskíauglýsingin í Playboy
og fyrsti svifdreki landsins
– Hvenær og hvers vegna byrj-
aði áhugi þinn á flugi?
„Það held ég hafi nú byrjað
með flugmódeli þegar ég var
krakki. Svo hef ég líklega verið
um tíu-tólf ára þegar við bræð-
urnir vorum að bollaleggja
hvernig við gætum notað rafmót-
or sem pabbi átti til að búa til
þyrlu. Þegar við vorum búnir að
pæla mikið í þessu fórum við til
pabba, en þá hló hann bara og
benti okkur á þá einföldu stað-
reynd, að mótorinn væri of þung-
ur miðað við orkuna. En síðan
hefur maður alla tíð verið fikt-
samur og græjugal. Allt varðandi
tækni hefur alltaf verið mjög
heillandi.“
– Dellukall?
„Já, einmitt, dellukall. Ein-
hvern tímann upp úr tvítugu rakst
ég á viskíauglýsingu í Playboy.
Kannski skiljanlegt af hverju
maður var að skoða Playboy, en
ég hafði engan áhuga á viskíi og
hef aldrei haft. Það gerði mig
ekki bara timbraðan á eftir, heldur
líka á meðan og jafnvel á undan.
En hvað sem því líður, þá var
þarna maður svífandi á segli, bara
fjögur rör og segl og maðurinn
húkkaði sig neðan í þetta og flaug.
Ég mældi þetta allt saman út og
náði mér í rör og keypti mér
sterkt nælonefni og fékk svo
mömmu til að sauma seglið.
Þarna varð til fyrsti svifdreki á
Íslandi. Hann var reyndar ekki
merkilegur, þegar litið er til baka
var hann alveg skelfilegur. En
hann flaug!“
– Hvar og hvernig?
„Ég hafði vit á því að vera á
skíðum. Renndi mér bara niður
litla brekku og síðan brattari
brekku og svo enn brattari og þar
kom að hann fór í loftið. Á þess-
um tíma var ég reyndar kominn
með einkaflugmanninn. Ég var
alltaf eins og grár köttur kringum
Hörð Guðmundsson inni á velli.“
Kennsluvélin lenti í eldsvoða
– Hvar lærðirðu flugið?
„Það var á Ísafirði. Hörður var
kominn með annan flugmann
með sér sem var með kennara-
réttindi og ætlaði að nota hann
líka til að kenna, keypti sér litla
kennsluvél. En það varð fljótlega
svo mikið að gera í fluginu að
hann mátti ekkert vera að því að
kenna. Hann rétt kom okkur
tveimur gegnum sóló, mér og
Kristjáni Hermannssyni, Didda
Hermanns, og við keyptum svo
vélina. Diddi var mikið í hljóm-
sveitabröltinu með manni í gamla
daga. Já, við kláruðum sólóið, en
Diddi fór ekkert lengra í fluginu.
Ég hélt hins vegar áfram, var
kominn með ólæknandi flug-
dellu.“
– Hvað varð svo um þessa vél?
„Hún skemmdist í eldi í flug-
skýlinu inni á velli og við flugum
henni ekki meir. En þarna var ég
kominn með einkaflugið og á
þessum tíma var allt brjálað að
gera hjá Herði. Hann hvatti mig
til að drífa mig í atvinnuflug-
manninn, og ég gerði það. Þegar
ég kom svo vestur aftur með rétt-
indin á miðju ári 1975, að mig
minnir, var komin lægð í fluginu
fyrir vestan og ég hélt áfram sem
rafvirki í Pólnum fram til 1977.
Þá var aftur orðið mikið að gera
í fluginu og ég byrjaði hjá Herði
sem atvinnuflugmaður.“
En maður getur haldið takti
– Vel á minnst varðandi Didda
Hermanns, þú varst í tónlistar-
bransanum ...
„Ætli ég hafi ekki verið sjö
eða átta ára þegar ég eignaðist
litla harmoniku. Diddi vinur minn
var árinu yngri og var þá að spila
á fullorðinsharmoniku. Síðan
dömluðum við saman alveg
þangað til við enduðum í BG-
flokknum, vorum saman í skóla-
hljómsveitum og upp í gegnum
þetta allt saman. Ég spilaði aðal-
lega á bassa og trommur og að-
eins á hljómborð. Maður var með
tónlistardellu á þessu skeiði, ekki
síst á Bítlaárunum.“
– Grípurðu eitthvað í hljóðfæri
enn í dag?
„Jájá. Í dag á ég rafmagnspíanó
og rafmagnstrommusett og bassa-
gítar og damla á þetta heima,
bara fyrir sjálfan mig. Að öðru
leyti hef ég ekki spilað á síðari
árum nema þegar Rúnar Péturs
Geirs er með eitthvert tónlistar-
brölt hérna fyrir vestan. Núna í
haust lenti ég svo í því að ég fór
á ball þar sem þeir voru að spila
og Rúnar gargaði í mig og ég tók
nokkur lög á trommurnar. Ég er
auðvitað óttalega klunnalegur,
þeir eru miklu flinkari í dag, þess-
ir strákar. En maður getur haldið
takti!“
Cessna Skyhawk á
sterum og heimasmíðuð vél
– Þú ert líka rafvirki að iðn ...
„Já, þegar ég var búinn með
landspróf sextán ára var valkost-
urinn að ganga menntaveginn eða
gera eitthvað með höndunum. Ég
var kominn með alveg upp í kok
af því að sitja á skólabekk. Ég
var í sumarstarfi í skipasmíða-
stöðinni hjá Marzellíusi og fór