Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.01.2015, Síða 9

Bæjarins besta - 22.01.2015, Síða 9
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 9 að læra vélvirkjun og kláraði sveinsprófið. Nennti þessu svo ekki og fór í fjölskyldubransann í Pólnum og lærði þar rafvirkjun.“ – Þú hefur síðan átt fleiri flug- vélar en kennsluvélina sem lenti í brunanum ... „Við bræðurnir og pabbi og fleiri keyptum svo Piper Tri- Pacer, smíðaða kringum 1960, sem er eins og vélin sem Hálfdán Bjarki sonur minn á núna. Við flugum henni þangað til hún var orðin gömul og þreytt og menn langaði í öflugri vél. Örn bróðir var nú eiginlega primus motor í því. Við keyptum Cessna Sky- hawk „á sterum“, með miklu stærri mótor en tíðkaðist í slíkum vélum, til að geta farið í Fljótavík og Aðalvík og annað. Svo var það 1986 sem við rák- ust á að hægt væri að kaupa sett til að smíða flugvél heima. Við keyptum svona sett, þrír af okkur bræðrunum og pabbi og Sammi læknir á Bjargi. Þetta kom frá Ameríku og heitir Avid Flyer eða iðin og kappsöm flugvél. Raggi bróðir mátti ekkert vera að þessu, því að hann keypti sér sitt eigið smíðasett. Við smíðuð- um vélina á einum vetri enda fimm manns að verki, en Ragnar var ellefu ár að smíða sína, að mestu einn. Við flugum henni fyrst vorið 1987 og hún hefur flogið síðan.“ Sérstæð skíðaferð í Skutulsfirði – Þið hafið lent uppi á fjöllum og annars staðar þar sem varla myndi nokkrum manni detta í hug að lenda flugvél, þar á meðal uppi á fjalli handan fjarðarins á móti Ísafirði ... „Vestfirðir eru gömul háslétta sem ísaldarjökullinn var að kroppa niður. Hér er mikið af sléttum fjallatoppum. Einn þeirra er fyrir ofan gamla skíðalandið á Ísafirði. Þar lenti maður mikið og reyndar hefur maður lent á skíðum upp um allt. Eini slíki staðurinn sem ég man eftir að hafa lent henni á hjólunum er fyrir ofan Súðavík. Einu sinni sem oftar fékk ég dillu. Það myndast svakalegar hengjur í Erninum alveg utan frá Arnarnesi og inn Kirkjubólshlíð- ina og áfram alla leið inn að Nón- vatni. En þarna er einn staður, beint fyrir ofan flugskýlin, tví- skipt gil sem vindurinn leikur einhvern veginn öðruvísi um, og þar myndast ekki hengja. Ég var búinn að horfa á þetta lengi, og loksins fékk ég Gumma Harðar til að koma með mér upp til að fara með vélina niður aftur. Hann skilur mig þarna eftir og ég skíða niður gilið. Þetta var svo sem ekkert brattara en þar sem var brattast í gamla skíðalandinu.“ Flanaði ekki út í neitt – Þegar þú varst að byrja sem atvinnumaður í fluginu, þá sagði einhver að hann flygi ekki með svona glanna, hef ég heyrt ... „Ég hef líklega verið nýlega byrjaður að fara einn sem flug- stjóri nokkur flug hjá Herði. Ég þurfti að fara með mann vestur á firði, mann sem hafði þekkt mig síðan ég var krakkagrislingur og vissi um uppátektasemina og glannaskapinn hjá drengnum gegnum árin. Þegar hann sá hver átti að fljúga með hann, þá varð honum að orði: Ég flýg ekki með svona glanna. Mig minnir að Hörður hafi farið með hann í þetta skipti, en svo flaug hann með mér seinna og sá það fljót- lega, að í vinnunni var ég ekki með neinn glannaskap.“ – Geturðu nefnt einhver dæmi um uppátektasemi og glannaskap í æskunni og uppvextinum ... „Ég held bara að þau séu svo mörg. Það var eiginlega ekkert sem manni datt ekki í hug að gera. En ég held að það hafi alltaf fylgt mér, að þegar ég fór að gera eitthvað nýtt og áður óþekkt, þá flanaði ég ekki út í það. Ég pældi vel í hlutunum, hvaða hættur gætu fylgt, tók bara eitt skref í einu, og stundum hætti maður bara við.“ Fékk einstaklega góðan skóla hjá Herði – Það hafa margar sögur verið sagðar af ykkur Herði þegar þið voruð kallaðir út í sjúkraflug við allra erfiðustu og hættulegustu aðstæður á nóttu sem degi í öllum veðrum um hávetur. Þú hefur hins vegar aldrei lent í neinu óhappi á flugmannsferlinum. „Nei. Maður fékk auðvitað rosa- lega góðan skóla hjá Herði. Hann byrjaði á því að kenna manni hvað væri hægt og hvað væri ekki hægt. Hann kenndi manni allt sem þyrfti að varast, allar gildrurnar sem maður gæti lent í. Alltaf þegar maður hefur farið út í eitthvað sem kann að virðast tvísýnt, þá hefur það alltaf verið gert að vandlega athuguðu máli. Sem dæmi get ég nefnt, að stundum í suðlægum áttum hér á Ísafirði er sjórok upp í kletta, langt upp í fjöll. Ég fann ágætis leið til að komast í burtu og koma til baka við þannig aðstæður. Það fólst einfaldlega í því að vera ekkert að fara upp í lofthreyfingar sem voru mikið upp og niður. Niðurstreymið stoppar hins vegar við sjóinn og breiðir úr sér. Með því að fara ekkert upp fyrir þrjátíu til hundrað metra, þá er maður á svæði þar sem vindurinn er bara láréttur. Það höndla þessar litlu vélar ágætlega, en þær ráða illa við mikið upp- og niðurstreymi. Ef maður flýgur bara með sjónum út fyrir Hnífsdal, þá er maður kominn út úr þessu, og þá er þetta ekkert mál. Og sama þegar komið Hálfdán við komuna til Reykjavíkur úr síðasta fluginu sem atvinnuflugmaður. Ljósm: Ævar Geirdal.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.