Bæjarins besta - 22.01.2015, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015
Sælkerar vikunnar eru Jóna Hólmbergsdóttir og Guðjón Ólafsson á Ísafirði
Fiskisúpa og marengskaka
Þessa súpu fundum við á
netinu fyrir þó nokkru síðan
og er vinsæl á okkar heimili og
gaman að bjóða upp á hana í
veislum. Eftirréttur finnst okk-
ur ómissandi og látum við fylgja
með uppskrift að Toblerone
marengsköku, sem gott er að
frysta og bjóða sem ístertu.
Fiskisúpa
500 g langa, skorin í bita
500 g þorskur, skorin í bita
300 g rækjur (má sleppa)
4 hvítlauksrif, söxuð mjög
smátt
4 meðalstórar gulrætur,
skornar í sneiðar
1 stk. laukur, saxaður
1 rauð paprika, skorin í bita
1 gul eða appelsínugul
paprika, skorin í bita
2-3 msk tómatpúrra
1 dós niðursoðnir hakkaðir
tómatar (ekki verra að hafa þá
með t.d. basilku eða chili)
3 dl vatn
1 teningur (eða 1 msk) fiski-
kraftur
½ teningur (eða 1/2 msk)
kjúklingakraftur
1 -2 tsk tandoori masala
½ -1 tsk karrí
salt og pipar
ca. 5-7 sólþurrkaðir tómatar,
sneiddir smátt
4 msk mango chutney
1 dl sweet chilisauce
1 líter matreiðslurjómi og/eða
hefðbundinn rjómi (hægt að
skipta út að hluta fyrir kókos-
mjólk) steinselja til skreytingar
Hvítlaukurinn steiktur í skamma
stund upp úr matarolíu, hann síð-
an settur til hliðar. Gulrætur,
laukur og paprika brúnuð. Því
næst er tómatpúrru, niðursoðnu
tómötum, vatni, fiskikrafti, kjúkl-
ingakrafti, tandoori masala, karríi
ásamt hvítlauknum bætt út í.
Strax á eftir eru sólþurrkuðu tóm-
atarnir sneiddir niður og þeim
ásamt mango chutney, sætu
chilisósunni og rjómanum bætt
út í. Smakkað til með salti, pipar
og meira kryddi ef með þar, látið
malla í um það bil fimmtán mín-
útur (því lengur því betra). Þá
er þorsknum og löngunni bætt út
í og leyft að malla í súpunni í
nokkrar mínútur. Rétt áður en
súpan er borin fram er rækjum
bætt út í. Fallegt að skreyta með
steinselju.
Toblerone marengskaka
Botnar:
4 eggjahvítur
4dl. púðursykur
Stillið ofn á 150°c. Setjið bök-
unarpappír á tvær ofnplötur. Þeyt-
ið eggjahvíturnar og bætið sykri
saman við í smáum skömmtum.
Stífþeytið þar til blandan hreyfist
ekki til í skálinni sé henni hvolft.
Skiptið marengsblöndunni á bök-
unarpappírinn og bakið í 50 mín
við 150°c. (Fer eftir ofnum)
Toblerone kremið góða.
500 ml rjómi
2 eggjarauður
4 tsk flórsykur
3 tsk vanillusykur eða dropar
150 g Toblerone, smátt saxað
Aðferð: Þeytið eggjarauður og
flórsykur saman þar til eggja-
blandan verður ljós og létt.
Þeytið rjóma og bætið eggja-
blöndunni varlega saman við
rjómann með sleif ásamt
vanillu. Í lokin fer súkkulaðið
út í rjómablönduna. Setjið
kremið á milli botnanna og
ofan á.
Við skorum á Heiðu Björk
Ólafsdóttur og Kristján Ás-
geirsson að vera næstu sæl-
kera vikunnar.
er til baka.
Þetta er bara eitt dæmi. Maður
datt ekkert niður á svona allt í
einu, heldur með því að spekúlera
í hlutunum. Það sem öðrum hefur
fundist vera háskalegt hefur alls
ekki verið það. Ég hef aldrei farið
út í eitt eða neitt nema að vand-
lega athuguðu máli, með plan A
og svo með plan B og síðan und-
ankomuleið. Þetta hefur allt haft
töluverða meðgöngu. Ég hef allt-
af borið gæfu til að horfa vel
fram fyrir tærnar á mér, og það
hefur alltaf skilað mér heilum
heim.“
Þriggja metra löng og
tuttugu metra breið brú
– Fljótavíkin og tengslin við
hana ...
„Mamma er fædd í Fljótavík
og uppalin þar fram til ferming-
araldurs. Þau flytja í burtu 1946
þegar flótti brast í allt liðið þar
og setjast að í Hnífsdal. Engar
samgöngur, engin þjónusta. Fólk
bara pakkaði saman og skildi allt
sitt eftir. Afi hafði nýlega keypt
þar jörð, og var áratugum saman
að borga af henni eftir að þau
fóru.“
Og núna eiga afkomendur fjöl-
skyldnanna sem bjuggu í Fljóta-
vík sína sumardvalarstaði þar og
sína paradís og ræturnar eru sterk-
ar. Framan af var farið á bátum
norður í Fljótavík á sumrin en á
seinni árum er farið á flugvélum.
Nema hvað, þegar Hálfdán Ing-
ólfsson og allur karlpeningurinn
í þeirri ætt er annars vegar!
„Þarna var gamall lendingar-
staður, en þetta var orðið bara
þýfi og svo laust í sér að einkavél-
arnar sem þá voru í notkun hrein-
lega réðu ekki við það. En svo er
þarna sandflæmi í ósnum sem
kemur alltaf upp á fjöru og ég
prófaði að lenda vélinni okkar
þar. Þetta var alveg eins og mal-
bik. Og þá var byrjað að fljúga
þangað alveg á fullu.
En menn voru leiðir á því að
þurfa að sæta sjávarföllum og þá
var farið í að endurnýja gamla
lendingarstaðinn. Pabbi er búinn
að dútla við það í nokkur ár að
jafna hann út og núna er kominn
þarna ágætis tveggja brauta flug-
völlur. Og meira að segja er þarna
stysta og breiðasta brúin á land-
inu, að ég best veit. Kallinn brú-
aði læk sem er þarna við hliðina
til að fá þverbraut, og brúin er
um tuttugu metra breið og um
þriggja metra löng. Núna er
maður ekki háður sjávarföllum
lengur.“
Rauði krossinn
fúskaði ekki við neitt
– Þú varst um tíma að fljúga í
Afríku og þið Hörður báðir ...
„Já. Eftir að sérleyfin í fluginu
á Íslandi voru afnumin og flugið
gefið frjálst var Flugfélag Íslands
eða Flugleiðir á þeim tíma alltaf
að fá sífellda fresti. Flestir keppi-
nautarnir voru búnir að missa
móðinn þegar þetta varð í raun-
inni frjálst og Hörður var einn af
þeim. Hann var búinn að kaupa
Twin Otter og langaði að fara í
samkeppnina, en loksins þegar
hún var gefin frjáls var allt pen-
ingaþol búið. Þá býðst honum
samstarf við svissneskt fyrirtæki
sem er með flugþjónustu í þriðja
heiminum fyrir alþjóðlegar stofn-
anir og olíufyrirtæki.
Við vorum tveir sem fórum
með flugvélina út og svo kom
Hörður sjálfur seinna. Fyrst
vorum við í Kenía í þróunar-
verkefni við að fljúga inn í Suður-
Súdan á vegum Rauða krossins
og Sameinuðu þjóðanna og síðan
í Angóla og Mósambík á vegum
Rauða krossins, aðallega í hjálp-
arflugi í borgarastríðunum þar. Í
lokin var ég í Jemen í tæpt ár, þar
sem við vorum að fljúga fyrir
olíufélög.
Við vorum alltaf úti í tvo mán-
uði og í fríi í mánuð. Þetta var
mikið ævintýri fyrir Íslending.
Stundum heyrði maður skothríð
og sprengingar. Að mörgu leyti
var þetta samt mjög skemmtilegt.
Rauði krossinn fúskaði ekki við
neitt, allt mjög vandlega úthugs-
að sem Rauði krossinn gerði. Þeir
voru í krafti hlutleysis síns í góðu
sambandi bæði við skæruliðana
og stjórnvöld. Á þessum tíma
lærði ég að bera mikla virðingu
fyrir Rauða krossinum.“
Með Erni bróður
í rafeindabröltinu
Þó að Hálfdán hafi flogið hjá
Flugfélaginu Erni nánast allan
sinn flugmanns- og flugstjóraferil
var það ekki samfellt í fullu starfi.
„Segja má að ég hafi yfirleitt
verið að fljúga um fimm ár í
senn. Það voru alltaf þessar
sveiflur í fluginu, tímabil þegar
allt var brjálað að gera og síðan
lægðir í þessu á milli. Frá 1977
þegar ég byrjaði og fram til 1982,
ef ég man rétt, var mikið að gera.
Þá kemur lægð í flugið. Á þessum
tíma var ég búinn að vera í frí-
stundum með Erni bróður í raf-
eindabröltinu í Pólnum, og þegar
þrengir að hjá Herði er í staðinn
komin mikil þörf í Pólnum.
Ég hætti þá að fljúga í fullu
starfi og fór á kaf í rafeinda-
bransann en var bara í ígripum
hjá Herði, alltaf tiltækur. Það var
gott fyrir hann að hafa til reiðu
reyndan flugmann sem hann gat
alltaf hringt í þegar með þurfti.
Ég fer svo aftur á fullt hjá Herði
1988 þegar hann kaupir Twin
Otterinn. Þá er allt orðið vitlaust
í fluginu á ný en farið að kreppa
að í rafeindabransanum. Þannig
snerist þetta alveg við hjá mér á
nýjan leik, ég var í fullu starfi í
fluginu en í íhlaupum í Pólnum.
Árið 1989 fer ég svo til Afríku.“
Þá var óhjákvæmilegt
að styrkja sjúkraflugið
Þegar Hálfdán kemur aftur heim
úr Afríkufluginu fer hann að vinna
hjá Póls en er sem fyrr í ígripum
hjá Herði þangað til hann hætti
flugrekstrinum í bili árið 1995.
Vélar félagsins voru seldar en
ýmsum öðrum eignum haldið,
svo sem afgreiðslu á Reykjavík-
urflugvelli. Starfsemi félagsins
hófst á ný með nýjum áherslum
síðsumars 2003.
„Þegar Flugfélagið Ernir hætti
flugrekstrinum árið 1995 átta
stjórnvöld sig á því að þau höfðu
verið með ókeypis sjúkraflugs-
vakt á Vestfjörðum, 24 tíma á
sólarhring 7 daga vikunnar. Núna
var slík þjónusta allt í einu ekki
fyrir hendi lengur, Hörður hættur
og farinn, og þá var loks óhjá-
kvæmilegt að styrkja þetta og
sjúkraflugið boðið út. Íslandsflug
fékk það fyrst, þar vantaði vana
flugmenn og þeir náðu í mig,
enda búsettur á staðnum. Ég ann-
aðist síðan sjúkraflugið frá Ísa-
firði frá 1995 og fram yfir alda-
mótin, fyrst einn, en síðan urðu
kröfurnar meiri og flugmennirnir
urðu að vera tveir.
Svo var ég orðinn hundleiður
að vera fastur yfir þessu, að vísu
var þetta bara yfir vetrartímann,
á sumrin var þessu sinnt að sunn-
an. Þetta var óskaplega bindandi
og maður fékk alveg upp í kok.“
Eiginlega búinn að
afskrifa flugbransann
Hálfdán flyst síðan suður á
Akranes árið 2002 og er þar í
sams konar verkefnum og hann
hafi unnið við í Póls. Nokkru
seinna var Íslandsflug „afísað“
eins og sagt var og úr varð Lands-
flug. Reyndu mennirnir hjá Ís-
landsflugi fóru að fljúga þotum
erlendis og Landsflug vantaði
flugmenn.
„Þá hringdu þeir í mig. Ég
hafði þá ekki flogið í eitthvað
um tvö ár og var eiginlega búinn
að afskrifa flugbransann, en
þarna gekk ég aftur. Síðan er ég
búinn að vera að fljúga, alveg
þangað til núna þegar ég er kom-
inn á tíma. Ég var tæpt ár í Skot-
landi, við vorum að fljúga til
Noregs og víðar.
Síðan leggur Landsflug upp
laupana í innanlandsfluginu og
Hörður tekur við því. Það var um
áramótin 2006-2007 sem hið
opinbera var að leita að einhverj-
um aðila sem gæti tekið við þess-
um ríkisstyrktu leiðum, en enginn
var almennilega fær um það.
Niðurstaðan varð sú, að þeir
fengu Hörð til að gera þetta. Hann
réðst í að kaupa tvær stórar vélar
og ráða og þjálfa mannskap, þetta
var alveg gríðarlegt átak. Og það
tókst þetta líka vel, þrátt fyrir
alls konar vandamál. Þetta smell-
passaði, ég var að hætta þarna úti
og Hörð vantaði mannskap, og
þá kom maður bara heim aftur.“
Þarna byrjaði Flugfélagið Ernir
áætlunarflug til Bíldudals, Gjög-
urs, Sauðárkróks og Hafnar í
Hornafirði. Hálfdán var síðan
flugstjóri hjá félaginu næstu átta