Bæjarins besta - 22.01.2015, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 15
Lausn á síðustu krossgátu
Sudoku þrautir
Þjónustuauglýsingar
Júlíus í 14. sæti
Togarinn Júlíus Geirmundsson
ÍS 270 er í 14. sæti yfir aflahæstu
frystitogara landsins að því er
fram kemur á sjávarútvegssíð-
unni aflafrettir.com. Á síðasta
ári kom Júlíus með 3.203 tonn að
landi af bolfiski.
Skipið var einnig á makrílveið-
um og veiddi 1.752 tonn af makr-
íl. Kleifaberg RE er langaflahæsti
frystitogarinn með 11.007 tonn á
síðasta ári. Skipstjóri á Kleifa-
bergi er bolvíska aflaklóin Víðir
Jónsson.
BÍ/Bolungarvík hefur náð sam-
komulagi við breskan knatt-
spyrnumann, Calvin Crooks, um
að hann leiki með liðinu í sumar.
Calvin er 23 ára vinstri bakvörður
en er einnig með bandarískt rík-
isfang. Hann skrifaði undir samn-
ing við félagið um helgina.
Calvin kemur meðal annars í
gegnum unglingastarf New York
Redbulls og hefur spilað yfir 20
leiki með yngri landsliðum
Bandaríkjanna. Calvin hefur spil-
að á Englandi síðustu ár, þar af
tvö tímabil með varaliði Crystal
Palace og einnig liðum í neðri
deildum Englands.
Samið við
enskan bakvörð
Eyrarsól lögð niður
Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar
hefur lagt til við bæjarstjórn að
fimm ára deildin á Eyrarsól verði
ekki starfrækt á næsta ári. Eyrars-
ól hefur verið til húsa á efstu hæð
Sundhallar Ísafjarðar. Í fundar-
gerð fræðslunefndar kemur fram
að deildin hafi verið hugsuð sem
úrræði vegna skorts á leikskóla-
plássum og yrði starfrækt í tvö ár
og að þeim tíma liðnum yrði
starfsemin endurskoðuð.
Þar sem ekki er sama þörf fyrir
leikskólapláss og þegar deildin
var sett á laggirnar, er lagt til að
deildin verði ekki starfrækt á
næsta skólaári, þ.e. 2015-16.
Hjónin Ása Dóra Halldórsdótt-
ir og Skjöldur Már Skjaldarson
hafa tekið við rekstri verslunar-
innar á Suðureyri. „Þetta leggst
rosalega vel í mig og búðin verður
með sama sniði og verið hefur
og Súgfirðingar eru duglegir að
versla í heimabyggð,“ segir Ása
Dóra.
Verslunin hefur fengið nafnið
Verslunin Súgandi og eins og
áður er hún bæði sjoppa og
dagvöruverslun með allar helstu
vörur. Ferðaþjónustufyrirtækið
Fisherman á Suðureyri rak versl-
unina í níu ár og Elías Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri Fisher-
man segir að fyrirtækið ætli að
einbeita sér meira að hótel- og
veitingarekstri.
Nýir rekstraraðilar